Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Gleðigjafar.
14.7.2007 | 21:06
Var að lesa Spjallið í blaðinu í dag.
Ég er svo hjartanlega sammála Kristínu Helgu Gunnarsdóttur rithöfundi.
Lífsins listaverk gefa manni endalausa gleði og fjölbreytileika.
Ég er t.d. svo lánsöm að búa á stað sem gefur mér það með morgunmatnum
að horfa yfir haf og fjöll,
þvílíkir litir og maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt í fjöllunum,
já meira að segja oft á dag.
Listaverkin eftir barnabörnin, myndirnar af þeim sem gleðja mann allan daginn.
Sú list sem hugnast mér mest og best er. " virðingin".
Þegar t.d. barnabörnin mín koma og innleiða mig í það sem þeim finnst
áhugavert, eða hringja og spjalla. Er þetta ekki tær list?
Eitt sinn var ég frammi í eldhúsi að sýsla með kvöldmat, mörg ár síðan,
kalla þá ekki tvíbura snúllurnar mínar
(Æ þær eru orðnar 16.ára verð víst að hætta að kalla þær snúllur)
amma! amma! þú mátt til að koma og horfa á leikrit með okkur, hvaða leikrit?
það heitir Ormstunga og er afar skemmtilegt við erum búnar að sjá það,
nú ég settist inn í stofu með þeim og horfði á þetta frábæra verk.
enda er Benidikt Erlingsson snillingur. Ég naut þess að horfa á með þeim.
mig minnir að þær hafi verið um 10. ára og þetta hafi svo verið verkefni í skólanum.
Sammála þér Ólöf Erla að þetta var alveg frábært verk.
Bara ef fólk uppgötvaði fagurkerann í sjálfum sér þá liði þeim betur.
Þetta gerðist hjá mér fyrir mörgum árum,
eftir skynsamlega og góða ákvörðun sem ég tók,
að allt varð svo miklu fallegra en ég hélt að það væri.
Þið skuluð bara prufa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Virðingarleysi.
13.7.2007 | 17:08
Já það er víst alveg satt.
Fréttamenn tala meira um erjur ef um vopn eru með í dæminu.
Heldur fólk virkileg að Hnífsdalsmálið hafi verið að byrja þegar þetta gerðist,
nei að sjálfsögðu ekki.
Deilt um vinnutíma konunnar: " Fátækleg ástæða það".
Auðvitað hefur þessi vesalings maður bara deilt um allt við sína konu.
Hann er að sjálfsögðu afar veikur maður.
Það kemur út úr rannsóknum bæði innlendum og erlendum: " Að menn sem ganga í skrokk
á bæði konum og börnum með hnefum og bareflum gera það ekki bara einu sinni heldur aftur og aftur". Þessir menn eru geðbilaðir á þann hátt sem ég kann ekki að útskíra.
Það sem þeir ekki þola, þykir þeim ástæða til að lemja fyrir.
Bera enga virðingu fyrir öðrum á neinn handa máta.
Kunna ekki að lifa í kærleikanum hvað þá að vita hvað lífshamingja er.
Konur eina ráðið er að skilja við þessa menn,
þeir eru ekki að gera neitt fyrir ykkur alveg sama hvað þeir segja eða gera."FARIÐ"
Sjálfshjálpar-námskeið eru afar góð.
Verið sterkar, stoltar, frekar og sjálfstæðar. Og njótið þess.
Ein með reynslu.
Ég sá blossa nálægt vanganum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir öllu öðru.
13.7.2007 | 10:30
Maður spir sig frekar oft nú til dags.
Hvað er að!!!!!!!!!!!!!
Er ekki hægt að afgreiða eitt einasta mál án þess að það verði, þrætuefni eða einhverjir fara að skipta sér af, sem telja sig eiga hlut að máli og svo endar allt með rándýrum málaferlum.
Þetta væri nú ekkert vandamál ef að flugstöð til frambúðar væri komin á staðinn,
og þá fyrir öll félögin saman.
Hugsið þið ykkur muninn ef það væri nú komin flugstöð sem væri samboðin farþegum og afgreiðslufólki.
Fyrirgefið heimskuna, en á flugskóli Helga einhver ítök í lóðinni sem sagt er að ríkið eigi,
nei bara að því að þeir fóru að skipta sér af þessu.
Eða er kannski bara verið að setja stein í götu þeirra sem eru að bjarga sér t.d. með því að sinna þeim stöðum sem aðrir segjast ekki geta sinnt vegna óhagkvæmni.
Ég veit að það er erfitt að reka svona resktrareiningu, en það er óþarfi að gera þeim erfiðara fyrir.
Gangi ykkur allt í haginn Fjarðarflug.
Deilt um lóð á Reykjavíkurflugvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrirspurn?.
12.7.2007 | 17:01
Bara að spyrja hvort það sé gert ráð fyrir rafknúnum innkaupa-kerrustólum í nýa mollinu?
Ég tel það nú vera algjöra nauðsyn, 38. þúsund fermetra. Ja hérna.
Maður verður nú dauður þegar maður er búin að labba það alltsaman.
Allir vita hvernig við Íslendingar erum,
þurfum að skoða allt sem er nýtt frá a-ö.
Og þó: " ekki allir". Ég hef t.d. bara tvisvar komið í Smáralind í bæði skiptin til að borða.
Kringlan er miklu skemmtilegri. Svo ég tali nú ekki um laugarvegs og miðbæjarsvæðin.
Þeir sem eru að byggja svona stórt,
ættu nú að huga að því að hafa þetta eins og í U.S.A. "Rafknúið"
Æ hvað ég vildi að ráðamenn þessara þjóðar, hefðu fyrir 30. árum,
byrjað að byggja upp vegi bæja og landsbyggða með þessa bílafjölgun í huga.
Óraði þá kannski ekki fyrir þessu, ó jú, en það er alltaf verið að vinna einhverja afturábak vinnu.
Gætu þeir ekki tekið verslunarmenn sér til fyrirmyndar,
og byggt nægilega stórt fyrir framtíðina eða þannig sko.
Verslunarhúsnæði byrjað að taka á sig mynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stórkostlegt.
10.7.2007 | 10:42
Þetta lýst mér vel á, erum við ekki að flytja inn þara erlendis frá,
sem við kaupum svo í heilsubúðum vítt og breitt um landið," jú ég held það nú".
Bíldælingar ekki gefast upp frekar en á öðrum tíma.
Það skaðaði nú ekki að fara á stúfana og leita sér að kvóta kóngi eða drottningu eða kvótahjónum sem mundu vilja búa á þessum yndisfagra stað sem Bíldudalur er. fólk veit ekki hvað það er að missa af að búa ekki úti á landi.
Gangi ykkur allt í haginn.
Kveðja frá Húsavík.
Þara landað í fyrsta sinn á Bíldudal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Helgargleði.
9.7.2007 | 20:46
það má ekki gleyma bumbubúanum sem er að koma á þeim bæ,
það er lítill Fúsilus og á hann að fæðast í september.
Við vorum öll saman alla helgina og dætur mínar sem búa hérna líka.
Börnunum kemur svo vel saman og eru alltaf jafn glöð að hittast.
Allir hjálpuðust að við matartilbúning og allt í kringum það, nema Solla mín enda er hún bumbulínan,
Fúsi sagðist vera í sumarfríi og var aðallega að hamast í krökkunum sem var bara af hinu góða.
þau fóru síðan á sunnudeginum.
Manni finnst allt vera tómt, en ekki lengi, ljósið hennar ömmu sinnar kom labbandi til okkar í dag eins og hún er vön, það má nú ekki líða dagur án þess að ég sjá þær allar dúllurnar mínar hérna.
Nú við verðum ekki lengi án gesta, frænka mín er að koma í vikunni ásamt sínum.
Bróðir minn er að koma með sína konu um helgina, þetta er nú það sem ég veit í bili.
Gaman gaman!!!!!!!!!!!! ÉG er í lífinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þyrnirósasvefninn.
5.7.2007 | 16:26
Vonandi fara þeir sem hafa sofið Þyrnirósasvefninum að vakna til lífsins.
Ekki er ég nú að meina toll eða löggæslumenn, enda eru þeir löngu vaknaðir og passa upp á að óvandað mannfólk komist ekki inn í landið til að hrella okkur.
Ég er nú að meina fólkið sem hlær við þegar talað er um meinta glæpastarfsemi eða undirbúning hennar. Það segir: " það má nú hafa áhyggjur af því þegar það verður".
Fyrirgefið kæra þjóð, en það er þegar byrjað.
Ef við eigum að fara aftur í söguna Ja hvað langt viljið þið fara?
Það er alveg sama hvar þið berið niður, það var byrjað.
Að sjálfsögðu breytist glæpastarfsemin eftir tíðarandanum, ætla ég að láta öðrum það eftir að
ræða það, en við getum líka lesið söguna hefðum kannski gott af því.
Meintur hryðjuverkamaður á Íslandi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ferð til L.A.
4.7.2007 | 22:35
segir alltaf: "mamma heldur að hún búi í L.A. því hún er alltaf niður í bæ". Málið er það að ef maður heldur ekki vissum dampi þá fer maður bara í kör.
Ég fer alltaf á fætur snemma borða morgunmat, fer í sturtu geri það sem þarf að gera,
síðan geri ég mig sæta og fína og fer í bæinn.
Í morgun fórum við gamla settið saman í búðir, fyrst fórum við að kaupa hreindýr á grillið fyrir laugardaginn síðan í Húsasmiðjuna að kaupa garðklippur, "hinar urðu ónýtar í gær".
Fórum svo í Kaskó versluðum allt sem vantaði sem var nú ýmislegt.
Fórum svo í alhliðabúðina Ezar og keyptum okkur krem og nuddolíur frá Urta Smiðjunni á Svalbarðsströnd, alveg frábærar vörur.
Keyptum okkur svo nýa brauðrist og geri aðrir betur svona fyrir hádegi.
Dóttir mín og tengdasonur fóru til Akureyrar voru að keyra eitt barnabarnið mitt í flug þau komu svo og borðuðu kvöldmat með litludúllurnar mínar.
Frábær dagur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Gaman! Gaman!!!!!!!!
3.7.2007 | 20:34
Það er alltaf eitthvað til að gleðja mann aðeins meira, en gleðina sem maður hefur dags daglega.
Sonur minn var að hringja og þau ætla að skreppa um helgina með krúsidúllurnar sem ég á þar.
Það verður æði gaman hjá okkur öllum, við verðum sem sagt 14 s.t. með litla bumbubúanum.
Nú verður maður að setjast niður og plana gourmet matseðil, frá morgunmat til kvöldsnakks.
Það er ævilega þannig þegar við hittumst þá er talað um mat borðaður matur talað saman og legið á meltunni.
Segi ykkur einn góðan. Þegar ég bjó á Ísafirði komu þau dóttir mín og tengdasonur frá Húsavík
var það afar skemmtilegt.
Þegar þau voru að fara heim ætluðu þau að taka Fagranesið sem var bílaferja sem fór frá Ísafirði yfir á Arngerðareyri keyra svo þaðan norður, mér fannst nú alveg ómögulegt að senda þau svöng af stað, svona k.l. eitt, svo ég eldaði lambahrygg með öllu tilheyrandi.
Á leiðinni yfir á Arngerðareiri sagðist tengdasonur minn ætla í mál við mig,
því hann var veikur af ofáti. Æ.Æ.
Síðar sagði ég við hann að það píndi enginn matinn ofan í okkur
Er það ekki satt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fallegt heimili.
2.7.2007 | 20:13
Fallegt heimili þá meina ég ekki endilega hvað mublur eða stíl snertir. þó að heimilið sem við mæðgurnar og barnabörnin mín sóttum heim í dag sé fallegt,
þá er það hjartahlýjan og viðmótið sem skiptir máli.
við fórum að heimsækja fyrrverandi mágkonu mína, hún og hennar fólk eru búin að missa svolítið mikið undanfarið ár. Dóttir hennar býr með henni önnur dóttir sem býr annars staðar var stödd hjá henni með dóttur sína, það var drifið í að hafa til kaffihlaðborð að gömlum og góðum sið.
Börnin fengu leikfanga-kassann fram á gólf litabækur og liti upp á borð,
svo snérist þessi elska eins og hún alltaf gerir í kringum okkur öll og engin mátti hjálpa til.
Hlutirnir eru ekkert mál hjá henni og hafa aldrei verið ég dáist að svona konum.
við settumst inn í stofu og spjölluðum um allt milli himins og jarðar og svo ég komi nú að því sem ég ætlaði að segja, það er afar sjaldan sem maður getur setið í tvo tíma og fengið þá lífsfyllingu sem
manni fynnst vanta svo oft inn í umræður fólks, dæturnar eru afar vel máli farnar vel gefnar og geta talað um öll málefni dagsins og ekki vantar húmorinn.
Takk fyrir daginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)