Hugleiðing inn í sunnudaginn
6.12.2009 | 08:19
Sit hérna frekar slöpp, en afar ánægð með góðan dag í gær, fórum á Akureyri, beint á Glerártorg og versluðum svona sitt lítið af hvoru, fengum okkur kaffisopa á Kaffi Talíu, héldum áfram að versla, nú svo þurfti Dóra að skreppa og fá sér hjörtu á hálsinn, ég meina sko Tatto, nú á meðan fórum við í bakaríið við brúnna, þar versluðum við brauð og osta upp á jólin fengum okkur smá kaffi hressingu í
leiðinni og englarnir mínir fengu sér sætabrauð og kókómjólk síðan í blómabúðina býflugur og blóm, hafði nú aldrei komið þar inn og vissi ekkert um þessa flottu búð, þó hún væri búin að vera þar í 10 ár.
Sóttum svo Dóru og beint í Bónus að versla matvörur og bækur. Fórum svo til Ernu, og Bjössa og eins og ævilega er ljúft að koma á það heimili, takk fyrir mig kæru vinir, guð veri með ykkur nú og alltaf.
Fórum svo í Hagkaup, kaupa kjúkling í kvöldmatinn, brunuðum heim á Húsavíkina, og það var mikið gott að koma heim.
Dagurinn í dag verður nú ekki síðri, erum að fara á hátíðarsýningu hjá fimleikafélaginu hér í bæ, hún Aþena Marey, litla ljósið mitt á að sýna, þau verða í búningum og alles set inn myndir síðar.
Þegar það er búið förum við aftur á eyrina, ég þarf að klára að versla allavega jólagjafirnar að mestu, Þær mæðgur eru að fara á Frostrósartónleikana þá dólum við okkur bara á meðan, verðum nú ekki í vandræðum með það við gamla settið.
Keyrum þær svo heim í bakaleiðinni, Dóra á að fara að vinna og þær í skólann. Svo þetta verður bara flottur dagur og helgin er búin að vera yndisleg.
Kærleik á línuna
Milla
Athugasemdir
Auður (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 12:38
Það hefur greinilega verið gaman hjá ykkur. Þú hefur ekki fengið þér eitt tattú svona í leiðinni?
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 13:26
Kærleik til þín Auður mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.12.2009 kl. 21:36
Nei nei Jónína mín, mundi örugglega fá mér eitt ef ég þirði því.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.12.2009 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.