Dagur að kveldi kominn
17.10.2009 | 21:26
Í morgun vaknaði ég um sjö leitið eftir góðan nætursvefn, ég fann á hitastiginu í húsinu að ekki var kuldanum fyrir að fara utanhúss, eins og ævilega byrjaði ég eftir smá wc-ferð að fá mér morgunmat, hjartalyfin og svo var haldið inn í tölvuver gerist varla nokkurn tímann, datt inn í hitt og þetta fór síðan í sjæningu, talaði við Vallý vinkonu mína og er eg var búin að ljúka þessu öllu var kominn tími á hádegismat sem var súpa og brauð afgangur síðan í gær. Milla hringdi og bauð okkur í kvöldmat, hún ætlaði að hafa læri.
Datt í hug að fara í verkefnið sem ég er búin að plana að gera í vetur ásamt Millu minni, það er að búa til fjölskyldualbúm, en nokkrar góðar myndir eru til frá mömmu, svo ég byrjaði að skanna inn, síðan tekur Milla þær og lagar þær til, kannski verður fyrsta albúmið til fyrir jól, en ég lofa engu.
Veit ekkert notalegra en að vera að dútla eitthvað í veðri eins og þessu, úrhellis-rigning og rokið ágerðist með deginum, maður hefur bara kveikt á kertum og öllum rómóljósum.
Fórum síðan í mat og var hann yndislegur, mátulega steikt læri með öllu tilheyrandi, ég borðaði bara mátulega svo núna líður mér afar vel ætla að fara snemma að sofa, halda svo áfram á morgun að skanna inn myndir.
Hér kemur fjölskyldumynd, tekin er bræður mínir Gilsi og Nonni
voru fermdir. allar myndir verða skírar og fínar er Milla verður búin
að meðhöndla þær.
Þetta eru þau Þorgils afi og Ágústína amma, tekið er þau áttu
silfurbrúðkaupsafmæli.
Og þarna eru Jón afi og Jórunn amma, einnig tekið er þau áttu
silfurbrúðkaupsafmæli. Ég elska þessar myndir.
Góða nótt kæru vinir
Athugasemdir
Já flottar Milla. Þau hafa örugglega talist til heldra fólks á þessum tíma :o)
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 17.10.2009 kl. 21:48
Já flottar myndir
Ég er búinn að gera á feisinu afkomenda hóp foreldra mína og ég er
að skanna inn myndir á fullu svo gaman að gera þetta.
Góða nótt Milla mín
Valdís Skúladóttir, 18.10.2009 kl. 00:33
Silla já og mundu gera það í dag einnig, reglufólk í hvívetna átti ætíð fyrir því sem það keypti og lét gott af sér leiða, en ekki er það nú aðalatriðið, heldur það að þau voru góðar manneskjur.
Kveðja í Heiðarbæinn
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.10.2009 kl. 08:19
Já það er mjög gaman að gera þetta, í mínum skanna er ekki nógu fullkominn fínesering á myndunum svo Milla mín ætlar að taka þær úr minni tölvu og fínisera þær síðan fara þær inn á albúm sem verður alveg spes fyrir fjölskylduna.

Ætla að fara inn og skoða myndirnar þínar
Knús knús í daginn
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.10.2009 kl. 08:24
Góðan dag Milla og Gísli.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 18.10.2009 kl. 09:08
Silla mín ég er löngu vöknuð en Gísli, jú hann er búin að fara í sturtu og svo er það hafragrauturinn með berjum út í.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.10.2009 kl. 10:07
Nammi..
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 18.10.2009 kl. 10:15
Milla hann Fúsi er svo líkur pabba þínum..Var að kíkja betur á fjölskyldumyndirnar!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 18.10.2009 kl. 10:17
Já elskan ef þú kemur í heimsókn getur þú fengið svona gómsætan morgunmat, Gísli tíndi mörg kíló af krækjuberjum og setti í frost og þau eru æði.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.10.2009 kl. 10:17
Dásamlegar myndir
Ásdís Sigurðardóttir, 18.10.2009 kl. 15:40
Elskan takk, Fúsi er sagður af mörgum líkur mér, en ég er bæði lík pabba og móðurömmu minni.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.10.2009 kl. 18:53
Gaman að þessum gömlu myndum Ásdís mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.10.2009 kl. 18:54
Það verður gaman hjá ykkur Millu í myndadútlinu, þetta verður eins og handavinna. Það er gaman að laga og bæta myndir þegar maður kann það og hún er örugglega góð með Photoshopið. Flottar þessar gömlu myndir.
knúsí knús.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 20:39
Gaman að svona gömlum myndum! .. Hafðu það gott, mín var að koma heim frá Danmörku.
Jóhanna Magnúsdóttir, 18.10.2009 kl. 23:21
Já hún er góð snúllan mín í þessu, enda með mikin áhuga og vann við þetta í mörg ár.
Knús knús
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.10.2009 kl. 07:48
Datt í hug að þú værir erlendis Jóhanna mín, það hefur nú verið gaman.
Já þessar gömlu myndir þær eru flottar og ég á myndir síðan fyrir þar síðustu aldamót, en þær verða teknar síðast, engin þekkir fólkið á þeim myndum í dag.
Knús knús
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.10.2009 kl. 07:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.