Þeir þurfa ekki að harma neitt.

Það er mikill sannleikur í því sem bóndinn á Hálsi segir, ég rökstyð það með eigin reynslu, og er löngu hætt að kaupa til dæmis Hakk og nautakjöt út úr búð.

Hakkið verður ekki að neinu á pönnunni og nautakjötið er undantekningalaust ólseigt, svo ég tali ekki um bragðið, sem er ekki eðlilegt.

Ég kaupi mitt kjöt af Kjötvinnslu hér á staðnum og er allt sem þeir eru með frá bónda í heimabyggð, nema svínakjötið sem er úr Eyjafirði, næsti bær við.

Borðaði til dæmis nautagullach í gærkveldi, það rann eins og rjómi í munni mínum og bragðið var villibragð fersktog unaðslegt.

Þeir eru einnig með Pólskar pulsur og eru þær afar góðar.

Þetta er mín skoðun og veit ég um nokkuð marga sem eru þessu sammála.


mbl.is Harma ummæli um kjöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir harma bara ummælin.  Þeir harma ekki að varan sé hugsanlega svikin.  Harmur þeirra er vegna þess að fólk er að tala um þetta.  Þeir komast hugsanlega upp úr táradalnum ef þessi umræða verður þögguð strax niður. 

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 10:53

2 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Ég tek svo sannarlega undir með þér gullið mitt. En mér var sagt að ógeðslegi hamborgarinn sem ég fékk á Húsavík í sumar bæri úr kjötvinnslunni þarna á staðnum. Hann var hreinlega með ullarbragði.ojjjjj

Það eru svo víða svik í okkar þjóðfélagi, virðast aukast eftir því sem meiri menntun er stunduð. Það er búið að byggja svo mikið ofan á grunninn í öllum greinum að það hálfa væri nóg. Því miður er búið að útskrifa fullt af idútm út úr skólum sem vilja vera virtir en eru á kolrangri braut(:

Sigríður B Svavarsdóttir, 11.9.2009 kl. 10:56

3 identicon

Einnig aetti ad kanna hvort í kjúklingakjöti framleiddu á Íslandi finnist ólögleg hormónaefni.  Thad sagdi mér fyrrverandi starfsmadur vid íslenska kjúklingaframleidslu ad hormónar vaeru notadir til thess ad örva vöxt fuglana.

Vert ad athuga.

Kalli (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 11:08

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já ég var að blogga um þetta áðan. 

 Veistu ég get ekki borðað kjúkling á Íslandi það er eitthvað að bragðinu sem ég þoli ekki, finn alltaf eitthvað fiskibargð og er sjálfsagt vegna þess að þeir fóðra fiðurféð með fiskimjöli.

Ía Jóhannsdóttir, 11.9.2009 kl. 11:29

5 Smámynd: Halla Rut

Það er bara ekkert ekta lengur.

Hvar er þessi bóndi - hvar er hægt að kaupa ekta kjöt?

Halla Rut , 11.9.2009 kl. 11:36

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vonandi verður hún ekki þögguð niður Gísli, umræðan er af hinu góða.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.9.2009 kl. 13:57

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga mín það eru tvær kjötvinslur hér á staðnum, Goði og Viðbót og ég versla alltaf við Viðbót.

Þar eru allar vörur alveg frábærar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.9.2009 kl. 13:59

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kalli þú ert hér með settur í málið, en hingað til hef ég ekkert út á kjúklingakjötið að setja.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.9.2009 kl. 14:00

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Veistu Ía það er ekki sama hvaðan maður kaupir fuglinn, en ég hef fundið þetta bragð og það er frekar slæmt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.9.2009 kl. 14:02

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Halla mín, þú kaupir það hér norðan heiða, getur bara pantað hjá þeim í Viðbót á Húsavík.
Þú getur séð þá á facebokk síðunni minni svo eru þeir í símaskránni.

Svo er það Hlaðvarpinn sem um getur í fréttinni.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.9.2009 kl. 14:07

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð grein Milla mín og sönn, kveðja til þín og þinna.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.9.2009 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.