Vonleysi

Vonleysi er hræðilegt orð og afar erfitt er fólk lendir í þeirri stöðu að verða vonlaust og gefast hreinlega upp, en áður en það gerist er mikið vatn runnið til sjávar. Hvenær byrjar grunnurinn af því að verða vonlaus, hann getur byrjað á ungaaldri, ég er nú svo oft búin að tala um þetta að þeir sem eru búnir að fá leið á því, bara lesa ekki, alveg eins og með allt annað ef þér leiðist það þá bara tekur þú ekki þátt, lokar augum og eyrum og þykist ekki vita neitt.

Eins og margir eru búnir að komast að þá trúi ég á kærleika og allt sem í honum felst, ég er friðarsinni og reyni alltaf að miðla málum, sko þar sem ég má, en ekki skuluð þið halda að það geti ekki gosið úr sporðdrekanum "Mér" Ó jú og það svo að fólk fer að skjálfa, samt afar sjaldgæft. Þær bækur sem ég er að lesa núna eru mannbætandi, ekki að ég hafi eigi vitað margt af þessu, en samt er það svo að maður þarf að minna sig á og hætta að vera í meðvirkni með sjálfum sér, viðurkenna bresti sína og framkvæma.

Þú getur verið allt þitt líf að áætla það sem þú ætlar að gera, en ef þú framkvæmir ekki þá gerist ekki neitt. Eins og ég eitt sumar fyrir margt löngu, var á heimleið úr sveitinni sá mann úti á túni í heyskap, Æ,Æ,Æ hafði ekki komið því við að heimsækja hann, geri það næsta sumar, en þá var maðurinn dáinn.

Kona sagði um daginn að hún væri lokksins búin að læra að meðvirkni leysti engan vanda, og það er rétt, meðvirkni viðheldur vandanum.

Það sem ég er búin að gera er að viðurkenna að mér er um megn að stjórna eigin lífi á vissum sviðum, tala meira um það seinna.

Auðvitað er ástæða fyrir öllu því sem maður lætur niður á blað, og svo er einnig nú. Fólk er svo hrikalega lokað í sínu eigin sjálfi að það sér ekki neitt annað, það hlustar og samþykkir, finnst þetta og hitt voða leiðinlegt, en er svo búið að gleyma því um leið, það er að  segja er það er búið að smjatta á því um stund. Ég er ekki að tala um neinn sérstakan mér bara finnst að fólk þurfi að vakna upp og skilja að við þurfum öll að taka þátt og styðja við hvort annað, því engin skal voga sér að segja: ,,Ég þarf enga hjálp, engin vandamál hjá mér."

Þó ég fari nú aldrei í kirkju þá trúi ég því að með hjálp æðri máttar takist okkur að snúa þessu við.
Verum ekki feimin við að leitast eftir hjálpinni, það er engin skömm að vera fíkill, ég er matarfíkill.

Mikið var gott að skrifa þetta
takk fyrir mig.
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Milla.

Þetta er góð hugleiðing inn í daginn.

Njóttu dagsins með öllum þínum nánustu.

Kærleikskveðja á þig og alla þína.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 09:58

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Njóttu hans sömuleiðis Þórarinn minn
Kveðja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.10.2009 kl. 10:36

3 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Góðan daginn Milla mín.

Ég er kom á bloggið aftur.

          Knúss.Vallý

Valdís Skúladóttir, 11.10.2009 kl. 10:49

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 11.10.2009 kl. 13:57

5 identicon

Það hafa allir sínir vandamál að fást við en þau eru sennilega æði misjöfn hjá hverjum og einum. Við þurfum öl stuðning og heyrt hef ég um að þeir sem ekki fá klapp á bakið annað slagið og knús og kossa herpist saman eins og gamalt visnandi tré. 

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 19:21

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er svo rétt hjá þér Jónína mín, en aðallega finnst mér stuðningurinn bestur, það er ef fólk meina hann, allt þarf að koma frá hjartanu. Þú skilur hvað ég er að meina.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.10.2009 kl. 19:36

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 11.10.2009 kl. 21:07

8 Smámynd: Anna Guðný

Anna Guðný , 12.10.2009 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.