Að mínu mati glæpur,

Er engin væntumþiggja til þessara barna frá foreldrum, það getur ekki verið. foreldrarnir eru í sinni egóisku græðgi að nota nöfn barnanna sinna til að búa til peninga, og tekin voru lán til að fjármagna stofnfjárkaupin, hef ekki heyrt neitt svona siðlaust sem þetta.

Átti þetta að vera til að góður stofn væri til fyrir börnin er þau eldri yrðu, tel eigi vera svo. þegar ég var skýrð fékk ég mína fyrstu bankabók í Landsbanka Íslands, það átti að vera stofn fyrir mig, en ekki varð nú mikið úr þeim peningum, en það er nú allt önnur Ella.

Spyr sjálfan mig, hvernig uppeldi þessi og mörg önnur börn fá, hér á landi, þau eru alin upp í því að allt sé þeim falt og þau megi og geti allt, þeim er ekki kennt siðferði á neinn handa máta, og þetta er miður.

Hvernig verður sú kynslóð sem er að vaxa úr grasi? Gæti lýst því á marga vegu, en læt öðrum það eftir, að lesa í það.


mbl.is Arður barnanna fór upp í lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála

Hólmdís Hjartardóttir, 4.11.2009 kl. 12:30

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst nú reyndar ekki líklegt að þetta hafi neitt með væntumþykju að gera, fólkið var að nota nöfn barna sinna, geri ég ráð fyrir, til að geta keypt fleiri hluti í félaginu og hafa sjálfsagt sjálf ætlað að hirða arðinn.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.11.2009 kl. 13:08

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott að heyra Hólmdís

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.11.2009 kl. 15:31

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta snertir væntumþyggjuna, en trúlega er fólk svo siðlaust að það fattar það ekki.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.11.2009 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband