Smá minningarbrot.


img.jpg

Man nú ekkart eftir þessu, en þarna er Þorgils afi Ingvarsson
Mamma Haldóra Þorgilsdóttir, haldandi á mér og langafi
Ingvar Guðmundsson. Flott mynd.

img_0001.jpg

Og þetta erum við frænkurnar Erla Guðmundsdóttir og ég
Erla er dóttir Unnar heitinnar systir Þorgilsar afa.
Við vorum sko prinsessur við Erla, koma fleyri myndir síðar.

img_0002.jpg

Þessi var á sömu síðu í Albúminu svo ég tók hana með.
Maður var nú ekkert smá flottur.

img_0003.jpg

Fjölskyldumynd í lokin, ekki mjög skýr, þetta er handlituð mynd
eins og var í þá daga.
Pabb, Ingólfur, Þorgils, ég, Jón og Mamma þessi mynd er tekin
1953 ég er 11 ára og með mitt fyrsta permó, tekin í stofunni á
Nökkvavoginum hjá ömmu og afa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegar myndir.  Veistu að Þorgils og afi eru eins og tveir vatnsdropar og voru alveg rosalega myndarlegir menn.

Ertu í pels kona?

Flottheit.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.8.2009 kl. 20:28

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gaman að þessum gömlu myndum.  Var svona myndarlegt Pálmatré í Nökkvavoginum?

Sigrún Jónsdóttir, 5.8.2009 kl. 20:52

3 identicon

Hæ Milla áður en lengra er haldið þá munum við mæta í grillið.

Hér höfum við haft það gott í kvöld eða geðveikt eina og er í tísku núna.

Vallý mætti hér óvænt og hér var mikið fjör þar sem hann Finnur minn plokkaði á gítarinn og söng fyrir okkur ættjarðarljóð.

Milla mín veistu að við gátum ekkert talað OMG ég veit bara ekki hvernig þetta endar hjá okkur.

Við höfum ákveðið að hittast síðar og ætlum ekki að vera nálægt húsböndum okkar þar sem þeir geta sungið saman ættjarðarljóð, Finnur plokkað gítarinn og Pétur barið trommurnar. 

Mikið eru þetta fallegar myndir af ykkur þú hefur sko verið algjör prinsessa.

egvania (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 00:40

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jenný, já ég er í svona keip og skinnið á kjólnum er ekta, en ég fór nú úr keipnum um leið og ég gat, hann var ekki að hennta mér.
Flottheitin hefðu mátt vera minni og haldast Jenný mín, en sumir geta aldrei hætt halda að endalaust sé hægt að eyða peningum.

Já þeir voru myndarlegir afarnir okkar og mikil reisn yfir þeim og það sem einkenndi gamla fólkið okkar var heiðarleiki.

Knús í daginn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.8.2009 kl. 08:10

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta Pálmatré Sigrún mín átti Ágústína móðuramma mín og setti hún það oft út á sumrin, sýni mynd af því seinna.
Þegar hún dó og mamma tók við því að hugsa um heimilið, bæði sitt og afa og bróðir sinn þá varð hún líka að hugsa um pálmann, en svo fluttum við, og amma og afi í Nökkvavog höfðu nóg pláss þá fékk amma hann ég skil það ekki í dag hvað var hægt að halda lífi í þessu tré hér upp á hjara veraldar.
Það þurfti vörubíl til að flytja tréð frá Víðimel  og í voganna

Knús í daginn þinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.8.2009 kl. 08:18

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það verður gaman að fá ykkur í grillið og ég lofa að við munum geta talað saman, en það væri nú gaman ef Finnur tæki með sér gítarinn
Og það verða engar trommur.

Var ekki gaman að fá Vallý og Pétur, vonandi koma þau við hér.

Já elskan ég var höfð sem sýningarstelpa og átti að haga mér í samræmi við það.

Hlakka mikið til að hitta ykkur.

Knús knús í daginn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.8.2009 kl. 08:24

7 identicon

Þú hefur aldeilis verið mikil prinsessa og pálmatréð er ótrúlegt. Ætli hún frænka þín hafi ræktað það af fræi. Gaman að þessum gömlu myndum og að það skuli hafa þurft að handmála þær.

Ljós til þín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 11:22

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína mín það var hún móðuramma mín sem átti tréð í upphafi og ég veit ekki hvernig hún fékk það hvort það var af fræi eða keypt lítið í potti.

Já elskan mér var stilt upp þú skilur hvað ég meina.

Ljós í daginn þinn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.8.2009 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.