Til hamingju með daginn.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu áætlar  að þátttakendur í Gleðigöngunni í ár séu ekki færri en í fyrra. Það þýðir að a.m.k. 70-80 þúsund manns hafi tekið þátt.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu áætlar að þátttakendur í Gleðigöngunni í ár séu ekki færri en í fyrra. Það þýðir að a.m.k. 70-80 þúsund manns hafi tekið þátt.

Þetta eru æðislegar fréttir fjöldinn er þetta mikill þrátt fyrir
allt sem um er að vera úti á landi.

Stærsta gangan til þessa

„Þetta er stærsta gangan til þessa hvað varðar fjölda skipulagðra atriða, en þau eru alls 35 talsins. Það segir manni að Reykvíkingar hafa ekki gefist upp á Hinsegin dögum og Hinsegin dagar hafa heldur ekki gefist upp á Reykjavík þó þeir séu nú haldnir í ellefta sinn," segir Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri Hinsegin daga þegar blaðamaður mbl.is náðu tali af honum rétt fyrir klukkan tvö í dag. 

 Flottar myndir hér að ofan.

Hann var þá staddur á Hlemmi þaðan sem gangan lagði af stað kl. 14 og sagði nokkur þúsund manns þegar vera mætta.  Alls tóku 70-80 þúsund manns þátt í göngunni í fyrra og segist Heimir verða mjög sáttur ef svipaður fjöldi mæti aftur í ár. Spurður hvort hann óttist að örfáir rigningadropar geti dregið úr aðsókninni svarar Heimir því neitandi og bætir við: „Það er ekkert af veðrinu eins og er. En ef hann fer að rigna þá segjum við bara eins og Helgi Björns: „Mér finnst rigningin góð" og látum hana ekki setja strik í reikninginn," segir Heimir. Bendir hann á að eitt árið þegar gangan fór fram í úrhellis rigningu hafi engu að síður 25 þúsund manns mætt.

Það skiptir ekki máli þó rigni, fólk hefur gaman og skemmtir
sér vel og þá er allt í lagi.
Aftur til hamingju.


mbl.is „Stærsta gangan til þessa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Já, til hamingju Ísland - með að taka svona þátt í Gleðigöngunni!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.8.2009 kl. 20:17

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já var ekki dagurinn þinn yndislegur Jóhanna mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.8.2009 kl. 20:19

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Frábær fjölskyldudagur hjá mér, Takk Milla mín.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.8.2009 kl. 07:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband