Það má kalla það dugnað.
29.10.2009 | 18:48
Að við gamla settið séum á fullu, svona bara eins og við getum, að þrífa fyrir jólin, búið að þvo allar gardínur, glugga, pússa og sjæna, eigum reyndar eftir stofu og eldhúsglugga að innan, en allt búið að utan, og bíllinn var meira að segja tekin í leiðinni, maður veit aldrei hvenær kemur frost og við ekki með bílskúr.
Þá er næst á dagskrá að þvo allt jólatau, svo sem dúka, handklæði og annað smádót, svo strýkur maður allt heila dótið, svo tilbúið sé er maður fer að punta, en það verður fljótlega, ætla að eiga löng jól í ár, en í alvöru þá geri ég ekki mikið meira en þetta fyrir jólin nema, Gísli minn á eftir að taka rúm og gólf oft áður en jólin birtast.
Nú í morgun fórum við á Eyrina, ég átti að fara í verkjasprautur með bakið til að athuga hvort sterasprautur mundu virka á mig, kann nú ekki einu sinni að útskíra þetta, áður en ég fór uppeftir skelltum við okkur í morgunmat á Bakaríið við brúnna, það klikkar ekki kaffið þar.
Sprauturnar gengu vel það sem bjargaði því sem bjargað varð, athugið af geðheilsu minni, mun vera lækninum að þakka því hann er bara frábær hann Bjarki bæklunarlæknir, spjallar við mann allan tímann. Hann sagði mér að fara í kaupfélagið (Glerártorg) til að vita hvort ég gæti það með góðu móti eftir sprauturnar, jú það gekk sæmilega. Þurfti svo að komast í hjartahlýju hringdi því í Ernu vinkonu mína á Eyrinni, hún var heima og við í kaffi þangað, Bjössi var heima, fengum ekta kaffisopa og spjall og það sem mig vantaði hjartagæðin.
Á morgun ætlar Gísli minn að fara yfir gólfin og þá er hægt að dunda sér í einhverju dúlleríi um helgina, ef maður vil ekki bara slappa af.
Kærleik á línuna
Milla
Athugasemdir
Svo sannarlega Milla mín. Þetta er dugnaður..Knús til ykkar á Húsavíkinni.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.10.2009 kl. 18:49
Sömuleiðis Silla mín, já við erum bara dugleg gamla settið.
Knús í hús
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.10.2009 kl. 20:06
Gott að gekk vel með sprautuna.
Vonandi verður laus við hel hækjuna
Ég tók hér hjá mér og bónaði.
Ég er ekkert farin að pæla í jólum allt í bið hjá
okkur Pétri mínum ENÞÁ .
Vitum um hvaða land geyslanir eru gerir
Vitum ekkert meira.
Knúss Vallý
Valdís Skúladóttir, 29.10.2009 kl. 21:15
Það er bara ekkert annað það er bara komið jólastuð hjá þér. Gott að þér gekk vel í sprautunum.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 21:25
Gott að ferðin gekk vel Milla mín. Það hefði verið gaman að sjá þig aftur en ég var upptekin. Það gekk líka allt upp hjá mér. Farðu nú vel með þig kona.. jólin eru ekki komin....Góða nótt ljúfust mín.
Sigríður B Svavarsdóttir, 29.10.2009 kl. 23:31
Góðan daginn elsku Milla mín og takk fyrir síðast. Ég vona að sprauturnar séu að gera þér gott og að þú hafir getað sofið vel. Mundu nú að fara ekki of geyst í jólaundirbúningnum, annars heyrist mér að þið séuð að verða búin að sem flestu fyrir þessi jól, þannig að þið getið farið að hafa það rólegt. Eigðu góðan og rólegan dag í kærleik og ljósi Milla mín og takk fyrir falleg orð
Erna, 30.10.2009 kl. 09:48
Vallý mín skil vel þetta með biðina enda liggur ekkert á með jólin og þó að ég sé búin með nokkuð, þá finn ég mér eitthvað til ef ég þekki mig rétt.
Hringi í þig fljótlega.
Kærleik til ykkar
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.10.2009 kl. 11:05
Jónína mín nú eru aðalsprauturnar eftir, og þó þær verði kannski ekki verri þá verð ég alltaf veik er ég hef fengið sterasprautur, hann Bjarki segir að það sé til þess vinnandi, ef ég fæ þær þá verður það eftir svona hálfan mánuð.
Knús og kærleik
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.10.2009 kl. 11:07
Sigga mín ég vissi að þú varst upptekin og ég fór heim til Ernu minnar og fékk þar hlýjuna sem mig vantaði, var svolítið aum
Kærleik til þín kæra vinkona
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.10.2009 kl. 11:09
Takk sömuleiðis Erna mín, hvert það orð sem ég segi um þig er sannleikur þú gefur manni svo mikið og það er svo yndislegur andi hjá þér ljúfust mín.
Þetta gekk bara vel á meðan sprauturnar virkuðu, en eftir það fékk ég bölvanlega verki og svaf illa í nótt, en vonandi gera sterasprauturnar gagan er ég fæ þær.
Kærleik til ykkar Bjössa og takk fyrir migþað er eitt hjarta fyrir Tinnu
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.10.2009 kl. 11:14
Risaknús
Heiða Þórðar, 30.10.2009 kl. 11:24
Knús og aftur knús á þig Heiða mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.10.2009 kl. 16:22
Knús til þín
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 31.10.2009 kl. 02:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.