Hver á að ráða því?

Það hefur hvarflað að mér afar oft undanfarin ár, hver í raun ráði yfir þessu eða hinu. Þessi frétt með að  forstjóri gæslunnar væri eigi glaður með að fljúga með Kastljós fólk vegna ummæla þeirra um ráðningu eins manns.
Þetta hljómar afar einkennilega, er ekki Kastljós fólk að sinna sínu starfi, koma fréttum út til okkar, við gerum svo með það eins og við viljum.
Gæslan er einnig að sinna sínu og það á ekki að felast hroki í þeim gjörðum, sem þetta að mínu mati gerir.

Ríkið á bæði RUV og Gæsluna, svo það er í raun ríkið sem ræður, þó undirmenn fái vist vald og að sjálfsögðu ráða flugkapteinar yfir sínu flugi, en í þessu tilfelli, hættið nú alveg.

En það sem hefur leitt huga minn að þessum málum er einmitt hrokinn, drottnunin, eineltið, ofbeldið og öll sú mannvonska sem hefur líðst í gegnum aldirnar, og sama er hvar þú berð niður, á vinnustað, í barnaskólum, dagheimilum, vistunarstofunum og heimilum.

Er ekki bara kominn tími til að senda allt fullorðið fólk í skóla til að læra að, ala upp börn, koma fram af kurteisi við alla sama í hvaða stöðu þeir eru.
Við erum jú öll jöfn.

Tek fram að þetta er mín skoðun, ég ber mikla virðingu fyrir Gæslunni okkar og mér finnst Kastljós bara flott.


mbl.is Flýgur ekki glaður með Kastljósfólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

En það sem hefur leitt huga minn að þessum málum er einmitt hrokinn, drottnunin, eineltið, ofbeldið og öll sú mannvonska sem hefur líðst í gegnum aldirnar, og sama er hvar þú berð niður, á vinnustað, í barnaskólum, dagheimilum, vistunarstofunum og heimilum.  

Ég held þetta sé einmitt svona eins og þú segir og stafar af því hversu fá og tengd við erum, allir að reyna að vera kóngar. Oftar en ekki með leiðinlegum afleiðingum.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.9.2009 kl. 14:10

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einmitt Ásdís mín, en samt svo merkilegt með þessa annars svo ágætu þjóð að ef eitthvað bjátar á eða við þurfum að safna fyrir einhverju, stöndum við saman eins og klettur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.9.2009 kl. 17:23

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

ég held að Georg hafi ofmetnast þegar hann fékk kaskeitið og alla gullborðana. Lítur út eins og hershöfðingi eða einræðisherra frá Suður Ameríku.

Finnur Bárðarson, 12.9.2009 kl. 17:39

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sumir menn Finnur minn ofmetnast af engu, því engin er meiri þótt hann sé forstjóri með kastskeyti og gullborða, hlægilegt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.9.2009 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband