Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Mín völva segir: ,,Standið við ykkar skoðanir þá fer allt vel"
1.1.2008 | 11:13
Þetta er dökk spá hjá völvunni, en hef nú ekki hugað mikið að henni
svona yfirleitt. Enn ég gæti trúað því að allt færi upp í loft,
bæði í borgarstjórn og ríkisstjórn.
Undirlægjan og sérgæskan ræður ríkjum.
Áramóta umræða formanna flokkana var vægast sagt
innantóm. Geir H. Haarde. Hvað eigum við að bíða lengi
eftir að sjá árangur af þessu fína góðæri sem þið talið ætíð um,
byggjum á góðum árangri,
nýir tímar traustur grunnur, og allt vel með það,
það er að segja ef það reynist rétt.
Ég fyrir mitt leiti er orðin leið á því að eiga aldrei fyrir
því sem telst nauðsynlegt fyrir fólk til að getað lifað
sæmilega góðu lífi.
Samkvæmt vísitölu útreikningum, ætti ég að hafa 100.000 k.r.
meira í laun á mán. en ég hef.
Ingibjörg Sólrún ekkert skrýtið að hún sé svona hægri sinnuð
á stundum, alin upp í sjálfstæðinu.
Maður nær aldrei langt, "með" jæja sleppum því.
Enn það er margt afburða gott fólk í Samfylkingunni.
Guðni Ágústson.
Hann er örugglega mjög góður maður, og ætla ég ekkert að tala um hann
Samt að segja: ,,Þeir eru í djúpum."
Steingrímur J. Sigfússon.
Eina stjórnarandstaðan, mun vera rétt, og þar munu þeir standa undir nafni.
Nýtt hlutverk og nýjar skyldur, það er það sem gerist við allar breytingar
hvort sem það er í pólitík eða annars staðar.
Að sjálfsögðu eru þeir komnir til að vera, en á hverju eigum við að lifa?
Við skulum nú samt vona að völvan verði ekki sannspá í öllu þessu
sem hún segir. Það má alveg vera logn í smátíma.
Gleðilegt ár.
![]() |
Völvan spáir stjórnarslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sorgleg byrjun á nýju ári.
1.1.2008 | 10:31
missa heimilið sitt,
gert sér nokkra grein fyrir hversu mikil sorg það er.
Ég sendi þessari fjölskyldu sem í þessu lenti mínar dýpstu samúð
með von um að þið getið fundið bjartsýnina,
þegar fyrsta sjokkið er liðið hjá.
Sendi ykkur ljós og orkukveðjur
Frá Húsavík.
![]() |
Hús stórskemmdist í eldsvoða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)