Jóladagur
25.12.2009 | 11:50
Bara að setja inn nokkrar myndir, hjá okkur var yndislegt, maturinn
æði svo voru teknar upp gjafir og farið til Millu og Ingimars á eftir
ekki var nú minni gleði á þeim bæ, það er nefnilega svoleiðis með
þessar stelpur mínar allar að ætíð fá þær það sem þær hafa óskað sér
svo þakklátar fyrir allt.
Hann fékk náttúrlega soðnar kjúklingalundir skreyttar með papriku
Dóra búin að opna konfektið sem hún var búin að ákveða að fá sér
á aðfangadagskvöld, við duttum í það, æði.
englarnir mínir ljóma, þær fengu módelsmíðuð hálsmen sem eru
Sakura blómið, sést nú ekki vel, en þær elska þessi blóm.
Myndin á milli þeirra er af ljósunum mínum og er hún meistaraverk
Millu minnar, enda er hún snillingur í þessu.
Neró gaf ömmu sinni poolara-trefil í jólagjöf, hann er svo góður
þessi elska, veit alveg hvað amma vill
Dóra að sýna armbandið eitt af því sem þær gáfu mömmu sinni í
jólagjöf.
Amma með englunum sínum.
Ein af okkur gamla settinu, við erum sæl með okkur.
Megið þið eiga góðan jóladag, hjá okkur er náttfatadagur, með
tilheyrandi leti og áti.
Kærleik á línuna
Milla
Athugasemdir
Yndislegar myndir Milla. Þetta er eins og að kíkja til þín í heimsókn..Þær eru bara fallegar snúllurnar tvær og alveg eins eða hvað?
Jólaknús..nú ligg ég í bókum.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 25.12.2009 kl. 12:18
Flottar myndir elskuleg..Jólaknús í bæinn ykkar Milla mín.
Sigríður B Svavarsdóttir, 25.12.2009 kl. 16:04
Það væri nú bara yndislegt að hafa ykkur í kaffi Silla mín, já englarnir mínir eru eins og bara yndislegar
Jólaknús til ykkar
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.12.2009 kl. 18:03
Takk fyrir Sigga
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.12.2009 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.