Er ég var 11 ára, jólaminning
27.11.2009 | 19:56
Ţegar ég var 11 ára bjuggum viđ á Laufásveginum, ţar leigđu pabbi og mamma íbúđ í bakhúsi. Eins og alltaf ţar sem mamma lagđi hönd á plóg, var bćđi fínt og notalegt, ćvilega hafragrautur međ slátri á morgnanna og svo fékk mađur nýbakađ brauđ eđa grautarklatta er mađur kom heim úr skólanum.
Ţessi ár gekk ekki of vel hjá pabba, svo eigi voru peningarnir miklir, en man samt ekki eftir ađ okkur hafi skort neitt. Í dag finnst mér ţađ skrítiđ ađ ćtíđ var hugađ ađ veislum er viđ átti.
Ég gekk í Miđbćjarskólann ţennan vetur, sem betur fer aldrei aftur, fittađi ekki vel inn ţar, en man svo sem ekki eftir neinu stórvćgilegu, nema í tvígang kom stjúpamma mín út til ađ skamma strákanna sem voru ađ stríđa mér, í dag vćri ţetta kallađ einelti. Afi og stjúpamma bjuggu beint á móti skólanum.
Jólin nálguđust og mamma ađ vanda á fullu ađ gera jólin vel úr garđi, allt gekk sinn vanagang međ jólabođum og tilheyrandi skemmtilegheitum.
Síđan kom Gamlárskvöld, en er ég var lítil minnist ég ţessa kvölds međ gleđi, ţađ var líka alltaf gaman, sko ađ mér fannst. Ţarna uppgötvađi ég hvađ víniđ gat skemmt fyrir í svona bođum, mamma á nefnilega afmćli á síđasta degi ársins og ţađ get ég sagt ykkur ađ var sparađ til veisluhaldanna ţó eigi vćru til miklir peningar. Flestir voru orđnir blindfullir leiđindakarlar, um 12 var fariđ út og kveikt á rakettum međ vindlunum sínum gerđu ţeir ţađ og í eitt skiptiđ munađi engu ađ pabbi fćri bara til tunglsins eđa svo upplifđi ég ţetta ţá, eftir ţetta kvöld hef ég aldrei ţolađ miđnćtti á gamlárskvöld, helst mundi ég vilja skríđa undir rúm ásamt hundinum, sem er jafnhrćddur og ég.
Ţarna er ég 11 ára, myndin er tekin heima hjá ömmu og afa í
Nökkvavoginum.
Kjóllinn minn er úr tafti, og brćđur mínir eru í skipsstjórafötum
ćđislega sćtir krúttin mín.
Gaman ađ segja frá ţví ađ stólarnir sem mamma og pabbi sitja í
voru alltaf sitt hvoru megin viđ borđiđ sem er á bak viđ stólinn sem
mamma situr í, og er mađur kom í heimsókn til ömmu ţegar mađur
var orđin fullorđin var ćvilega drukkiđ kaffi viđ ţetta borđ settumst
viđ amma í sitt hvorn stólinn, drukkum kaffi og konfekt og ađ sjálfsögđu
reyktum viđ nokkrar sígarettur á međan viđ spjölluđum, ég elskađi
ţessar stundir.
Kćrleik til ykkar
Milla
Athugasemdir
Takk fyrir mig í dag og kćr kveđja norđur.
Ásdís Sigurđardóttir, 28.11.2009 kl. 13:31
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.