Hafið þið upplifað?
30.8.2009 | 09:52
Já svona ólgu innra með ykkur, svona eins og gljúfur í Gullfoss, sem ólgar, frussast, klífur upp loftið og síðan tekur það ólguna langan tíma að koma sér niður á lygnu í ánni.
Eins og þessi ólga.
Ég vaknaði svona í morgun, fannst ég vera að missa af einhverju, ekki búin að gera allt sem ég ætlaði í sumar, en samt búin að gera alveg helling, ferðast út og suður, samt ekki allt sem ég ætlaði og bara allt í einu eru skólarnir byrjaðir, haustkuldi komin í loftið ég sem hélt að við fengjum nú gott haust svona sem uppbót á ekkert sumar.
Þó allir séu nú fegnir að allt komist í fastar skorður og auðvitað er það það, þá er mér eigi að finnast það, sjaldnar heyrir maður litlar lappir koma hlaupandi, hringir bjalla, ég er kominn og Aþena mín kemur inn, hún er yngst hér norðan heiða svo hún er ljósið okkar allra, það er eins með Sölva Stein sem bráðum verður 2 ára, mikið er talað um hann því Aþena dýrkar þennan frænda sinn og skoðum við oft myndir af honum og rifjum upp stundir sem við höfum átt með honum, nú er ég ekki að undanskilja þessi eldri, þau eru öll yndisleg og gefa sér tíma með mér í hvert skipti sem þau geta.
Það er bara eigingjarna amma sem vill hafa allt í kringum sig,
Finnst ykkur það eitthvað sérkennilegt?
Nú er vatnið komið niður á lygnu í ánni, svo ég get farið að hugsa um annað, eins og að fara í sjæningu, ditta að einhverju sem mér dettur í hug að gera, nú verður maður að finna upp eitthvað að föndra með, það eru að koma jól og þá á maður að eiga góðar stundir saman í undirbúningi og föndri.
Njótið sunnudagsins kæru vinir
Milla.
Athugasemdir
Milla mín ég var nú að skoða Íslendingabók og tengingu mína við landnámsmennina og mér finnst þeir bara hafa verið uppi í gær. Mikið svakalega eru þúsund ár fljót að líða. Ja hérna kynslóð eftir kynslóð en það er samt bara 28 kynslóðir á milli okkar og landnámsmanna.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 16:25
Já þau eru fljót að líða, manni finnst er maður lítur til baka að allt hafi gerst í gær.
samt er ég nú alltaf að reyna að njóta hverrar stundar, allavega núorðið.
Ljós til þín Jónína mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.8.2009 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.