Mannleg framkoma? NEI!

Svona er þá komið fyrir málum, ekki að það hafi eigi verið þannig, afar lengi, en hvað í ósköpunum eru heilbrigðisyfirvöld að hugsa vilja þeir að fólk gerist afbrotafólk áður en það fær vistun.
Ef fólk sem á við geðræn vandamál að stríða kemur og biður um hjálp þá þarf það virkilega á hjálp að halda.
Mörg dæmi eru um að fólki hafi verið vísað frá, sagt að koma á morgun eða eftir helgi, hvað gerir fólkið? Jú það gæti framið sjálfsmorð, slasað aðra, bæði konuna og börnin.
Það hlýtur að vera það sem þeir vilja, nú ekki gengur svo vel að fá lögregluna í heimahús vegna manneklu, þó þeir þessar elskur geri eins og hægt er.

Þessu verður að breyta, ég veit að það er mikið búið að gera, en ekki nóg, það vantar eitthvað mikið upp á er svona kemur fyrir.

Guð veri með þessu fólki.


mbl.is Vísað frá á geðdeild og ók inn í lögreglustöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur verið svona í mörg ár.Einum var hent út af geðdeild LSH fyrir nokkrum árum,hann slasaði fólk á plani spítalans og stal bílum á leið sinni frá spítalanum.Sá var mjög veikur. og vildi ekki út.Einn þekki ég sem tók bíl og ók á fullu framan á annan bíl til að drepa sig.Hann fékk ekki inni á geðdeild þrátt fyrir grátbeiðni hans og ástvina hans.Allir sluppu með minni háttar líkamlega áverka.Þetta er ekki neitt nýtt en það er bara að versna hvernig þessu er stjórnað.Ég hélt að það væri ekki hægt en trúðu mér það er að versna.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 12:02

2 Smámynd: Púkinn

Og hvað ertu tilbúin til að láta hækka skattana mikið til að það sé hægt að "gera eitthvað í málinu" ?

Púkinn, 4.8.2009 kl. 12:07

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Birna Dís mín ég veit að þetta er búið að vera í mörg á og ég var svo græn að halda,trúa að þetta mundi batna, en nei það bara versnar eins og þú segið. Blessað fólkið þegar allt hrinur yfir það þá grípur það til örþrifaráða.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.8.2009 kl. 12:08

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Púki það má hagræða betur, þú hlýtur að vita að þetta er nauðsyn.
Þú vilt kannski ekkert gera?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.8.2009 kl. 12:10

5 identicon

Það er aftur og aftur sent þau skilaboð að maður þarf að skaða sjálfan sig eða aðra til að fá þessa sjálfsögðu þjónustu, geðlækningar hafa því miður verið neðarlega á forgangslistanum hér á landi og þetta er frekar aumt hjá okkur í samanburði við aðrar vestrænar þjóðir.

 Það er mjög algengt að fólk fremji svokallaða kall á hjálp sjálfsmorðstilraun eingöngu til þess að komast inn á geðdeilt, geðsjúkir sem þekkja kerfið vita að það þarf að gera þetta til að komast inn. Ég er frekar viss um að það sem fjölmiðlar fjalla um er aðeins lítið brot af þessu.

Geir (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 12:10

6 identicon

Púki: Það er kannski hægt að byrja á því að skera niður óþarfa drasl eins og t.d. Varnarmálastofnun. Á meðan fólk er að þjást í landinu þá á að hjálpa því frekar en að eyða mörgum milljörðum í sýndarmennsku.

Geir (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 12:12

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála þér í því Geir, við fáum ekki að vita nema brot, enda ekki nærri því alt sem fer í fjölmiðla sem betur fer kannski, mörg af þessum málum eru svo viðkvæm að eigi er hægt að leifa almenningi að komast í tæri við.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.8.2009 kl. 12:15

8 identicon

~6 milljarðar fara í ~100  presta.... það mætti alveg loka á slíkt en halda skattinum og setja í hin ýmsu mikilvægu & raunverulegu mál +i stað þess að borga mútur til geimgaldrapabba...

DoctorE (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 12:29

9 Smámynd: Kotik

Gæti það nokkuð verið að það séu fleiri sem þurfi á geðhjálp að halda en karlmenn sem eiga konur og börn?

Kotik, 4.8.2009 kl. 12:48

10 identicon

Það þarf ekki að hækka skattana neitt.Ég var með annan fótinn á einni af geðdeildum LSH í 5 ár.Þá sá ég undarlega forgangsröð,veikt fólk er ekki aðalatriðið þarna.Já meðal annars,minn sjúklingur reyndi sjálfsvíg 6-8 sinnum á ári síðustu 2 árin sem hann lifði,það var  ekki nein uppskrift á innlögn á geðdeild.Stjórnleysi er aðal ástæða þess hvernig þetta er og undarleg forgangsröðun ,og sennilega vanhæfir stjórnendur.Flestir.Nema nyi yfirlæknir geðsviðs LSH ,hann lofar góðu ,ennþá.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 13:04

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já DoctorE það má víða skera niður og leggja niður sumt, þó ekki kirkjurnar en það mætti sameina þær eins og margt annað.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.8.2009 kl. 13:11

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kotik, fyrirgefðu að sjálfsögðu þetta kom bara svona út vegna fréttarinnar sem ég er að blogga eftir, en já og ég þekki öll dæmin.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.8.2009 kl. 13:12

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rétt hjá þér Birna Dís mín, það þarf ekki að hækka skatta neitt.
Þú þekkir þetta betur en margir og það mætti hlusta á fleiri en þig sem vita hvað er að gerast þarna inni.
Hver silkihúfan ofan á aðra og flestir eru svo hámenntaðir að varla geta talað við fólk.

Fyrirgefið, ég hef ekki verið þarna, mér hefur bara verið tjáð þetta.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.8.2009 kl. 13:16

14 identicon

Það sker mann í hjartað að lesa um örvæntigafullt fólk kalla eftir hjálp og fá hana ekki.Ömurlegur veruleiki hjá okkur hér á landi.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 13:25

15 identicon

Er varnarmálastofnun óþarfa drasl?

Hver eru rök þín fyrir því? þú verður að átta þig á því að þrátt fyrir að friður hafi ríkt hér um þónokkurn tíma þá er mjög mikið kæruleysi að trassa það að vera með öflugt loftvarnareftirlit, þessi friður hefur einmitt verið á meðan við höfum haft loftvarnarmálin í lagi. Við Íslendingar eigum mikið af verðmætum auðlindum sem marga fingralanga myndi gjarnan langa í. Stríð gerast með reglulegu millibili og það er í raun bara tímaspursmál hvenær næsta heimstyrjöld brýst út og þá er eins gott að hafa loftvarnarmálin í lagi því Ísland er mikilvægur staður þegar kemur að stríði.

Það er svo merkilegt hvað margir eru kærulausir þegar kemur að varnarmálum. Fólk heldur bara aðþví að það hefur aldrei á sinni ævi upplifað stríð, þá sé það bara hlutur sem heyrir sögunni til og að heimurinn hugsi allt öðruvísi í dag.

Axel (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 13:40

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Ragna mín það er ömurlegt að hörfa upp á þetta mannúðarleysi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.8.2009 kl. 13:52

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Axel þú hefur ekki lesið þér til, meira að segja stjórnarflokkarnir hafa talað um að leggja þetta niður, annars var það Púkinn sem vildi leggja þetta drasl niður og svarar því líklegast.

Auðlindirnar eru í meiri hættu ef alþjóða gjaldeyrissjóðurinn nær hér völdum.
Kæruleysi er ekki minn stíll.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.8.2009 kl. 13:56

18 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er hreint skelfilegt.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.8.2009 kl. 14:25

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Ásdís og ber að gera eitthvað í þessum málum, það er eins og sumir ekki skilji vandan.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.8.2009 kl. 15:24

20 identicon

Tökum eitt dæmi lokun " Dagdeildar  Geðdeildar " á Akureyri þar vann fagfólk sem var búið að móta deildina, fólk sem vann ómetanlegt starf í þágu okkar sem þar voru hverju sinni.

Hvað var ekki gert sagt upp frábæru fagfólki td. geðhjúkrunarfræðing og hvaða starf fékk hún þar sem menntun hennar og reynsla gat nýst ?

Félagsráðgjafi sem vann þarna ómetanlegt og fónfúst starf hver getur komið í staðinn fyrir hann ? 

Svona má lengi telja upp þarna vann fagfólk sem á enga sína líka, deildin var brotin niður og það á að koma á laggirnar nýrri deild en hvar er fólkið sem hafði menntun og reynslu ?

ÉG verð svo sár þegar að ég hugsa um þetta ætla að hætta þessu núna Milla mín áður en að ég fer hér á flug.

egvania (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 15:44

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk samt elsku vinkona fyrir að koma inn og segja frá, þú veist allt um þetta mál, ég og aðrir lásu um það í blöðunum, en ég gleymdi því ekki eins og svo margir sem ekki skilja þörfina.
Svo máttu alveg fara á flug í þessu máli því það er hjartans mál fyrir þig að það verði réttlæti í þessu, vonum bara að sama fólk fáist er opnað verður aftur í haust.

Kærleik til þín ljúfasta mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.8.2009 kl. 15:55

22 identicon

Axel: Ef það skellur á stríð þá er ekkert hérna sem getur varið okkur almennilega. Óháð því hvort við höfum Varnarmálastofnun eða ekki þá þyrftum við að fá stóra sendingu af herliði frá Evrópu og Bandaríkjunum.

Geir (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 16:03

23 identicon

Ég vil bæta við að það tekur stuttan tíma að fá slíka sendingu og einnig vil ég benda á að eftirlitsvélarnar hafa verið að fljúga hérna um óvopnaðar.

Það vita allir að þetta er fyrst og fremst táknrænt.

Geir (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 16:05

24 identicon

Geir: Að sjálfsögðu er þetta fyrst og fremst táknrænt, sýnilegt eftirlit til að fæla frá árásarmenn. Enginn ætlast til þess af eftirlitsflugvélunum að berja frá sér heldur til að sjá um eftirlit, þannig fáum vil meiri fyrirvara til að kalla í bandamenn okkar ef einhver ætlaði að ráðast á okkur.

En eins og þú segjir þá, þá er sýnilegt loftvarnareftirlit fyrst og fremst táknrænt og fæla frá.

Axel (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 16:27

25 identicon

og Guðrún, þetta komment mitt var svo sannarlega ekki ætlað til að verja stjórnmálaflokkana. Við vitum öll að stjórnmálamenn eru mjög misjafnir, ég er nú reyndar þeirrar skoðunar af við þurfum einmitt á fleiri gamlingjum með mikla lífsreynslu á að halda í pólitíkinni, íhaldsama varkára menn sem muna eftir því hvernig hlutirnir geta farið.

Axel (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 16:35

26 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Axel datt það einmitt í hug að eigi værir þú að verja stjórnarmenn, hversu gamla heldurðu að við þurfum kannski þá sem muna árin eftir stríð, trúlega eru þeir flestir dauðir.

Og þið Geir og Axel ef að skylli á stríð þá er það bara hlaup um fyrstur kemur fyrstur fær alveg eins og í síðustu heimstyrjöld, þá komu Bretarnir þessir sem eru svo yndislegir við okkur núna, og eigi er það í fyrsta skiptið sem þeir reyna að ná yfirráðum hér, lesið söguna.

Varnamál Íslands er bara leikaraskapur það er hægt að fylgjast með þessum svæðum frá landi í gegnum gervitungl.

En bara gaman að fá ykkur hingað inn, en munið strákar mínir að umræðan er um geðvernd, og ef þið hafið ekki kynnst henni þá eigið þið mikið eftir.
Ég tel það vera forréttindi að hafa gert það og mínir bestu vinir eru í þessum hóp.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.8.2009 kl. 17:07

27 identicon

Það má víst örugglega hagræða og spara á ýmsum  öðrum stöðum en þeim sem er alltaf gripið fyrst til að spara á eins og t.d í heilbrigðiskerfinu. Ég held reyndar að það sé orðið ansi erfitt að halda utan um þetta LSH kerfi allt saman og margir kóngarnir og drottningarnar sem ekki má hrófla við. 

Ljós til þín elskuleg.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 17:35

28 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Akkúrat Jónína mín það þarf að taka þetta frá grunni og athuga hverja einingu.
Þú þekkir þetta jú.

Ljósið til þín ljúfust.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.8.2009 kl. 18:59

29 identicon

Ja.. þeir þurfa nú kannski ekki að muna eftir heimstyrjuöldinni en það er nú samt svoleiðis að gamal fólkið, með mestu lífsreynsluna er yfirleitt varkárasta og íhaldsamasta fólkið. Ég hef ekkert á móti því að fá ungt og nýtt fólk inn en við meigum ekki sópa hinum út. Við þurfum að hafa gott jafnvægi milli íhaldssemi og róttækni.

Ég hugsa þó að ég komist ekki lengra út fyrir efnið núna.

Axel (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband