Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Óhugnaður.

Hvernig er þetta eiginlega orðið? það gengur allt út á það að berja menn,
hvað fá þeir út úr því?
Jú menn fá sektir og nafnið sitt á sakaskrá, er þeim alveg sama?
Hér áður og fyrr börðust menn og margir, en þá var viðmiðunin
sú að  lágu menn í gólfinu þá var hann sloppinn,
það tíðkaðist ekki að lemja liggjandi mann sem enga björg sér gat veitt.
Þetta voru sannkallaðir heiðursmenn hér áður og fyrr, eða þannigWoundering
Í dag þarf helst að næstum því drepa fólk.
                                 Góðar stundir.


mbl.is Hannes sleginn niður og er þríbrotinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggið í messi. Og Fór að Laugum í dag.

Veit ekki hvað er að gerast, fæ allskonar síður sem ég er ekki að biðja um
Verð að hringja í meistarana hjá mbl.is á morgun.
Við fórum að Laugum í dag ég hafði aldrei séð fínu íbúðina sem þær voru að fá
Dóra mín og stelpurnar, yndisleg íbúð í elsta hluta
Héraðsskólans að Laugum. Reykjadalurinn er að sjálfsögðu töfraveröld,
og ég tel það vera forréttindi að fá að njóta þessa skóla,
og ekki má gleyma Valgerði skólameistara og hennar starfsliði
það hlýtur að vera alveg frábært, annars væri ekki skólinn svona góður.


Heppinn.

Já en sko! Ég kalla þetta stundum að, vera viðutan,
horfa ekki í kringum sig, en kannski er það  vitleysa hjá mér í þetta skiptið,
en vissi ekki maðurinn af þessum línum, býr hann ekki á jörðinni?

Þar sem ég veit að bóndanum hlýtur að líða afar illa
þá sendi ég honum hlýja hugsun.

                             Góðar stundir.
 


mbl.is Tvö hross drápust þegar dráttarvél lenti á raflínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt.

Hún segir að sér lýði ekki illa yfir þessu, en ég tel annað.
Kona sem þarf einhverja hluta vegna að  eyða út barninu sínu,
hlýtur að líða illa. Engin er svo kaldlyndur að þetta sé ekkert mál.
Hún er í afneitun, það getur ekki annað verið.
Af hverju þurfti hún að gera þetta?
Og hvers vegna er þetta komið í blöðin?
Fóstureyðingar eiga aldrei rétt á sér: "Nema".
Og þetta nema er ansi víðtækt, en það er alfarið þeirra mál.
Í blöðin nei, afar ósmekklegt.
                                    Mitt mat.
                                           Góðar stundir.


mbl.is Eyddi fóstri heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Skammavísa.

             Ljótur kjaftur á honum er,
             um það flestum semur.
             Þó er verra, því er ver,
             það, sem úr honum kemur.

Kona nokkur yrti ónotalega á Níels Jónsson skálda,
         og hann svaraði með þessari vísu:

             Aldrei var það ætlun mín
             orð til þín að hneigja.
             Skötubarðaleppa lín,
             láttu munninn þegja.

Vestfirzk vísa.

             Allir hlutir mér til meins
             mæða vilja kraftinn.
             Ég hef ekki neitt til neins
             nema bara kjaftinn.

                                 Góða nótt. 


Er þetta ekki djók?

Mér er nú alveg sama hvað Björk gerið það er alfarið hennar mál,
en að allir  geri svona, nei," útilokað", ef þetta er ekki djók,
þá er Björk okkar að breytast afar mikið.

Nei trúi þessu ekki !Woundering
mbl.is Lítri af óblönduðum vodka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgunarsveitir eiga allt gott skilið.

Já þær eiga alla þá peninga skilið sem þeir geta fengið,
en er þetta samt ekki farið út í öfgar?
Ég meina sko þegar himininn logar af þessum fallegu flugeldum.
Spýtnadraslið dredast niður eins og aldrei áður,
og ómæld vinna bíður okkar við þrif á lóðum og öðrum svæðum
í bæjarfélaginu, svo ég tali nú ekki um peningana sem fara í
þetta hjá fólki.
Væri ekki ráð að styrkja sveitirnar á annan hátt?
Eða afmarka svæði, þar  sem mætti sprengja á.
Þetta er aðeins hugleiðing konu sem ógnar alveg þessi vitleysa,
eins og svo mörgum öðrum.

                                 Góðar stundir.
 


mbl.is Björgunarsveitirnar seldu vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá cool maður!

Það verður bara að fara að setja upp stór vegg spjöld,
til þess að þetta unga geeegt coola fólk fái útrás,
eða virkar það ekki? nei líklegast ekki.
þetta þurfa að vera hús sem fútt er í að skemileggja.
og sem þau vekja athygli út á.
Eru þau að kalla á hjálp? Já ég tel það.
Hvað er að, og hvernig er best að bregðast við,
hvað er búið að gerast í lífi þessa fólks?
Er til eitthver hópur sem talar við og spyr t.d. fólk sem lendir í svona
leiðindamálu, getum við hjálpað þér, hvað er að, viltu losna undan einhverju?
Ef slíkur hópur er ekki til þá væri ráð að setja það á laggirnar, " Strax"
Það þarf að hjálpa ekki bara að refsa.

                                          Góðar stundir.
 


mbl.is Krotað á veggi fjölda húsa í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Drukkinn maður bað unga stúlku að kyssa sig.
hún tók ekki undir það og þagði.
Þá sagði maðurinn:
,, Nú áttir þú að segja:,,Eigi leið þú oss í freistni".
,, nei sagði stúlkan. ,, Heldur frelsa oss frá illu".

        Andinn og holdið.

                        Sveinninn fékk sér fríða mey;
                         finnst mér rétt til getið,
                         að sálina hann sá aldrei,
                         en sárlangaði í ketið.

                                       Jóhann Sveinsson frá Flögu.

                                                    Góða nótt.
 


Gott mál.

Ólafur Ragnar Grímsson er búin að standa sig með afbrygðum vel
í starfi sem forseti Íslands.
Kona hans er yndisleg í alla staði.
og vona ég fyrir  hönd landsmanna að
þau sitji áfram á Bessastöðum.


mbl.is Býður sig fram til endurkjörs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband