Samtíningur

Alltaf er eitthvað að gerast hjá manni og svo eru það minningarnar sem dúkka upp, einnig það sem er alltaf í huga mans, það eru að sjálfsögðu börnin og barnabörnin og bara hið daglega amstur, sem er svo gleðilegt. Stundum eru að koma upp á atburðir sem koma tárunum fram hjá manni eins og þegar maður byrjar að missa sína og vinir missa börnin sín og maka.
Yfir 50 ár er ég búin að upplifa slíka atburði, svo maður ætti að vera orðin skólaður, en nei það venst aldrei er dauðann ber að höndum og allir vita sem hafa misst að það er ekki auðvelt að gleyma, en sársaukinn dofnar með tímanum.

Man svo vel er pabbi minn dó, það gerðist í júlí ég grét á spítalanum og svo ekki meir fyrr en ég fór í garðinn fyrir mömmu á aðfangadagsmorgun, til að tendra ljósin, ég lærði fljótlega að minnast hans með gleði og þakklæti fyrir það sem hann hafði kennt mér.

Það eru tvö ár síðan Ragga mín, missti Himma sinn, hann er reyndar okkar margra núna því þessi fallegi drengur dró mann til sín með sínu blíðlega og góða andliti og ég mun aldrei gleyma myndinni af honum, hann er bara með okkur og takk fyrir það.

Nú við fórum í mat til Millu og þá spurði Litla ljósið hvort hún mætti sofa, jú það var auðfengið, hún ætlar að vera í 3 daga sko. leikskólinn er lokaður svo þá er gott að koma til ömmu og ömmu og afa finnst gott að hafa hana.

Bara að láta ykkur vita að hér er verið að sulta rabbbara, átti ég 10 kíló í kistunni tókum það alt, og þá er nú farið að koma pláss fyrir haustmatinn, frystiskápurinn er nefnilega bara notaður fyrir soðin mat og brauð.

Góða nóttina ljúflingar.
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 20.8.2009 kl. 07:22

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til ykkar

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.8.2009 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband