Saga dagsins í dag.

Víð sváfum nú bara til átta í morgunn, kannski eðlilegt eftir hrakfarir gærdagsins, en ég segi frá þeim á facebokk.
Nú eftir sjæningu og morgunmat byrjuðum við að undirbúa daginn, en þau voru að koma Fúsi minn og Solla með englana mína, sem eru þrír, þau voru að koma af Króksmótinu, en voru með íbúð á Akureyri. Gísli fór um hádegið að ná í Dóru og englana mína fram í Lauga, síðan komu Milla og englarnir mínir þar, sko ég á marga engla og voru 7 af þeim hjá mér í dag ásamt Ingu mömmu Sollu og Bjarna manni hennar, sem eru góðir vinir okkar, Ingu þekkti ég áður en börnin okkar náðu saman, við vorum báðar upp í flugstöð og er Inga enn að vinna í Fríhöfninni.

Nú eins og gengur er fólk kemur út á land þá þarf að fara í búðir og það gerðu þær svo sannarlega og mikið var verslað, enda útsölur á fullu og haustvörurnar komnar að einhverju leiti.

Matur er mannsins meginn eins og þar stendur ritað og borðuðum við afbragðs kvöldmat, það voru steikt læri, krydduð með Ítölsku kryddi frá nomu, kartöflusalat með sólþurrkuðum tómötum, rauðlauk, papriku, salti og pipar bleytt vel í með sesamolíu, síðan var ferskt salat úr garðinum hjá mér í því var hvítur laukur, steiktir sveppir, plómur, gullostur vel þroskaður, tómatar sem búið var að taka gumsið innanúr, salt og pipar og ekki má gleyma sósunni sem var bara æði að vanda, þá steiki ég sveppina úr smjöri set síðan teninga og paprikukrydd vel af því þykki smá með sósuþykkni.
Á eftir var eðalkaffi frá Kaffitár með heimalagaðri marengs tertu, á milli voru ferskjur, kókósbollur, rólló og þið getið bara ímyndað ykkur hvað þetta allt hefur verið gott.

Maður verður einnig að taka vel á móti fjölskyldunni sinni því við fáum ævilega topp móttökur er við komum í Njarðvíkurnar og Keflavíkina, enda þekkir maður helminginn af Suðurnesjabúum og æðislegt að hittast og rifja upp gamlar minningar.
Við erum líka nýbúin að vera hjá þeim og það var æði.

Þau fóru svo öll Fram í Lauga með Dóru og ætluðu síðan til Akureyrar og heim á morgunn.
Takk elskurnar mínar fyrir að vera til, ég elska ykkur öll.

Og nú erum við gamla settið að dólast, uppþvottavélin búin að þvo tvisvar, mér heyrist Gísli vera að setja dúkinn á borðstofuborðið sem hann setti þvottavélina áðan, gott að vera með svona flauils dúka ekkert að strauja og svo er það líka smart.

Jæja er hætt í bili og góða nótt allir
ættingjar og vinir.
MillaHeart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú varð ég svöng Milla mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2009 kl. 23:13

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já elskan  þú veist hverju þú átt von er þú kemur í heimsókn.
Knús knús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.8.2009 kl. 07:43

3 identicon

Já gott að ég er nýbúin að borða annars væri ég líka svöng að lesa þessa færslu. Ég kem ekki hingað nema södd svo ekki fari að gaula garnirnar.

Knús og hjartans kveðjur

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 13:34

4 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Vá aldeilis veisla hjá þér.  

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 12.8.2009 kl. 13:36

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína mín, það er nú eins gott að borða vel áður en þú lest mína síðu, ekki kemstu svo glatt til að vera með.

Knús og kveðjur ljúfan mín:):):)

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.8.2009 kl. 14:18

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Guðrún Jónína það er sko alltaf veisla er við hittumst fjölskyldan.
Farðu nú að láta sjá þig.
Knús knús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.8.2009 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.