Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Drotningin og Bush.

Æ Æ skyldi honum ekki hafa fundist sárt að ganga á eftir Betu greyinu.

Háskólasjúkrahús.

  1. Ekki veitir af að bæta úr legu og vinnuaðstöðu sjúkrahúsana ég lá síðast  á sjúkrah. fyrir c.a. 2 árum það lá við að mér fyndist ég vera fyrir í rúminu, svo ég tali nú ekki um vinnuaðstöðu hjá blessaða fólkinu sem var að hugsa um okkur. Þau voru alveg frábær. Ég spyr er þetta rétta leiðin eimitt núna? Hvernig væri að taka þau í gegn sem eru fyrir. Hvernig væri að  taka í gegn sjúkrah. úti á landi og nýta þau betur. OG hvernig væri að klára nýju álmuna á Akureyri, og taka aðrar deildir í gegn smá saman. Höfum við efni á því að byggja nýtt þegar við getum ekki rekið  þær deildir sem eru fyrir sómasamlega. Skoðun mín er að allir sem vinna á sjúkrahúsum eigi rétt á að fá Riddarakrossinn fyrir þolinmæði sína.

Betlarar, og f.l.

 Ég ætla nú að byrja á því að  dásama einu sinni enn það frábæra frammtak sem þú Matthildur og þitt fólk áorkuðu með  atorku, áræðni og  skemmtileg-heitum  í óbeislaðri fegurð, svo ég tali nú ekki um peningana sem renna til góðs og þarflegs málefnis. til hamingju öll sömun.

Þetta með betlarana. Það er synd og skömm að þurfa að horfa upp á þetta í henni Reykjavík, ég var stödd í borginni um daginn var stopp á ljósum á horni Snorrabrautar og Laugavegs var þá ekki kona að borða upp úr ruslafötu  (svona sem er föst á ljósastaur) mér dauðbrá hafði ekki séð þetta áður. Síðar sá ég konu með innkaupakörfu fulla af pokum, hún var eins og pokak. í N.Y. þetta er óviðunandi ástand. 

Þetta með pólitíkina: Já mér fynnst það frekar leiðinlegt að blogga um hana svona út í loftið, það  sem maður segir er oftast mistúlkað.  Ég virði skoðanir frá öllu fólki  þótt maður tilheyri einum flokk á maður ekki að vera blyndur á skoðanir hans. Stundum vildi ég óska að maður gæti valið um fólk til að stjórna, en það er ekki svo vel. Það eru allir að reyna sitt besta þótt okkur  hugnist það ekki alltaf. Af hverju hugnast manni það ekki? Jú af því að maður hefur ekki sömu skoðun og hinir. Æ Æ nú er ég búin að vera  þrautleyðinleg maður dettur stundum niður í eitthvað svona, en ég er nú orðin það gömul, að ég man  margar kosningar og þær voru alltaf æðislega skemmtilegar, höfum bara gaman. GrinGrinGrin


Allt og ekkert.

Búin að eiga dágóða helgi þrátt fyrir suddaveður, gerðist bara dugleg bjó til  Indverst eplachutney og chilihlaup gott að eiga það í sumar handa gestum og gangandi siðar ætla ég að baka alskonar brauð í frystiskápinn. Nú við vorum að passa yngsta ljósið okkar frá föstudagshvöldi til laugardagsh. mamma og pabbi voru á Akureyri með  Viktoríu Ósk á fótbolltamóti, það er nú ekkert betra en að fá að passa þessi litlu ljós.Rólegt hefur maður haft það í dag, það er að segja horft og hlustað var á pólitíkusana, aðallega hlustaði ég með öðru því ég er eiginlega búin að fá  upp í kok. Einu get ég ekki gleimt  það er saga sem kona nokkur (man ekki hvað hún heitir) sagði í athugasemd til Helgu Völu Helgadóttur á dögunum, hún var um hvaða áhrif það hafði á fólk er sveitasíminn var lagður af. Bæjir lögðust í eyði og hjónaskilnaðir urðu tíðir vegna þess að síminn var aðal menningar-tenging fólksins í sveitunum og líka við hvort annað.Mér fynnst að það fólk sem býr ennþá yfir skondnum sögum frá þessum tíma ætti að rita þær niður og einhver gerði bók um þær, mundu seljast eins og heitar lummur. hugsið þið ykkur hvað það hefur gerst margt broslegt og vandræðalegt þegar allir hlustuðu á það sem sagt var.Smile  Blush  og svo InLove

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband