Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Fyrir svefninn.

                          BRÉF  FRÁ  MÖMMU.

Kæri sonur!!!
Aðeins nokkur orð til að láta þig vita að ég er lifandi.
Ég rita þetta mjög hægt því ég veit að þú ert ekki fljótur að lesa.
Þú munt ekki þekkja húsið okkar þegar þú kemur heim!!,
við erum flutt.

Pabbi þinn hefur fengið nýtt starf, hann hefur verið settur yfir
fjögurhundruð manns, hann er sláttumaður í kirkjugarðinum.
Diddi frændi þinn drukknaði í síðustu viku í wyskí tank í
Dublinarbrugghúsinu, vinnufélagar hans reyndu að bjarga
honum en frænda þínum tókst að hrekja þá í burtu.
Lík hans var brennt en það tók 3 daga að slökkva eldinn.
Ég fór til læknis um daginn og fór pabbi þinn með mér.
Læknirinn setti slöngu upp í mig og sagði að ég mætti ekki
opna munninn í tuttugu mínútur, pabbi þinn keypti tækið
þegar í stað!!!

Það rigndi aðeins tvisvar í síðustu viku fyrst í þrjá daga
og síðan í fjóra. Á mánudaginn var svo hvasst að hænurnar
verptu sama egginu fjórum sinnum.
Við fengum bréf frá Líkvaldi grafara og hann segir ef síðasta afborgun
vegna útfarar ömmu þinnar verði ekki greidd innan þriggja daga
verði hún grafin upp.

Þín elskandi móðir ætlaði að senda þér þúsund krónur en því
miður var ég búin að loka umslaginu.

                              Þúsund kossar
                                  Þín móðir.


Var sögð ein góð í morgun.

Við fórum niður í kaupfélag í morgun, sem núna heitir Kaskó.
hittum þar einn úr Aðaldalnum, hvað segja bændur í dag?
Ja ég veit það ekki hef hvorki heyrt þá eða séð,
en hvað segir þú? Ég segi allt gott, en þú, segir hann
nú ég sagði allt gott. Við förum að spjalla og hann fer að
segja mér brandara, þar á meðal sögu frá sveitasímatímanum.

Tveir menn voru að tala saman í sveitasímann,
eftir smá stund segir annar maðurinn, hefurðu heyrt um hann Jón frá Bæ.
nei sagði hinn, en passaðu þig hún Þura í Ási er að hlusta,

Gellur þá í kellu hvaða helvítis kjaftæði er þetta ég er ekki
að hlusta.

Ég spurði þennan ágæta mann hvort hann gæti ekki ásamt öðrum
góðum mönnum tekið saman og sett í bók sögur frá þessu tímabili.
Hann gaf nú ekki mikið út á það, en kannski einhver geri þetta.
Þær mundu seljast eins og heitar lummur.
                        Kveðja til ykkar. Milla.


Maður hefur nú heyrt þetta áður.

Maður hefur nú heyrt þetta áður, að menn ætli að þrýsta
á ríkisstjórnina í þessu málinu sem og hinu.
Gæti maður ekki talið upp allmargar rullurnar þar sem
forsprakkar eldri borgara og öryrkja taka í hendur þeim
sem ætla að gera svo góða hluti fyrir láglaunafólkið.

Aldrei hefur neitt staðist í þeim málum sem og öðrum.
Það sést best á því að reiknað hefur verið út að einstaklingur
þarf að hafa 226.000 kr. á mánuði til að lifa.
En talað er um að  lífeyrisþegar hafi um 100.000. kr.á mánuði.
Er þetta mögulegt, er hægt að bjóða þegnum landsins upp á þetta,
vilja þessir hálaunamenn sem stjórna þessari óstjórn lifa af
launum þessum.
Ég skora á þá að gera það, nei þeir gætu það ekki,
mundi ekki einu sinni duga fyrir bensíni eða olíu á bílana þeirra.

Ég skora á forsprakka okkar lífeyrisþega að standa sig í stykkinu.
Mannsæmandi laun fyrir okkur, annað er ekki í boði.


mbl.is Eldri borgarar og öryrkjar vilja líka 18 þúsund krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kartöfluréttir og fleira.

Mikið hefur verið rætt um kartöflur og nýtingu þeirra
undanfarna daga, spruttu þær upp vegna krepputals
okkar hérna á blogginu.
Við þurfum nú ekki að kvíða uppskriftaleysi.
Rakst á það í blöðunum í gær að kartöflubændur hefðu
verið að gefa út uppskriftabækling.
Þar skilst mér að gegni ýmsa grasa, svosem
kartöflubrauð, og hátíðar súkkulaðikartöflukökur.
Haldið að það sé flott?
Í Fréttinni segir að bændur séu að bjóða upp á
21 aldar rétti úr þessum góða mat.
Kartöflur hafa verið ræktaðar í 250 ár á Íslandi.
Ár kartöflunnar er árið 2008 árið er haldið til að minna fólk
á mikilvægi  hennar og er hún ein af grunnfæðutegundum
heimsins, SKO var einhver að tala um fátækra mat.
Það sem meira er að þessi bæklingur er frír,
alveg satt hann kostar ekki neitt.
Þó við þolum ekki ruslpóst, tökum samt eintak.
                     kveðja Milla.


Nota byssu til að, Skjóta diskinn eða?.

Hef varla heyrt það asnalegra, 
varla getur maður dæmt um þetta tilvik,
en vissara að fara varlega ef manni skildi detta í hug
að festa eitthvað upp með byssu.
Sérkennilegt slys, allavega finnst mér það.
Farið varlega gott fólk.
mbl.is Ætlaði að setja upp gervihnattadisk en skaut konuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til starfsfólks, afar brýnt að lesa.

VEGNA  ÓÞARFA FJARVISTA STARFSFÓLKS FRÁ VINNUSTÖÐUM,
HAFA EFTIRFARANDI REGLUR VERIÐ SETTAR.

VEIKINDI.
Engin afsökun, við munum ekki lengur taka læknisvottorð sem
sönnun, þar sem við erum sannfærðir um að ef þú sért fær um
að fara til læknis munt þú einnig geta unnið.

DAUÐI ANNARRA.
það er engin afsökun. Það er ekkert sem þú getur gert fyrir þá.
Við erum vissir um að eimhver annar geti séð um málið.
Samt sem áður, ef þú getur séð til þess að útförin fari fram
síðdegis, munum við gefa þér frí í eina klukkustund,
ef verk þitt er komið svo langt að það geti haldið áfram hindrunarlaust.

SJÚKRAHÚSLEGA __ UPPSKURÐIR:
Við erum ekki lengur fylgjandi svoleiðis föndri.
Við óskum að bæla hverja hugsun um að þú þurfið að gangast
undir uppskurð . Við réðum þig með öllu sem í þér er og sé
eitthvað numið brott ert þú sannarlega minna
en við sömdum um.

DAUÐI ÞINN EIGIN.
Þetta mun vera tekið til greina sem afsökun, en þér ber að
tilkynna það með tveggja daga fyrirvara,
svo að við getum þjálfað annan mann í þitt starf.

MÆTINGAR.
Farið er fram á að fólk fari snemma að sofa þegar
vinnudagur er að morgni og noti tíman vel til að SOFA.
Mætið síðan þvegin og snyrt og í góðu skapi að morgni.

SNYRTING.
Að sjálfsögðu er miklum tíma eitt á snyrtiherberginu.
Framvegis verður farið eftir stafrósröð, þannig að
þeir sem bera nafn sem byrjar á A fari kl 9.15 til 9.30 o.s.frv.
Ef þú ert ekki fær um að fara á þínum ákveðna tíma,
verður þú að bíða næsta dags.

Starfsfólki ber að fara eftir reglunum.

Þessar reglur hanga örugglega uppi á öllum vinnustöðum,
en mig langaði samt aðeins að minna á þær.
                        Kveðja Milla.


Fyrir svefninn.

Katrín í Haga hafði erft mikið fje eftir foreldra sína
og var sjálf ágætlega efnum búin, enda vissi hún af því.
Katrín átti gjafvaxta dóttur, sem trúlofaðist og giftist,
síðar manni sem Þorbjörn hjet. Hann var efnismaður
og og þjóðhagasmiður, en fátækur.
Vinkona Katrínar heimsótti hana nokkru eftir að
dóttir hennar giftist, óskar henni til hamingju með
tengdasoninn og segir, að hún geti verið ánægð með
Þorbjörn, því hann sje mesti efnismaður.
>> O, jæja,<< sagði Katrín, >> ekkert lagði hann nú
til í búið nema tólin.<<


Staka.

             Fríðri ann ég baugabrú
             bröttu á Ísastræti.
             Hún fór þversum.-- Hana nú!
             Hvaða bölvuð læti!
                                       Magnús Teitsson.

Til stúlku.

            Þú ert ekki, Þura, stillt,
            þegnum sýnir hrekki.
            Stríðir þú við stuttan pilt,
            en strákurinn vill þig ekki.
                                       Magnús Teitsson.

                                                   Góða nótt.Sleeping


Bara frábært.

Heyr fyrir þessum mönnum, af hverju taka ekki allir þátt,
og stoppa bílana sína á óheppilegustu stöðum.

Kannski þetta verði til þess að fólk fari að mótmæla öllu
mögulegu  eins og hækkandi vöruverði almennt.
      Áfram TRUKKA-stjórar þið eruð bara flottir.


mbl.is Vörubílstjórar stöðva umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er einhver meining í tali okkar um kreppu?.

Við erum mörg okkar búin að vera að tala um það
kreppuástand sem talið er að skelli á okkur innan tíðar.
Það er nú þegar komið, hefur verið að síast inn á okkur
í langan tíma, en það er eins og fólk trúi ekki á það.

Fólk trúir bara á þessa líka yndislegu háu herra sem
eiga að vinna að hag okkar peðanna.
Allir samþykktu samningana, voða glaðir, en það var búið
að sjá fyrir þeirri hækkun áður en þeir voru undirritaðir.
Ég hef ekki skilið fólkið í landinu í tuga ára,
það er búið að vera sinnulaust fyrir réttindum sínum,
heldur það virkilega að það sé í lagi að bjóða okkur upp á
endalausa niðurlægingu.
Nei það er ekki í lagi.

Fyrir 40 árum síðan voru flestir með góða og vel borgaða vinnu,
en samt var til fátækt, hún hefur alltaf verið til,
og mun alltaf verða til.

Lítill drengur reyndi að bjarga málunum.

Drengurinn kom inn í búð í plássinu sem hann bjó í.
Hann fór fram á lager, settist á stól og sagði: ,, Kona",
getur þú gefið mér brauð og mjólk, það er engin matur til
heima og systkini mín eru svöng og tárin láku niður fölar kinnar.

Hann bað ekki um mikið þessi elska og hann fékk það sem hann
bað um og meira en það.
Hann labbaði alsæll heim með poka fullan af mat.

Þetta er sönn saga. Og þetta hefur og verður ætíð til.
gerum eitthvað í heimamálum okkar, við verðum fyrst og fremst
að hlú að okkar, og við þurfum að berjast fyrir því.
                      Góðar stundir.


Fyrir svefninn.

Kona kom inn í sölubúð og spurði, hvort þar væru
perur til sölu.
,, Nei", svaraði búðarmaðurinn. ,, Við höfum ekki perur,
en við höfum apríkósur". ,, Jæja segir konan,
,, ég ætla að fá eina 50 kerta".

Gömul vísa um Skálhollt.

                        Héðan burt í friði fer,
                        feginn af hjarta glaður.
                        Veit ég ei, hvort verra er
                        Víti eða Skálholtsstaður.

Á Selfossi var haldin sýning í heimilisiðnaði.
kona Eiríks Einarssonar útibústjóra lagði fram sýnishorn
af handavinnu sinni, þar á meðal kvenbuxur,
og var lokið á þær lofsorði.
Ragnar Ásgeirsson skoðaði sýninguna og kvað þessa vísu:

                       Ýmislegt var ágætt þar
                       austur frá hjá brúnni,
                       en bestar voru buxurnar 
                       af bankastjórafrúnni.

                                              Góða nótt.Sleeping


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.