Kynhegðun, samvinna eða einræði ll
19.11.2009 | 08:50
Datt í hugleiðslu í gærkveldi, ekki kemur nú allt í einu er maður stundar svona útmokstur eins og ég, veit ég vel að allt lífið tekur það að muna allt sem ég hef upplifað, en ég mun taka þetta núna eins og ég get og svo eigi að tala um það oftar nema að eitthvað komi það til sem þarfnast umræðu.
Auðvitað er kynlífið ekki fullkomið, alltaf, enda er það allt í lagi, það sem er mest um vert er að geta talað saman um það, stundum er yndislegt að kúra og kela við hvort annað og það má enda á þann veg sem hugur stendur til, en ekki fékk ég svoleiðis stundir X fannst það alveg óþarfi, nema í samförum og ekki einu sinni þá. Ég mátti ekki setjast og hjúfra mig, þá kom frá X getur þú ekki sest í hinn stólinn, eða færðu þig ég er að horfa á ??? Ef ég hefði verið með tillann þá hefði hann lekið niður og skroppið í vörtu.
Þvílík sjálfselska, kannski kunni hann bara ekki betur, ó jú allir kunna að vera hlýir, en X var ekki þannig, ekki mátti strjúka hann eða snerta og hann gerði það heldur ekki við mig. Sko það má líkja samförum X við hundalíf, hoppa, títa búið.
Bara að fólk geti talað saman þá er hægt að laga svo margt, en þá þarf fólk að vera ófeimið við að ræða kynlífið, þetta sem getur verið svo yndislegt í lífi fólks á ekki að vera feimnismál, það á að vera hægt að segja, ástin ég fékk ekki fullnægingu, þá mundi sá taka utan um sína konu og koma svo um leið og hann væri tilbúinn,þar kemur inn heiðarleikinn, í einu og öllu verður maður að vera heiðarlegur, ég var það ekki taldi þetta koma með tímanum, en með tímanum var ég því fegnust er hörmungin var afstaðin, sagði bara er X spurði, þetta var æði. Maður var orðin snilli í lygum.
Einu sinni sagði ég við hann að hann fullnægði mér aldrei, þá átti sko að ganga endanlega frá mér
ég var ógeð að segja þetta, ÆÆÆ Xið sem var svo fullkomið, litli strákurinn.
Jæja nú kom grátur og það yfir atviki sem ég taldi mig vera búna að hreinsa út, en nei ekki aldeilis, vona að það gerist núna. hef sagt þessa áður að mig minnir, svo geri langa sögu stutta. Vorum á regin-fjöllum í góðra vina hóp, um miðjan dag veiktist ég, hafði örugglega misboðið líkama mínum, sko með víni og mat, við vorum í tjaldi, X lá yfir mér mestalla nóttina með logandi sígarettum og sagði síendurtekið, á ég að brenna þig, ég þorði mig ekki að hreifa, undir morgun tók hann mig nauðuga, sofnaði síðan, vært og sætt, hann var jú búin að fá sínum kvalalosta fullnægt.
Svo var X ekkert nema kætin alla leiðina heim þann dag.
Hef stundum orðið vör við að er ég er að skrifa svona útmok, fer það í pirrurnar á sumu fólki, ætla bara að biðja það fólk að vera heiðarlegt gagnvart sjálfum sér og spyrja af hverju verð ég pirruð?
Athuga skal að mannvonska er aldrei líðandi og maður á aldrei að vera meðvirkur henni þó manni sé hótað. Það er hægt að fá svo mikla hjálp í dag til að koma sér út úr svona samböndum og konur og menn notið ykkur hjálpina, þið eruð meira fólk fyrir vikið.
Kærleik til ykkar
Milla
Athugasemdir
Úff Milla mín. Gott að þú getur skrifað þig frá þessu. Sendi þér hlýjar kveðjur norður.
Ía Jóhannsdóttir, 19.11.2009 kl. 10:05
Elsku stelpan mín mikið hefur gengið á hjá þér, og margt hefur þú þurft að þola. Ég er líka viss um að hispursleysi þitt og frásögn getur hjálpar fólki sem er í sömu sporum og þú varst. og mikið er gott að þú komst að mestu heil út úr þessu og getur elskað og notið kynlífs þrátt fyrir þessa hræðilegu lífsreynslu. En það ætti að gefa fleirum von og þú ert einmitt að varða þann veg. Hugheilar kveðjur sendi ég þér ljúfan mín. Mundu líka að tárin eru góð með þeim flæðir út það sem þarf að fara. Þau eru heilandi í sjálfu sér. Knús á þig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2009 kl. 11:37
Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2009 kl. 12:20
Kærleik til ykkar og takk elskurnar, ég er bara í góðum málum er ég er búin að tæra þetta út.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.11.2009 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.