Smá klausa

Jæja elskurnar þá er desember runninn upp með allri sinni ljósadýrð, sem ég elska, ljósið er mér afar kært. það getur aldrei gert neitt nema gott, en við þurfum náttúrlega að sjá það, sumir sjá það ekki fyrir innra svartnætti, sem er eitt af því versta sem fólk hefur.

Svartnættið getur komið af svo mörgu að eigi er hægt að telja það allt upp hér, ekki er heldur fyrir mig eða ykkur að lækna það, en við getum verið til staðar ef á þarf að halda, ef einhver spyr eða kannski við getum bara spurt sjálf svo ef því er illa tekið þá verður bara að hafa það, maður er jú ekki fullkomin.

Hef svo sem lent í því að fólk misskilur og hreytir í mann, það sama hefur komið fyrir mig, ég skoðaði það, og er það yfirleitt vegna einhvers sem hefur gerst og maður er argur út í, en það er engin afsökun fyrir því að bíta hausinn af fólki.

Ég vildi óska að ég gæti og væri í stakk búin til að hjálpa fólki, það eru svo margir sem eiga um sárt að binda, en ég næ ekki til þess hóps, en hef samt þá trú að ef við biðjum fyrir öllu fólki þá hafi það áhrif.

Í gær var yndislegur dagur sem hófst á þjálfun kl 8 þegar það var afstaðið þá fórum við gamla settið, eins og vanalega um mánaðarmót og sýsluðum smá, en áður en það gerðist allt þá var ég búin að sinna því sem þurfti í heimabankanum, annars erum við með allt í þjónustu í mínum banka, en það er alltaf eitthvað sem droppar upp.

Um hádegið fórum við í Kaskó og versluðum heilmikið, aðallega hreinlætisvöru sem dugar fram yfir jól, nenni ekki alltaf að vera að kaupa sömu vöruna það er í mér gamli góði siðurinn að kaupa vel inn og það er sparnaður í því, þá er maður ekki alltaf í búð. Gísla langaði í bjúgu svo ég lét tilleiðast og bauð Millu og c/o í mat þær elska bjúgu ljósin mín, með jafning, kartöflum, gr. baunum og rauðkáli.

Jæja við Milla urðum báðar veikar í lengri tíma á eftir, skil ekki af hverju maður er að þessu er maður veit að ekki þolir maður svona reyktan mat, ég borða helst ekki unnar kjötvörur, saltkjöt eða hangikjöt, en viðurkenni að ég fæ mér nokkrar tægjur af hangikjötinu góða úr sveitinni og laufabrauð með, jú það hefur tilheyrt mínu heimili allar götur að elda skötu á Þorláksmessu, sjóða hangikjötið og steikja rjúpurnar og innmatinn vel svo soðið sé tilbúið í sósuna daginn eftir, en siðurinn er að fá sér hangikjöt og laufabrauð á Þorláksmessukvöld þá er ilmurinn úr eldhúsinu yndislegur, keimur af skötulykt, rjúpnalykt og svo hangikjötslyktin.

Er að fara í klippingu í dag, hef ekki farið á stofu í tvö ár, en splæsi því á mig núna.

Kærleik í loftið og munið brosið það gefur fólki ljós.
Milla
Heart



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir að leyfa mér að kíkja í smá Þorláksmessu stemningu hjá þér Milla mín.  Ég segi eins og þú ég elska jólaljós. Óli vinnufélagi minn hér í áhaldahúsinu er að skreyta kaffistofuna núna og ég er svo ánægð með það.  Svo á Elli eftir að skreyta heima hjá okkur.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2009 kl. 09:15

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 dúlla

Ásdís Sigurðardóttir, 2.12.2009 kl. 12:42

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín, við erum báðar jólastelpur, heyrðu berðu þeim kærleikskveðjur strákunum í áhaldahúsinu, ég þekki þá nú alla að ég held.
 Ef við værum nær hvor annarri þá mundir þú bara koma með þitt fólk í alvöru til okkar á Þorláksmessu, það er svo gaman að þvælast um og hitta fólk

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.12.2009 kl. 16:48

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín var ekki ljúft að heimsækja pabba gamla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.12.2009 kl. 16:49

5 Smámynd: Valdís Skúladóttir

ég hef ekki borðað skötu í 3  ár.

Vegna lungnasjúkdómsins  og ég sagði lækni mínum um daginn að ég ætla að fá mér skötu núna  ég kem þá til ykkar í sjúkrabíll  eftir skötu átiðHann  sagði  passaðu þig og drekktu mikið vatn já  takk bjór já geri það sagði ég.     Hann brosti bara hann veit að ég  er alltaf að djóka. svo ég verð   í skötu veislu í ársvo er hangiketið á jóladag

ég hef alltaf laufabrauð  með því  og flatkökur svo er líka gott að hafa

Rabbabarasultu með.Knúss

                                         Vallý

Valdís Skúladóttir, 2.12.2009 kl. 16:55

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert óborganleg elskan, rabba með hangikjöti, ætla að prófa það um jólin.

Veistu að það eru fleiri innlagnir á sjúkrahús eftir skötuát  heldur, en eftir hangikjötið og hamborgarhrygginn.
Knús til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.12.2009 kl. 19:00

7 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Rabbbarasulta er æðisleg líka með sviðum(ekki djók)

Valdís Skúladóttir, 2.12.2009 kl. 21:13

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert svo mikill djókari að ef þú hefðir ekki tekið það fram, hefði ég talið að þú værir að djóka, en ég meina það sko Vallý Rabbi með sviðum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.12.2009 kl. 07:15

9 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Knús í kot!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 4.12.2009 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband