Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Borgarferð.

           Það leiðinlegasta sem ég geri er að fara til Reykjavikur, en það er einn plús við það að maður hittir fólkið sitt. Það væri samt best ef maður gæti verið um kjurt í aðsetri sínu og allir kæmu til mín, en auðvitað vill fólkið bjóða manni heim í mat og kaffi og væri það nú vel ef það væri ekki svona langt á milli staða. Þetta er nú  Fjandans væl í mér, það á nú að ferma Hróbjart minn hann er sko barnabarnið mitt og svo líka Dagbjörtu frænku mína og svo sér maður öll litlu og stóru krílin sín og annara ef maður kemmst yfir þetta alt. Það má nú ekki gleima  að fara í bakaríið og kaupa sérbökuð fyrir mömmu og drekka með henni kaffi í Skóarbæ jæja ég má ekki röfla svona best að halda áframm að pakkaGrin Grin Grin  Æ Æ.

Hláturjóga.

Já ég fór á námskeið í hláturjóga í gær, það var alveg ótrúlega fróðlegt og skemmtilegt.Þetta ættu allir að  yðka, gott fyrir eldri borgara, öryrkja, hjartasjúkklinga, sálartetrið okkar og bara fyrir alla konur og karla. Ég er afar léttlynd kona og hefði aldrei dottið í hug að fara á svona námskeið, en ég sé ekki eftir þvi, og annað, þar sem ég er hjartasjúkklingur, hélt ég að ég gæti ekki farið í leikina sem fylgja þessu, en viti menn það gekk bara vel. Ég veit um að bæjarfélög, fyrirtæki og félagasamtök hafa boðið fólkinu sinu upp á svona námskeið. Í kjölfarið hefur sprottið upp hláturgangan. Í Reykjavik var t. d. gengið frá þvottalaugunum í laugardal inn allan grasagarðinn og hlegið og leikið sér á túni sem þar er. Þetta var fjölmenn ganga að mér var tjáð og afar skemmtileg. Ég skora á alla að fara á svona námskeið.Grin

UPPLIFUN!!!!!!!!!

Hafið þið ekki öll fengið þá tilfinningu að þið væruð eittkvað utnagátta eða að öllum fyndist þú ættir bara að vera þarna, ættir að vera skoðanalaus, eða allavega væru þær ekki réttar, eða of hvassar, Það sé einkver tortryggni í gangi, "Maður hugsar halló hafnafjörður!" Er ég að mati annara of gömul til að hafa tilverurétt. Ég hélt að maður hefði heilbrygðar skoðanir fram eftir öllum aldri þær eru að mínu mati bara þroskaðri. Ég hef allavegana afar gaman að tala við hana móður mína, sem er 83 ára, um  pólitík mér finnst hún fylgjast afar vel með. Þetta er ekkert væl í mér ég mun halda mínu striki ég er bara forvitin um kvað  aðrir upplifa.Smile

 

 


UNDRUN!

Svoleiðis er nú mál með vexti að ég ætlaði um helgina að blogga, fara inn á bloggsíður og gera athugasemdir á BB, en ekkert gekk. Þar sem ég hafði gert þetta áður taldi ég að það væri eittkvað að annaðkvort hjá mér eða þeim svo ég klikkaði á vefþjón, sendi honum mail. spurði kvað á ég að gera til að komast inn á bloggsíðurnar ykkar eða fá eigin síðu á BB? SVAR SIGURJÓNS. Bloggið hjá okkur virkar þannig að við veljum sjálf áhugavert blogg og veluppfært.Ykkur er velkomið að senda slóðina á ykkar bloggsíðu og svo sjáum við til.
Kveðja
Sigurjón
Mér fannst þetta hljóma yfirlætislega. SVARAÐI.
Ja hérna það er bara farið að velja úr aðalinn á BB. Ég tel mig vera meiri mannveru en það að ég streðist eftir að fá að vera í þeim hópi. Var nú aldrei vör við svona yfirlætislega frammkomu er ég bjó á Isaf.
Herramaðurinn gat nú ekki tekið þessu. SVARAÐI
Sæl aftur.
Nú hefur þú misskilið orð mín. Ástæðan fyrir þvi að við veljum á okkar blogg er einfallega sú að við rekum ekki bloggþjónustu og þurfum því að velja af öðrum bloggþjónum. Þetta er ekki spurning um aðal kvað þá yfirlætislega frammkomu. Þér er í sjálfsvald sett kvernig þú túlkar þetta, en þetta voru ekki mín orð.Ég hef nú afar gaman að svona diplomatiskum umræðum sem jaðra við já kvað. Er búin að tala við nokkra góða og allir eru sammála mér orðavalið hjá hinum góða manni er ekki heppilegt.Jæja þá er ég búin að koma þessu frá mér og sleppi þessu. KVEÐJA MILLA.

SKOÐUN MÍN.

Spurt er í. Hefur þú trú á átaki af hálfu stjórnvalda v/ atvinnu og bygðarþróunar á vestfjörðum? Þessu verður ekki svarað að mínu mati með já eða nei. Það þarf alla til, fólk þarf að berjast saman til þess að eittkvað takist og það má aldrei gefast upp.Það átti fyrir löngu að vera byrjað á mörgum þáttum til eflingar atvinnulifs. Munið það kostar peninga  og tíma að vinna upp atvinnustarfssemi. Kæru bæjarbúar þið þurfið að standa við bakið á þessu kvað sem það er til þess að þetta eittkvað getið gengið. Stjórnvöld ásamt bæjarstjórn verða að koma að þessu. Takið höndum saman og gerið það sem þarf að gera.

Maður uppsker eins og maður sáir!

Til hamingju Matthildur, gaman verður að fylgjast með  frammhaldinu, mundi vilja vera í þessari kepni,mundi nú öruglega vinna ef ég kæmi kveðjur frá Húsavík.Whistling

Eftir mat röfl:)

Við sitjum hérna þrjár og erum bara í tölvunni:D nýbúnar að borða, pakksaddar að sjálfsögðu, littlu dúllurnar okkar eru búnar að vera hjá okkur í allan dagHeart

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband