Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Aðventuljós.!

Aðventuljós, nei ekki fyrr en á aðventunni.
Öll önnur jólaljós já já, flott og alveg sjálfsagt
að lýsa upp skammdegið.
Ég hef til dæmis hvítar seríur alt árið þau gefa
manni ljós í hið daglega líf og mér finnst notalegt að aka um
og sjá ljósin út um gluggana.
Mér finnst líka það hafa aukist,
að fólk er með litla lampa úti í gluggum hjá sér.

mbl.is Aðventuljós komin út í glugga í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lesblinda.

Betur má ef duga skal, en fagna því sem búið er að gera.
Það er nú búið að taka nokkur árin. Þegar ég var að ala upp mín börn,
var aldrei talað um lesblindu, þetta var talin leti,
sem hefur að sjálfsögðu verið sárt fyrir börnin, þau vissu ekkert
hvað var að hjá þeim.
Ég á dóttir sem er með heyrnablindu, eða svo kallaði  læknirinn það á sínum tíma.
Fór með hana til læknis þegar hún var lítil vegna þess að mér fannst hún ekki
sinna því sem ég sagði og svara mér vitlaust.
Stefán Skafta háls, nef og eyrna, hældi mér fyrir að taka eftir því
að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera.
Hann úrskurðaði síðan að hún væri með heyrnablindu.
Hann sagði jafnframt að börn með þess konar blindu,
yrðu oft utangátta vegna sinna fötlunar í eyra, en það gerðist ekki með
hana henni gekk bara eins og öðrum börnum í skóla.
Í dag gerir hún bara grín af því er hún heyrir eitthvað vitlaust.
Enn við þurfum að vera vakandi yfir börnunum okkar.
Þau eru birtan okkar og framtíðin.


mbl.is Hrökklast úr námi vegna lesblindu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Björn Gunnlaugsson var einstakur maður að gáfum og atgerfi,
en stundum viðutan.
Hann var kennari við Bessastaðarskóla eins og kunnugt er,
og ókvæntur framan af.
Samkennarar og vinir voru að ýta undir hann að fá sér konu,
og þótti þeim helst ráð að bera niður hjá Ragnheiði í Sviðholti,
ekkju Jóns lektors, enda var hún vel að sér og vinfengi mikið var á milli
hennar og Björns. Kom Björn oft í heimsókn til hennar
og hafði ánægju af að tala við hana. Nú kom að því, að vinir Björns
höfðu talið hann á að bera upp bónorð við Ragnheiði, og fór hann að
Sviðholti í þeim erindum. Hann sat góða stund og rabbaði um
alla heima og geima, en ekkert varð úr bónorðinu.
Þegar hann hafði kvatt og kominn heim á leið, rankaði hann við sér,
að hann hafði gleymt aðalerindinu.
Hann snýr þá við að Sviðholti aftur, hittir Ragnheiði og segir:
,,Heyrið þér, frú Ragnheiður! Viljið þér eiga mig?"
,,Já" sagði hún.
,,Jæja, þakka yður kærlega fyrir. Verið þér sælar,"
sagði Björn, setti á sig hattinn og fór.

                       Góða nótt.


Einelti og aftur einelti.

Hafa þeir ekkert annað við peningana að gera,
en að eltast við menn sem eru að gera okkur gott.
Ég tek upp hanskann fyrir þeim Bónus feðgum, hvað þeir hafa verið
þolinmóðir við þá sem hafa verið að leggja þá og þeirra fólk í
einelti, ég veit bara að ég væri löngu búin að missa mig.
heyr fyrir ykkur!!!

Svei mér þá ef ég fer ekki að hallast meir og meir að þeirri skoðun minni
að yfirvaldið vilji ná algjörum yfirráðum í einu og öllu,
sem sagt einokunarstefnu yfir þá sem þeir telja vera peðin
í þjóðfélaginu, nú ef þú ert ekki hlýðinn þegn, Já hvað þá???
                Góðar stundir.


mbl.is Jóhannes í Bónus skrifar um sinnaskipti ritstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólafötin tekin í tollinum.

Það er ekkert tekið af okkur í tollinum, þér er gefin kostur á að borga toll.
Afar huggulegt. Auðvitað er upphæðin of lág, og sumir tollarar koma fram við fólk eins
og einhverja krimma.
Ég er ekki hlynnt því að fólk sé að versla mikið utanlands,
en alltaf finnst manni gaman að kaupa eitthvað spes, ég tala nú ekki um fyrir jólin.
Eitt er staðreind að þú getur ekki tekið bara einhver föt
og miðað við merkjavöru t.d. hérna heima, mér finnst  fólk gera allt of mikið af því.
Merkjavara er ódýrust á Íslandi,
Dóttir mín fór til Ameríku um daginn, hún fór í menningarferð og var prógram
fyrir þau, henni fannst þetta æði, aldrei komið til þessa lands áður.
þau fóru á markaði, skoðuðu skóla og margt og mikið, og freistingarnar voru
margar og góðar. hún keypti auðvitað svolítið, hún á tvær stelpur.
Viti menn er hún kemur í tollinn, er sagt hvað keyptir þú fyrir mikið?
hún svarar: ,,svona fyrir um hundrað þúsund." Þá þarft þú að borga
toll af því. það voru 22.ooo.oo. sem hún borgaði í toll af 54.ooo.oo.
Þetta fannst mér of mikið. Er 100 % tollur af fatnaði ég bara spyr???
Svo er afar ósanngjarnt að taka bara einn og næstu 40. sleppa.
Mín skoðun.


mbl.is Jólafötin tekin í tollinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

SR. Hálfdán Helgason á Mosfelli kom einu sinni sem oftar til
Ólafs Gunnlaugssonar garðyrkjumanns á Laugarbóli.
Er þeir voru sestir inn í stofu,spurði Ólafur sr.Hálfdán,
hvort hann vildi þiggja hjá sér svolítið í staupinu.
,,Já þakka þér fyrir," svaraði sr. Hálfdán, ,, ef það er ekki
mjög andskoti lítið."

                          Góða nótt.

Viðurstyggð.

Já viðurstyggð er þetta maður er reyndar orðlaus á hverjum degi
yfir svona fréttum, og hliðstæðum.
Hvað eru menn veikir sem geta nauðgað ungum dætrum sínum
til að fá nokkrar skitnar evrur.
Aldrei hef ég verið hlynnt dauða refsingu: ,, en hvað á að gera."?
Það er kannski of gott fyrir þessi ógeðs öfugugga.
Fyrirgefið mér orðbragðið.


mbl.is Níutíu og tveir handteknir í aðgerðum gegn barnaklámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þróunaraðstoð.

Las fallega og vitra grein í fréttablaðinu í gær eftir
þau Sigríði Snæbjörnsdóttur  hjúkrunarfræðing og Sigurð Guðmundsson
landlækni.    Þau voru að koma heim frá Malaví eftir eins árs dvöl þar
við hjálparstörf.  Þar kemur ýmislegt fróðlegt fram.
Talað er um að betra sé að kenna þeim að búa til peninga, en að ausa í þá fé.
Mikil viska er í þessu og sagði einn höfðinginn við þau:
,,hættið að gefa okkur peninga og gefið okkur menntun í staðinn."
Þau segja: ,,Það er eins og fólk bara bíði eftir að lífið renni hjá."
Blessað fólkið kann ekki og veit ekki betur.
Það þarf að uppræta spillinguna þarna, eins og annars staðar.

Það mætti einnig hugsa til fleiri staða sem eru okkur nær,
eins og okkar kæra land, það er víða pottur brotinn hjá okkur.
Svo er það sem mér svíður mikið þessa dagana,
það eru nágrannar okkar Grænlendingar, ég hef aldrei komið þangað,
en ég þjónustaði þá í mínu starfi í mörg ár og sá afar margt
sem betur mætti fara.
Gefum þeim sjálfsvirðinguna aftur.
Hún var tekin af þeim án þess að þeir gætu rönd við reist.
Þetta er alfarið mín skoðun, ef aðrir hafa skoðun á þessu máli
þá væri fróðlegt að heyra þær.
                           Góðar stundir.


Óásættanlegt ástand!!!

Já þetta er óásættanlegt ástand, hvar á fólkið að fá vinnu???
Mála hús fyrir ríkisstjórnina? hvað á eiginlega ríkið mörg hús á landinu,?
kannski ekki svo mörg núna, en þeim fer fjölgandi, þegar allir eru
orðnir gjaldþrota og  hrepps-ómagar, eins og það hét hér áður og fyrr.
Hvað er eiginlega annað í spilunum?
Hvað gera Bíldælingar nú, held að þetta sé reiðaslag fyrir þá.
GPG á Húsavik hefur sagt upp mönnum þar, eru að draga saman á
Raufarhöfn.
Geðslegt fyrir þessa menn sem halda úti fiskverkun að
þurfa að fara svona með sína menn.
Hvar eru mótvægisaðgerðir ríkisins???
Af hverju er aldrei hægt að byrja á neinum aðgerðum,
fyrr heldur, en allt er komið á vonarvöl.?
Vilja þeir hafa þetta svona? Já líklegast vilja þeir sjá gamla
einokunar-tíman og stjórna þrælunum og hvað þeir fá greyin.
Eina sem getur komið í veg fyrir þetta,
er dugnaður, áræðni og að valta bara yfir ósanngirnina,
ég treysti okkur Íslendingum til þess,
held að reiðin sé komin í útrás.














mbl.is „Ekkert að gera annað en hætta"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Einn af þeim, sem komust lífs af, þegar togarinn ,,Jón forseti" fórst,
var spurður að því, 
hvort hann hefði ekki verið vel kunnugur tilteknum manni,
sem var skipverji á togaranum.
,, Jú, Jú," svaraði hann. ,,Það var ágætur maður.
Ég þekkti hann vel.
Hann fórst með mér á ,,Jóni forseta"."

Þessa Bragaþraut (oddhendu) gerði Tómas Guðmundsson
um frænda sinn, Gunnar frá Selalæk:

                         Gunnar selur gerir svo vel
                         að ganga með deliríum.
                         Í svarta éli suður á mel
                         hann situr í keliríum.

                                             Góða nótt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband