Annar í jólum

Sko ég svaf til 10 í morgun, reyndar fór ég fram í morgunmat klukkan 7, en síðan beint upp í aftur, vorum að dúllast þar til við Dóra settum lærin í ofninn klukkan 12 á 50%, nú við borðuðum síðan klukkan 5 og var maturinn æðislegur, læri, smjörsteiktar kartöflur og einnig kartöflusalat, soðið grænmeti, maísbaunir, gr, baunir, rauðkál og hin fræga portvíns koníaks-sósa með villisveppum.
Gamaldags eftirréttur, ís af öllum sortum, íssósur, ávextir í dós, Cool Wipp og þeyttur rjómi svo þið sjáið að það var eitthvað fyrir alla.

Nú þau eru farin heim með litlu ljósin mín, Dóra farin til vinkonu sinnar og ætla þær svo á ball ásamt fullt af fólki, en við erum bara heima og englarnir okkar líka.


100_9284.jpg

Tölvurnar hafa ekki kólnað um jólin.


100_9286.jpg

Verið í letistuði um hádegisbil, bara eins og það á að vera.


100_9287.jpg

systur búnar að taka völdin í eldhúsinu, einhver draugur að troða
sér inn á myndina


100_9288.jpg

100_9298.jpg

Þetta eru englarnir mínir og ljósin mín, Neró fékk að vera mem.

Bara yndislegur dagur.

Kærleik til ykkar
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðileg jól Milla mín, maður á nefnilega einmitt að slaka á og vera latur yfir jólin.  Fallegir englarnir þínir elskuleg mín.  Gleðilega rest og farsælt komandi ár.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2009 kl. 21:40

2 identicon

Það er mikið að gera á stóru heimili það má nú segja. Gott að þið getið notið þess að vera saman og þú með stelpurnar þínar allar, gott að eiga svona kvennalið. Í minni fjölskyldu erum við í minni hluta.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 01:40

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk sömuleiðis elsku Ásthildur mín
Knús í kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.12.2009 kl. 10:07

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína karlpeningurinn hefur ekki mikið að segja hér á þessum bæ, það eru jú bara Ingimar og Gísli og við mölum þá bara ef þeir eru með eitthvert múður
Knús vestur til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.12.2009 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband