Satt og rétt það er ekkert að breytast.

Maður er svo góður í sér, er búin að vera að trúa öllu
fögru síðan hrunið varð.
Þessi ríkisstjórn komst til valda með tærri kosningu, og
hefði maður ætlað að þeir mundu strax fara að vinna að
rótum vandans, skipuleggja, raða niður og framfylgja,
En nei, að mér sýnist þá er verið í mörgum málum að moka
á undan sér grunninum eða byggja ofan á hann, það er
nefnilega þannig að í grunninum er sorinn og hann þarf að
hverfa og byrja á nýju.

Eigi ætla ég að fara að telja upp allt það sem er búið og
þarf að gera, en taldi að undirstaða velgengni væri vinna,
þegar við höfum ekki vinnu þá er voðin vís í þjóðfélaginu
og ekki ætla ég heldur að skilgreina það, þetta vitum við
allt.

Hreint ætla ég að vona að Ríkisstjórnin taki sjálfan sig
föstum tökum, opni augun og lygni þeim ekki aftur fyrr en
búið er að koma á flæði á vinnumarkaði og gera það sem
þarf fyrir heimilin í landinu, þar er ástandið vægast sagt
hrikalegt, en það er ekki von að þingheimur skilji það
þeim hefur aldrei skort neitt og aldrei haft lítið sem
ekkert að borða.
Flestir lifa bara á bleiku skýi og sjá ekki út fyrir það.



Góðar stundir.


mbl.is „Það er ekkert að fara að breytast"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Nei, og á bara eftir að versna held ég því miður.  Annrs góðan daginn er ekki bongó blíða þarna fyrir norðan?

Ía Jóhannsdóttir, 6.7.2009 kl. 08:02

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jú það er æðislegt og þú færð gott um helgina þegar þú kemur.
Knús til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.7.2009 kl. 13:34

3 Smámynd: smg

Held að staðan væri mun verri með hægri stjórn. Þar er spilling grasserandi. Verkefni hennar væru líklega að verja hag lítinn hluta þeirra efnuðustu og innvinklaða í spillinguna, einkavæða orkuveitur, spítala, skóla osfrv. Þeir hefðu líklega reynt að nota tækifærið og farið í miklar og vafasamar eignatilfærslur. Fyrir mitt leiti prísa ég mig sælan með núverandi stjórn. Hún er ekki fullkomin og bara rétt ræður við verkefnið, en hún gerir sitt besta.

smg, 7.7.2009 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband