Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Til hamingju Blog.is.
1.4.2008 | 09:53
Mér finnst það tilheyra að óska okkur öllum til hamingju
við bloggarar á blog.is eigum afmæli.
Í leiðinni að þakka fyrir góða þjónustu sem þeir hjá mbl.is
hafa veitt okkur.
Vona ég að við eigum góð ár framundan og að bloggið
verði heiðarlegur og góður vettvangur fyrir skrif okkar.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Atburður sem situr í minningunni.
1.4.2008 | 09:44
þessi minning kom upp í huga mér, er talað var
um virðingaleysi gagnvart börnum í gær.
Þannig var fyrir mörgum árum síðan, kom ég ætíð
á sveitabæ nokkurn hér á landi.
Nú að gömlum og góðum sveitasið var boðið upp á kaffi
og með því, og ekki stóð á því á þessum bæ.
Einn faðirinn í hópnum sagði við börnin, farið þið út að leika ykkur
meðan við drekkum.
Þá sagði húsmóðirin, hér ræð ég, fyrst gef ég börnunum að drekka
síðan fáið þið, á meðan þau drekka setjist þið inn í stofu og spjallið,
því eins og þið hljótið að muna þá hafa börn,
enga þolinmæði til að bíða eftir mat, en þið eruð fullorðið fólk
og getið beðið.
Þetta er og verður það viskulegasta sem ég hef heyrt.
Það mættu margir þaka þessa vitru konu sér til fyrirmyndar.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)