Hélt að um skrípamynd væri að ræða

Einn daginn í vikunni hélt ég að ég væri komin inn í skrípa mynd af lélegustu gerð, svei mér þá, vaknaði við síman, beit hausinn að einhverjum aumingjans ritara sem átti sér einskis ills von, var bara að gefa mér tíma hjá sérfræðing, en tíminn var pantaður í janúar á þessu ári hvað með það þó ég hafi verið búin að gleyma þessu þá átti ég ekki að vera svona neikvæð. Nú þegar ég var komin á fætur umræddan morgun hringdi ég í ritarann og baðst afsökunar á neikvæðni minni og dónaskap, en henni fannst þetta allt í lagi og ég fékk tímann, sem veitir nú sjálfsagt ekki af þar sem ég er komin með hækjuna aftur, ekki ætla ég að vera með  hana í vetur það er á tæru.

Dagurinn hélt reyndar áfram að vera eitt skrípaleikrit, ég sagði mína meiningu í bankanum hans Gísla sem var reyndar einnig minn banki þar til ég skipti yfir í annan fyrir 3 árum, en hélt samt reikningnum opnum og notaði stundum, en eftir bráðum 67 ára viðskipti við þennan banka lét ég loka depit kortinu mínu þar þennan dag og klippti mitt og henti því í ruslið, ég fékk nefnilega mína fyrstu bankabók er ég fæddist og það er að koma að því að ég verði 67 ára, en skítt og lagó þetta er hvort sem er ekki banki eins og hann var hér áður.

Nú ég hélt áfram að tala við þá sem þurfti að tala við um allt milli himins og jarðar, en fékk sömu svörin og alltaf svo ég verð að gera eitthvað róttækt í þeim málum, segi ykkur frá því síðar.
Er alveg komin út úr skrípamyndinni allavega í bili, en eitt er það sem ég þoli ekki og það er óheiðarleiki og það sé ekki staðið við sagðan hlut.

Að öðru skemmtilegra, þær komu frá Laugum í dag, englarnir mínir þurftu að versla, Dóra keypti í matinn og bauð öllum til hamborgaraveislu, allir hjálpuðust að við að hafa til grænmeti, steikja, hita og leggja á borð þetta var æðislega gaman að vanda.

Gísli ók þeim svo heim og er nýkominn tilbaka, en áður en hann fór var hann búin að setja í vélina og ganga frá öllu svo ég færi nú ekki að vesenast neitt eins og ég er víst vön að gera, sko að hans mati.

Ég er búin að ákveða kvöldmatinn á morgun það verður silungur úr Westmannsvatni þurrkryddaður með íslensu kryddi, grænmeti og kartöflur allt úr heimabyggð.

Góðar stundir
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Milla mín sumir dagar eru bara svona sendi þér knús og vona að þú getir sleppt hækjunni sem allra fyrst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2009 kl. 08:56

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góðan dag Milla mín..þó þú hafir einstakt lag á að gera gott úr hlutum þá er víst enginn fullkominn..Knús á ykkur Húsvíkinga!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.10.2009 kl. 09:03

3 identicon

Það hefur bara verið sveifla á minni þegar hún klippti kortin, það hefur logað vel hjá sporðdrekanum þá.  Þú ferð nú ekkert að druslast með þessa hækju þér við hlið í vetur.

 

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 10:03

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku Ásthildur mín, veit að þú kannast við þetta allt og ég má bara skammast mín að vera að kvarta undan svona smámálum, ég sem á svo gott og góða að.

Það átt þú líka ljúfust mín og eins og ég sagði þá verður dagurinn í dag betri en í gær.

Kærleik til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.10.2009 kl. 10:05

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

ÆI Silla mín gott að fá svona frá þér, þú þekkir mig svo vel og að sjálfsögðu þó við getum gert gott úr öllum hlutum fyrir aðra þá gengur það stundum illa að sættast við okkar eigið sjálf.

Kærleik í Heiðarbæinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.10.2009 kl. 10:08

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sérðu það ekki í anda Jónína mín, jú það rauk svo að reykja hefði mátt jólakjötið og hefði það komið vel út.

Nei hækjuna ætla ég ekki að ílengjast með, af og frá það er svo mikið að gerast hjá mér núna að ég hef engan tíma fyrir svoleiðis fylgifiska.

Kærleik og knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.10.2009 kl. 10:12

7 identicon

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 13:06

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 15.10.2009 kl. 14:10

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur nú er ég að passa litla ljósið, reyndar er hún að hvíla sig yfir Línu Langsokk, Ljósálfurinn verður sótt klukkan þrjú síðan fer hún í hestana klukkan fimm svo það er nóg að gera hjá ömmu og afa að vanda, ekki veit ég hvernig ég færi að ef ég hefði ekki þessa engla alla í kringum mig.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.10.2009 kl. 14:40

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur.....:O))

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.10.2009 kl. 16:13

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis Linda mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.10.2009 kl. 16:20

12 identicon

Mikið held að hafi nú rokið úr minni, gastu ekki tekið svona góða hægrihandarsveiflu með annari hækjunni kona.

Eitt sinn þegar að mín tvö voru að slást hér upp á líf og dauða, blóðið flæddi yfir þröskuldinn, yfir bílaplanið og út í bæ, hárlokkarnir fuku, frændi minn hélt að þetta væri af hrossunum og setti þau inn hið snarasta og kallaði á dýralækni, orðaforðinn eftir því sá stutti grét dauðhræddur og ég með tvær hækjur sá ekki annað til ráða en að skutla annari hækjunni.

Milla mín næst þegar að þú þarft í bankann skutlaðu annari hækjunni og vittu til, gólfið verður bónað undir fótum þér !!! 

Í Guðs friði.

egvania (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 21:23

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku dúllan mín, það er erfitt að skutla hækjunni alla leið til Ísafjarðar, veistu  að ég læt ekki bjóða mér hvorki dónaskap á mig eða Gísla minn.
Mun leysa þetta, segi þér frá því síðar.

Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.10.2009 kl. 09:10

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2009 kl. 09:19

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Bestu kveðjur í  kúlu  Ásthildur mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.10.2009 kl. 13:59

16 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Sendi knúss í knúss

 Vallý

Valdís Skúladóttir, 16.10.2009 kl. 21:05

17 identicon

Satt er það kæra vinkona, okkur er margt til lista lagt með hækjurnar sem gott er að nota fyrir okkur sjálfar en ekki til Ísafjarðar ónei, svo kraftmiklar erum við ekki.

Hlakka til að fá söguna

kveðja til ykkar frá okkur á Tröllaskaganum.

egvania (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.