Fyrir svefnin

Haustið hefur slæm áhrif á mig, þá byrja lægðirnar að lauma sér inn í stoðkerfið mitt og síþreytan verður frekar leiðinleg, en best er að taka því með jafnaðargeði, slappa af við góða vinnu eða lestur góðra bóka og að sjálfsögðu legg ég mig, en þó reglulega, annars dettur maður niður í ringulreiðina.
Svo er gott að hugleiða á að maður finni ekkert til, það hjálpar.
.
Helgin hjá mér var bara tekin í rólegheitum, eins dagurinn í gær fór ekki út úr húsi alla daganna, í morgun fór ég í þjálfun, heim í kaffisopa og svo upp í rúm til 12, borðuðum þá fisk

Ingimar kom með litla ljósið, amma varð voða hissa og sagði, hva ert þú ekki á leikskólanum, nei mér var svo illt í maganum vildi bara lúlla heima með mömmu minni, hún hringdi bara í konuna sem vinnur með henni og þær skiptu, mamma mætti bara eftir matinn. Já er það, litlu síðar sagði hún, við pabbi erum að fara í sund, nú ert þú ekki lasin, nei ég var bara að þykjast að ég væri veik, sko ef hún er ekki lítil skáldkona þá veit ég ekki hvað. Auðvitað fóru þau ekki í sund, enda snjóaði hér í dag.

                       Þú og þögnin

Þú og þögnin
--þið eigið ljóðin mín.
Eg get ekki í orðum
ort í kveld til þín.
Eg vaki yfir eldi
--eldi, sem brennir mig
Eg vaki yfir óði
--óði sem dreymir þig.

-- --
Blástjarnan brosir
björt inn um gluggann minn.
Og eg horfi hljóður
með hönd undir kinn.
Hún minnir á meira,
en má eg þér segja frá,
--á fegurð--og fjarlægð
--og fjötraða þrá.

Rökkrið rauða
reifar nú drauminn minn.
Og eg horfi í húmið
með hönd undir kinn.
En eg get ekki í orðum
ort í kveld til þín.
Þú og þögnin
--þið eigið ljóðin mín.


                          Magnús Ásgeirsson


Góða nótt
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Láttu þér líða vel Milla mín og þessi stutta er nú bara bíó.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.9.2009 kl. 20:27

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já þær eru örugglega ekki ólíkar Jenný þín og Aþena mín, þær vita alveg hvað þær vilja. Yndislegar, vonandi getum við leift þessum börnum að hittast.
Já elskan ég er að læra það að ef ég ætla ekki að enda í hjólastólnum þá verð ég að fara vel með mig.

Knúsí knús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.9.2009 kl. 21:08

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Góða nótt Milla mín, og farðu vel með þig.  Takk fyrir stuðninginn.

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.9.2009 kl. 23:06

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mín er ánægjan og ég meina það sem ég segi, ég er ekki bara vinur í orðum, einnig í gjörðum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.9.2009 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband