Hvað eru leiðindi?
30.9.2009 | 20:46
Jú leiðindi er það sem fólk býr til, mál sem koma upp og gerð eru af leiðindum, annað hvort á milli fólks, flokka, en alltaf af mannavöldum. Að láta sér leiðast eða að finnast eitthvað leiðinlegt er allt annað mál, tel ég það vera þroskaleysi ef fólki leiðist, manni á ekki að leiðast eitt eða neitt.
Sko ef mér leiðist eitthvað sem er í sjónvarpi eða fréttum þá fer ég bara eitthvað annað og loka mig af í tölvunni eða í skemmtilegu símtali við fólk sem hugsar líkt og ég.
Guð vitið þið að mér er búið að leiðast að horfa á sjónvarp í heilt ár eða meira, er ég orðin húmorslaus eða hvað er að gerast, nei trúi því ekki því ég get hlegið af barnamyndum og gríni með börnunum, enda ætíð fundist barnaefnið skemmtilegasta efnið hver á líka að dæma, hvað er fyrir börn og hvað fyrir fullorðna?
Núna sit ég til dæmis í tölvunni og dreifi yfir ykkur hugleiðingum mínum um leiðindi og að láta sér leiðast, sem er náttúrlega tvennt ólíkt og allir eru sammála um það, eða er það ekki?
Perlan
Hún lá í sænum
í sinni skel
uns leit hana einhver,
sem leitaði vel.En nú hún tindrar
Og nú ær engin dáð hana
sem tár á hvarm
við fegurstu meyjunnar
mjallhvíta barm.
nógu vel.
En -- samt var hún meinsemd
í sinni skel.
Magnús Ásgeirsson.
Athugasemdir
Þú ert aldrei leiðinleg
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 30.9.2009 kl. 21:48
Ekki þú heldur elskan, og það er vegna þess að okkur leiðist aldrei
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.10.2009 kl. 07:25
Hvað ég er sammála þér MIlla mín.Ef að eitthvað er leiðinlegt í fjölmiðlum þá bara hætti ég að lesa,horfa eða hlusta og geri bara eitthvað annað í stað þess að pirra mig yfir því.Kveðja.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 07:59
Ásdís Sigurðardóttir, 1.10.2009 kl. 11:56
Kveðja til þín Ragna mín
Ásdis mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.10.2009 kl. 16:27
Jamm gott að eiga valið.
Ía Jóhannsdóttir, 1.10.2009 kl. 16:30
Já Ia mín og kunna að nota það.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.10.2009 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.