Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Margrét Frímannsdóttir og Litla Hraun.

Þetta er ánæjuleg grein sem maður les í 24.í dag
Loksins fer eitthvað að gerast, að sjálfsögðu
löngu orðið tímabært, eins og allir vita,
þó veit maður ósköp lítið um þetta mál sem og önnur
sem ekki beint eru á vegi manns.
Undanfarið hef ég hlutast til um að láta mig þessi mál
sem og önnur varða. Hef komist að því að maður getur
með því að láta í ljós skoðun sína haft einhver áhrif.

Margrét Frímannsdóttir er sú kona sem ég treysti afar vel
til að sinna þessum málum hún er fylgin sér,heiðarleg,
hefur skilning á mannlegum samskiptum og fjandanum ákveðnari,
Hún er ein af þeim stjórnmálakonum sem ég hef haft dálæti á að
hlusta á, sem er fyrir utan minn flokk, það er að segja
ef ég ætla að eiga einhvern flokk í framtíðinni.
Ég sakna Margrétar úr þingsölum.
Þú ert að fara í afar gott starf Margrét,
gangi þér allt í haginn.


Einokunar-stefna.

Mér var nú kennt það í mínum uppvexti
að hlusta aldrei á annað en flokkinn, hinir hétu,
framsóknarkommar, kommar og kratar, en ég fór nú ekki svo
mjög eftir þessu.
Hef altaf haft gaman af að hlusta á vel máli farna og
vel gefna menn og konur,og þar sem enginn heitir krati í dag
(því miður það væri þá kannski minna rifist hjá sumum)
þá les ég alltaf það sem ég sé eftir Þorvald Gylfason,
það sem kemur frá honum hittir oft vel í mark.
Í greininni, Framlengdir armar, úr Fréttablaðinu í gær
skrifar hann meðal annars:,,Fyrirmyndir að austan."
Í Sovétríkjunum sálugu réð framleiðsla lögum og lofum,
og ríkið var eini atvinnuveitandinn. Það var ekkert grín að
lenda í útistöðum við hann.
Fólk var rekið úr vinnunni fyrir minnsta andóf,
og atvinnuleisi var fangelsisök.
Ég er að lýsa nýliðinni tíð.
Þótt Ísland hafi frá fyrstu tíð verið lýðræðis-og
réttarríki ólíkt Sovétríkjunum, sóttu leiðandi stjórnmálaöfl
hér heima ýmsar fyrirmyndir í austurveg, til dæmis
þjónkunina við framleiðendur og ,,andrúmsloft dauðans",
eins og morgunblaðið hefur nýlega gert að umtalsefni
með eftirminnilegu móti. Ástæðan var hin sama á báðum stöðum.
Fylgispekt við framleiðendur skaffar völd,
Nú tek ég við með mínar kenningar og eins og ég vil túlka þessi orð,
og er það alfarið mín skoðun.
Sem sagt ef þú ert ekki fylgispakur við framleiðandann,(ríkið)
þá ert þú úti í kuldanum,
Ekki geta þeir sagt upp stórkaupmönnum og eða öðru fólki,
ekki gert það atvinnulaust, því það vinnur ekki hjá þeim.
Þess vegna þurfa þeir að gera þetta á annan hátt,
Það tekst bara ekki.

Heldur fólk eitthvað annað en.?

Á hann svo að vera saklaus? Fyrrum borgarstjóri
New York borgar, Giulino, þeir eru viðskiptafélagar,
Kerik og hann svo hann hlýtur að vera meðsekur honum.
Það er alveg nákvæmlega alveg sama hvert þú lítur,
alstaðar er spilling.
Ömurlegt og ekkert hægt að gera,
þetta er búið að vera svona frá alda öðli.
mbl.is Fyrrum lögreglustjóri New York ákærður fyrir spillingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Guðrún á Reyðarvatni var kvennskörungur mikill.
Hún var yfirsetukona og sótt víðs vegar að.
Lítið var um peningagreiðslur fyrir ljósmóðurstörf
í þá daga, en hins vegar fékk hún oft brennivín
í launaskyni, því að henni þótti sopinn góður,
sérstaklega á efri árum.
Einu sinni sagði Guðrún:
,, Það versta sem mér er gefið, er hálfflaska
af brennivíni. Flösku læt ég vera, en pottur,
það er gott."
Góða nótt.

Furða mig á því.

Já ég furða mig á því að þegar rjúpnaveiðitíminn
birjar þá þarf að fylgjast með þessum veiðimönnum,
það meira að segja úr flugvél.
það verður að vera alveg öruggt að enginn veiðiþjófnaður
eigi sér stað. Að mínu mati afar hlálegt vegna þess að
ef menn ætla að gerast veiðiþjófar, þá bara gera þeir það.
Vita menn ekki að það er stundaður veiðiþjófnaður
alt árið, bæði í vötnum, ám og uppi á hálendinu.
Þess vegna segi ég það á bara að ráða
veiðieftirlitsmenn, til að sjá um þessi mál árið um kring.
Það væri örugglega ódýrara heldur en þessar haust aðgerðir.
Veiðiþjófnaður hefur altaf verið til og mun altaf verða til,
við munum aldrei alfarið ráða við það.
En á sama tíma og þetta er að gerast les maður um niðurskurð
hjá lögreglunni, er þetta nokkuð eðlilegt.?


Látum þetta gerast.!!!

Ekki veitir af að styrkja þessi samtök öll.
Það þarf líka að gera meira en það,
Háu herrarnir á alþingi þurfa spark í afturendann
til að skilja þörfina á meira fjármagni
svo alt sé ekki svona á eftir áætlun, börnin þurfa að bíða og bíða
á meðan þeim líður ver og ver.
Getum við verið þekkt fyrir að bjóða þeim upp á þessa
framkomu, elsku börnin geta ekki gert að því
hvernig þau eru sköpuð, engin getur gert að því,
en það er okkar að sjá um að þau fái það sem þau þurfa.
Gangi okkur vel í þessari söfnun.
mbl.is „Ég grundvalla líf mitt á fíflagangi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt er til skammar.

Móðir mín er á hjúkrunarheimili, hún er í einbýli núna,
en var í tvíbýli til að byrja með.
Þetta er yndislegt heimili sem heitir Skógarbær,
starfsfólkið er í alla staði gott, nema það sem hún ekki skilur
ekki, suma er hún hrædd við aðra ekki.
Þetta er allavega afar slæmt ástand.
Eitt er alveg fáranlega niðurlægjandi fyrir þetta fólk,
hún þarf að fara í hjólastóla-bíl ef hún fer eitthvað,
en þeir fara ekki einu sinni til Keflavíkur.
Hverss eiga þau að gjalda sem eiga fólk þar.
Nú ef hún ætlaði sér að taka leigubíl til Keflavíkur
þá kostar það hana 22.000.00 það er sú upphæð sem hún fær
á mán. í vasapening. Nú ekki fer hún mikið í svoleiðis ferðir.
Ég spyr nú bara hvernig á þetta gamla fólk
að gera eitthvað sem því langar til.
T.d að fara í hárgreiðslu, fótsnyrtingu og síðan að kaupa sér
föt, andlitskrem og bara allt mögulegt sem konum er
nauðsynlegt,Gjafir það er nú eitthvað sem ekki er hægt.
Að mínu mati er þetta orðið þannig að:,,Þú ert orðin gamall
komin inn á stofnun og vertu bara stiltur, borðaðu þennan óæta
mat sem þér er yfirleitt færður, hættu að kaupa gjafir og allt
sem þig langar í."
Fjölskyldan getur bara gefið þér það sem þú þarft.
Mikil ósköp það getum við og gerum,
en fólkið vill fá að bjarga sér sjálft því langar til að versla
og geta sagt að það hafi verið að fá sér þetta og hitt.
Nú skuluð þið bara spýta í lófana og gera betur við gamla fólkið okkar
sem er búið að þræla allt sitt líf.
það á það skilið að hugsað sé vel um það.
Tek það fram að ég er ekki að setja út á starfs-fólk.
mbl.is Bágborin aðstaða aldraðra rædd í fjárlaganefnd Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að hrópa húrra!!!

Já ætli það ekki.Það er vel sem gert er nú,
en það hefði átt að koma fyrir,
Guð má vita hvað mörgum árum. Ekki er ég að sakast við
Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, hún var ekki við völd
þegar þetta hefði átt að hefjast, en nú ætla ég að fara
fram á að það verði fylgni í þessum málaflokki,
er það nokkuð of mikil tilætlunarsemi.?
Það er ekki nægilegt og heldur ekki ásættanlegt,
að hrinda af stað einhverju sem síðan dalar niður
vegna peninga-vöntunnar, eins og algengt er.
Verum vakandi yfir því að það gerist ekki.
Gangi ykkur alla tíð vel þið sem eruð með þessa
erfiðleika, og munið að það má fara fram á hjálp
ef maður skylur ekki eitthvað.
mbl.is Lesblindir verði settir í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Jónas á Völlum kom fullur inn á Bauk á Akureyri.
Þar var fyrir ungur maður, sem var að gera ráð
fyrir að bæta ráð sitt og hætta að drekka.
Þá kvað Jónas:

Treystu djarft á drottin þinn,
drjúg er náðar-ausan.
Sittu og drekktu drengur minn,
djöfulinn ráðalausan.

Góða nótt.


Fór vel.

Til hamingju flugmenn.
Þetta er ekki auðvelt og að mörgu að hyggja.
Ég man ekki í fljótu bragði þar sem svona lending
hefur ekki farið vel, enda eigum við Íslendingar
afburða góða flugmenn, þeir fá góða menntun, eru látnir
fljúga margsinnis á flugvelli landsins áður en þeir hefja
áætlunarflug, og ávallt eru þeir með sér reyndari
flugmönnum í sínum fyrstu ferðum.
Viðhald á okkar vélum er með því besta í heiminum.
mbl.is Lenti aftur á Egilsstaðaflugvelli eftir að olíuþrýstingur í öðrum hreyfli féll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband