Skemmtilegur dagur

Fór í þjálfun í morgun síðan heim að sjæna mig fyrir Akureyrarferð, fórum Fram í Lauga til að ná í englana mína, þær voru að koma úr síðasta prófinu og jólafríið byrjað, fengum kaffi og yndislegt spjall  við Valgerði skólastýru, Kristjáni súperkokk og Siggu sem vinnur í eldhúsinu, frábært að hitta þau að vanda. Brunuðum beint með Neró upp á dýraspítala til  Elvu, skildum hann eftir og ókum niður í Vanabyggð til Erlu frænku, þar fengum við kaffi og smákökur, takk fyrir samveruna Erla mín.

Fórum að ná í Neró, hann var þá komin með eyrnabólgu og var settur á einhverja dropa fékk einnig pensillín, eins gott að ég fór með hann þessa elsku annars hefði hann kvalist aftur í nótt.

Fórum svo í Stillingu, keyptum þurrkur á bílinn síðan í Húsasmiðjuna, þær þurftu nú aðeins að kíkja á dýrin svo í Brimborg, sjáum hvernig það fer.

Nú Glerártorg varð næst fyrir valinu, keyptum sitt af hverju þar, hittum Unni og Kristínu fengum okkur hressingu saman, svo í Hagkaup fékk þar það sem mig vantaði þó ekki allt, mun redda því síðar.

Ókum í Lauga, sóttum dótið þeirra sem varla komst í bílinn, það er ekkert smá sem fylgir þessum stelpum. Létum Dóru fá það sem þær keyptu fyrir mömmu sína svo kemur hún á föstudaginn og þá verðum við saman til 5/1 2010, bara frábært.

Þær eru búnar að koma fötunum sínum fyrir í skápum og skúffum, hér á allt sinn samastað.

Kærleik og gleði sendi ég ykkur.
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Valdís Skúladóttir, 15.12.2009 kl. 01:31

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Aðventukveðja norður til ykkar.

Ía Jóhannsdóttir, 15.12.2009 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband