Myndablogg.

Við gamla settið sem höfum afnot af hvort öðru, fórum
á rúntinn í dag til að taka myndir.

100_8603.jpg

Þetta er gamla brúarstæðið yfir Laxá í Aðaldal þær voru reyndar
tvær brýnar, en ekki tókst að ná hinni inn á sömu mynd.

100_8607.jpg

Fremri brúin er ekki í notkun einbreið brú, þótti nú flott er hún kom
en fyrir tveim árum held ég kom þessi nýjasta, tvíbreið og flott
hægt að aka á 90 yfir hana.

Mér fannst sú elsta flottust, það var hægt á sér og maður horfði niður
í Laxánna, ef maður var heppin sá maður lax.

100_8586.jpg

Tekin frá útsýnis stæðinu af Laxá þarna eru hólmarnir út um allt
í ánni, undurfagrir.

100_8596.jpg

Í hrauninu er hættulegt að ganga því gjóturnar eru út um allt
og engin veit hvað þær eru djúpar.

100_8601.jpg

Flott hola þarna undir steininum og djúpt niður, en svo er gróðurinn
búin að taka völdin í hrauninu og fallegt er þegar blandast
saman hraun og gróður.

100_8610.jpg

Westmannsvatnið er bar flott og er endalaust hægt að taka myndir
bæði í Aðaldalnum og Reykjadal.
Fegurðin tekur frá manni andann á stundum.

Nú svo að því við vorum komin þetta langt þá fórum við fram í
Lauga og komum þeim skemmtilega á óvart mæðgum, komum
svo heim um kvöldmatarleitið.

Hér á Húsavík er hávaða rok nýja ruslatunnan farin á hliðina
svo Gísli varð að binda hana við gamla trékassann, en það
eiga að koma einhverjar grindur, en þeir gleymdu að segja
hvaða ár þær kæmu.

Kærleik á línuna
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislega fallegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.7.2009 kl. 20:33

2 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Fallegar myndir ljúfan mín. Takk fyrir að deila þeim með okkur. Góðan nótt elskuleg.

Sigríður B Svavarsdóttir, 5.7.2009 kl. 21:02

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jenný mín þú ættir bara að koma og njóta sjálf, hér er yndislegt andrúmsloft.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.7.2009 kl. 21:32

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú þekkir þær Sigga mín, við verðum á kaffi Talíu á þriðjudagsmorguninn
bara svo þú vitir það, örugglega um 11, en læt vita nánar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.7.2009 kl. 21:33

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mikið eru þetta fallegar myndir, kærar þakkir !

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.7.2009 kl. 22:14

6 identicon

Það er svo fallegt þarna að það er bara endalaust hægt að horfa og njóta, frábærlega fallegt. Gæti verið á þessum vikum saman og væri aldrei búin að skoða nóg. Hef nú bara gaman að þessum ruslatunnu málum. Þú ert orðin svo umhverfisvæn Milla mín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 22:25

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Vallý mín það var allt troðið á tjaldstæðinu við Heiðarbæ í Reykjahverfi, ertu ekki að meina þar?
Knús í daginn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.7.2009 kl. 07:38

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gleði inn í þinn dag Lilja Guðrún mín, kannski sjáumst við á morgun,
verð á Kaffi Talíu á Glerártorgi kl 11 í fyrramálið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.7.2009 kl. 07:40

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Veistu Jónína mín ég fer þetta svo oft og er alltaf jafn undrandi yfir þessari fegurð, sé alltaf eitthvað nýtt.

Umhverfisvæn já ég hef löngum ekki þolað ef fólk hendir rusli á víðavangi og ég vill flokka rusl miklu meira en gert er hjá okkur nú þegar, en þeir eru komnir svo stutt í þessu, kostar víst peninga.
Þessar tunnur sem voru að fjúka hér í gær eru nýjar og þeir eiga eftir að koma með einhverjar grindur utan um þær og svo er bara að vita hvenær það kemur.
Knús til þín elska
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.7.2009 kl. 07:46

10 identicon

Já eruð þið ekki að fara að flokka allt rusl á Húsavík eins í Stykkishólmi? Það eru að minnsta kosti þrjár tunnur sem þið eruð þá að fá, eða hvað?

Það verður nú gaman þegar við þurfum ekki að urða neitt rusl í jörðu.

knús til þín elskuleg.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 10:25

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei við fáum bara eina tunnu fyrir heimilissorp, mjólkurfernur og slettan pappa setum við sér hér inni hjá okkur + dagblöðin svo er gámur fyrir bylgjupappa og svo er fyrir garðúrgang, ég hefði viljað taka allt óbrennanlegt og setja það í sér tunnu líka svoleiðis var það á Ísafirði.
Svo er fólk ekki að nenna þessu setur bara allt í ruslið og ef það fer með í gám þá er bara öllu sullað saman.þoli ekki svona vinnubrögð.
Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.7.2009 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband