Kvöldrugl

Já í morgun er við gamla settið vorum komin vel á fætur, var haldið áfram að laga til, en það átti eftir að þurrka aðeins af, Róbóta yfir húsið og síðan blaut moppaði Gísli minn yfir allt saman,

Ég fór í bæinn á meðan hann var að klára restina.
Fór til að kaupa kastaraperur og féll svo fyrir saltsteinslampa einum afar fallegum og er hann hér við hliðina á tölvunni.

100_8928.jpg

Er hann ekki yndislegur? Sko lampinn.

Litla ljósið er hjá okkur núna því mamma hennar er að vinna, trúlega
sofnar hún bara, og það er allt í lagi hún er alveg vön því.
Hún er að horfa á undur fallega Jólamynd, en afi er frammi í stofu að
horfa á Stjána Bláa, haldið að það sé, allir haldnir ævintýraþrá, afi að
verða sterkur eins og Stjáni Blái og Aþena Marey að láta sér dreyma
um jólin, sem er bara yndislegt.

100_7473_890955.jpg

Afi og litla ljósið.

Eftir hádegið í dag var mér kippt út eins og gerist nú oft, skreið upp í
gestarúm og sofnaði eins og rotuð og svaf til fjögur í dag, jæja eitthvað
er að gerast og það er bara gott.
Eldaði síðan steinbít með miklu grænmeti, nammi namm.

Góða nótt elskurnar mínar.
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lampinn þinn er snilld Milla mín.Kveðja í ljósið til ykkar.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 22:50

2 identicon

Hann er ekkert smá flottur lampinn þinn og svona líka stór. Það hlýtur að vera mjög flott birta af honum og svo er hann líka umhverfisvænn.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 10:16

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur lampinn er yndislegur, um leið og ég kem hérna inn þá fyllist ég sælu.

Þeir voru til minni, en þessi greip mig strax og þá bara ákvað ég að kaupa hann, birtan er ekki nægileg er dimmt er orðið þá kveiki ég bara á öðrum.
Knús til ykkar

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.8.2009 kl. 19:27

4 identicon

Halló mín kæra og hana nú veist hvað ég á líka svona lampa okkur var gefin hann þegar að pabbi minn dó fyrir tveimur árum.

Hvað annað ég held að við séum báðar hinsegin eða svo öfugt veistu hvað ég gerði í gærkveldi ég get sagt  þér það.

Milla ég var að horfa á Stjána Bláa svei mér þá ég fór aldrei á Dalvík vegna mannfjöldans og eins og þú veist þá þarf ég svona frekar mikið pláss ef ég á að komast áfram. 

Við Gísli ættum kannski að fara á næstu myndbandsleigu og velja okkur mynd saman okkar smekkur stefnir í sömu átt.

Ég hlakka mikið til þess að hitta ykkur öll.

Kveðja

egvania (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 21:56

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert bara flott egvanía mín já á meðan við grillum og höfum það gaman saman getið þið Gísli horft á Ævintýramynd, þurfið ekki á leigu þær eru allar til hér, annars eru þetta mínar uppáhaldsmyndir, horfi ekki á annað með börnunum.
Hlakka líka til að hitta ykkur elsku hinsegin vinkona mín, sko eða þannig
Knú knús yfir til ykkar.
Milla:):):):):)

Hvað er eiginlega að þessu tölvudrasli, nú er ekki hægt að senda hjörtu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.8.2009 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband