Hjartanlega til hamingju Jóhanna Helga

Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir //

Nýtt nýra - nýtt líf

„Það sem var erfiðast við aðgerðina var að þurfa að drekka þrjá lítra af vondu dönsku vatni á dag. Núna svelgi ég í mig vatn því hér er það svo gott," segir Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir glöð í bragði en hún kom heim frá Kaupmannahöfn á laugardag eftir vel heppnaða nýrnaígræðslu.

Trúi því nú vel að þér hafi fundist vatnið vont, heillin á
Íslandi er það best.

Velkomin heim og þér á eftir að farnast vel með þetta
hlýja bros, auðvitað er best að vera í sveitinni og hún
mun umvefja þig.
Gangi þér allt í haginn.


mbl.is Nýtt nýra – nýtt líf!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Mikil dugnaðar stúlka,eins og hún á kyn til.

Ragnar Gunnlaugsson, 21.9.2009 kl. 08:45

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góðan daginn frænkukrútt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2009 kl. 08:50

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til lukku með nýrun og heilsuna og allt bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2009 kl. 09:01

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragna þekkir þú þessa fallegu stúlku?
Knús knús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.9.2009 kl. 09:32

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan allan Jenný mín, krútta sjálf.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.9.2009 kl. 09:33

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú tekur þátt Ásthildur mín, að vanda

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.9.2009 kl. 09:34

7 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Já Guðrún. Jóhanna er sveitungi minn,foreldrar hennar búa á L.Ásgeirsá í Víðidal og eru Húnvetningar í húð og hár,miklir dugnaðar forkar.Jóhanna hefur tekið veikindum sínum með brosi á vör það hefur ábyggilega hjálpað henni mikið.

Ragnar Gunnlaugsson, 21.9.2009 kl. 10:20

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sæll Ragnar sá strax að þessi stúlka var með gleðina í hjarta sér.
Býrð þú fyrir norðan Ragnar? Ég hef miklar taugar til dalsins, var nú á hverju sumri í gamla veiðihúsinu við Víðidalsánna, þeir voru með hana á leigu karlarnir í minni fjölskyldu ásamt öðrum svo býr bróðir minn við Vesturhópsvatnið, svo við komum oft við er við förum suður.
Kveðjur til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.9.2009 kl. 14:53

9 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Sæl Guðrún Emilía.Já ég er fæddur á Bakka í Víðidal og bjó þar til 1999,þá fluttum við á Hvammstanga en dóttir og tengdasonur tóku við búskapnum.    Hef verið mikið að stússa við Víðidalsá nú síðustu árin sem starfsmaður veiðifélagsins og lítilsháttar fyrir leigutaka. Varst þú þegar Akranesingarnir voru leigutakar.? Man eftir Árna í Belgjagerðinni Berg Arinbjörnssyni, Einari Helgasyni og mörgum fleirum.

Ragnar Gunnlaugsson, 21.9.2009 kl. 16:45

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það var einmitt hópurinn og ég er dóttir Guðna Jónssonar heitins, Árni var föðurbróðir minn og ég var bara lítil snót í þá daga , en man samt vel eftir því hvað var gaman að búaleikast.

Veistu hver Jón bróðir minn er, en þau búa þarna allt árið.

Kveðja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.9.2009 kl. 16:51

11 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Jón og Svafa ég kannast vel við þau.

Ragnar Gunnlaugsson, 22.9.2009 kl. 09:11

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vonandi bara af góðu, sko eða þannig.
Kveðja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.9.2009 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband