Að skipuleggja allt.

Það er þetta með skipulagið, ég er þeim eiginleika og
áráttu gædd að ég verð að skipuleggja allt langt fram
í tímann, stórum hefur verið sett út á og telst það
eitthvað svona, gamaldags, eða eitthvað, ævilega er
sagt við mig: ,,Ertu búin að skrifa niður matseðil næstu
jóla?, sko í byrjun árs."

Ég tel að allt gangi betur hjá fólki ef það ákveður og
skipuleggur málin og fer svo eftir skipulaginu, því
ef þú ert alltaf að breyta þá ertu að vingsa sjálfum þér
og þínum ákvörðunum til og frá og það er ekki gott.

Mér dettur þetta í hug núna, því þeir sem ekki hafa mikið
á milli handanna verða bara að ákveða út mánuðinn og helst
árið hvað megi eyða í þetta og hitt og eins og hún Lára Ómars
segir: ,,Ekki að hnika frá því."

Hver og einn verður að fara að bera ábyrgð á sjálfum sér og sínum
það er engin annar sem getur það.

Ég hef aldrei þolað korter í sex aðgerðir ( segi þetta oft við börnin
mín) það verður að plana allt.
Ófyrirséð atvik koma alltaf upp, við þeim er ekkert að gera.

Ef þeir menn/konur sem stjórnað hafa undanfarin afar mörg ár
hefðu sett málin niður til langtíma og klárað það þá værum við
ekki svona illa stödd eins og í dag.

Langaði bara aðeins að koma inn á þetta, ég elska svona umræður,
Vitið af hverju? Jú að því að það eru svo fáir sammála mér.
Flestir hugsa: ,,Þetta reddast, það er hinn mesti misskilningur,
hver á að redda því eins og málin eru í dag?"


Eigið góðan sunnudag elskurnar
Milla
.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég er ein af þeim fáu sem er sammála þér.  Ég er svona skipuleggjandi kona.  Finnst nauðsynlegt að setja allt niður á blað, svo geng ég í hlutina eftir bókinni hehehe...

Ía Jóhannsdóttir, 5.7.2009 kl. 10:04

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mjög góður pistill. Milla.

Kær kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.7.2009 kl. 10:38

3 identicon

Sæl Milla mín.Mér finnst líka gott að gera plan fram í tímann.Í mörg ár gerði ég matseðla,mánuð í senn.Það er mikið ódýrara.Svo er gott að hafa rútínu.Kveðja norður

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 11:08

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sæl nafna og gott að fá að heyra þetta, en ég vissi reyndar að þú ert svona kona elskan, les það í öllu og sé það á þér.
Ég þoli ekki neitt svona korter í sex, nema ég get alveg tekið á móti fólki í mat eða kaffi með engum fyrirvara, það er fyrir það að oftast á ég tilbúið í frysti til að hita upp, ekkert mál.

Kærleik til þín ljúfa kona
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.7.2009 kl. 13:38

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Katla mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.7.2009 kl. 13:39

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ Birna Dís mín gaman að sjá þig hér aftur, rútínan er bara flott.

kærleik til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.7.2009 kl. 13:40

7 identicon

Það er góður kostur að vera skipulagður.Vildi oft að ég hefði fengið meira af því í vöggugjöf.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 16:47

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ekki er það nú engin skilda að vera skipulögð, en þeir sem eru það geta ekki annað, stundum ofunda ég þá sem geta verið svolítið kærulausir og mér er að takast það á stundum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.7.2009 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband