Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Vantar 27 milljarða, það munaði ekki um það.
3.4.2008 | 15:20
Ítrekað er mikilvægi þess á alþingi í gær að flýta gerð sundabrautar.
Kristján L. Möller okkar ágæti samgöngumálaráðherra segir
undirbúning sundabrautar ganga vel; mat á umhverfisáhrifum
jarðgangnaleiðar er að hefjast, benti hann á að það yrði í 4=5 sinn,
sem umhverfismat væri gert,
en jafnoft hafi hugmyndir um nýa legu brautarinnar komið upp.
Hvað kosta svona umhverfisáhrifamat?
Og hvaða déskotans rugl er þetta með þessi göng öll?
Vitað mál er að göngin munu kosta mun meiri pening,
en búist er við, og ætla ég hreint að vona að þetta
umhverfismat sýni ótvírætt fram á
að ekki sé hættulaust að leggja þessa leið í göng.
Ég hef ekkert á móti göngum og fer öll þau göng sem á vegi mínum verða,
en ég mun aldrei fara þessa leið til Reykjavíkur, ef jarðgangnaleiðin
verður fyrir valinu.
Vonandi verður heilbrigð skinsemi fyrir valinu.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Látum ofbeldið ekki viðgangast lengur.
3.4.2008 | 07:37
Það er vitað mál að börn eru beitt kynferðislegu og
um leið andlegu ofbeldi, því það tilheyrir hvort öðru.
Minna hefur verið í umræðunni, barsmíðar á hendur börnum,
og er það vel að rannsaka eigi það betur.
Vegna þess ef við lemjum börnin, þá erum við að brjóta sjálfið
þeirra niður í skítinn,
og þau verða ekki eins vel í stakk búin til að segja
nei, ef einhver ætlar að gera þeim eitthvað illt.
Börn hafa alltaf orðið fyrir því að verða sú persóna á heimilunum
sem auðvelt er að skeyta skapi sínu á.
Þau þurfa að þola ýtingar, hristingar og jafnvel að þau séu
lamin illa, já bara hvar sem er á litla líkamann sinn.
Fagna ég þeirri frétt að það eigi að fara að taka á
þessum málum.
því fyrirgefið, kemst fullorðið fólk, með fulla krafta upp með að
berja næstu persónu bara sí svona?
Nei ekki aldeilis, en það kemst upp með að berja börnin sín
þurrka svo tárin, og ýta þeim af stað í skólann með orðum eins
og vertu nú góð.
Skilur barnið nokkuð í því sem gerðist?
nei því það veit ekki til þess að það hafi verið að gera neitt rangt.
Vinnum öll saman að þessum málum.
Góðar stundir.
Ofbeldi gegn börnum verður rannsakað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fyrir svefninn.
2.4.2008 | 20:17
Hjón á Vesturlandi höfðu átt einn son nokkru eftir
að þau giftust. Svo liðu 18 ár,
að þeim varð ekki barna auðið. þá fæddist þeim mær,
Hún var svo lasburða og ómáttug, að yfirsetukonan
þorði ekki annað en að skíra hana skemri skírn.
Eins og siður er til, fór yfirsetukonan og tilkynti presti
þetta, en þar sem hún var flumbra mikil og fljótfær,
þorði prestur ekki annað en að grenslast eftir,
hvernig hún hefði framkvæmt skírnarathöfnina.
>> Jeg skírði barnið í nafni föðurins og heilags anda.<<
>>En hvað var um soninn?<< spurði presturinn.
>> sonurinn,<< svaraði yfirsetukonan,
>> hann var uppi á reykjum að sækja naut.<<
Davíð Á Jódísarstöðum í Eyjarfirði var hreifur af víni.
þar á bænum var stúlka gjörvileg og dálítið fín með
sig, og fór Davíð að stríða henni.
Hann kvað þessa vísu við hana:
Silfurbeltis göfug Gná,
girnd ei sveltu mína.
Hórdóms velt ég öldum á
upp í keltu mína.
Þegar drykkinn þraut.
Ég við mína sálu sver,
--síst skal undan hopa:
Glaður é til fjandans fer
eftir whiskydropa.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heldur fólk að það sé konungsborið.
2.4.2008 | 17:01
Góð myndin af þeim skötuhjúum Ingibjörgu og Geir,
Þar sem peðin eru að brjálast og verða að djöflum,
og Geir þessi endemis friðarsinni,eða köllum það
heldur sinnulausi, segir við Ingibjörgu.Sjáðu alla borgarana,
sem ætla að hjálpa okkur til að bjarga bönkunum.
Ja hérna það er nú ekki í lagi með suma.
Því þetta er einmitt hugsunarhátturinn.
Á meðan Geir hvetur til þess að kaupmenn hækki ekki vöruna sína
og við peðin eigum að spara, spara af hvaða peningum?
við rétt skrimtum.
Geta þeir bara hagað sér að vild, hækkað og hækkað, sveiattan.
Ingibjörg vill lækka tolla á kjöti, segir það ekki hafa áhrif á hag bænda,
en muni hafa umtalsverð áhrif á neytendur.
Aldrei mundi ég kaupa innflutt kjöt, ég mundi aldrei stuðla að því
að Íslenskir kjúklinga og svínabændur færu á hausinn,
enda er okkar kjöt bara einfaldlega best.
Ég hef nú löngum haldið því fram, að ráðherrar vorir haldi að þeir séu
komnir í leikhús er þeir hald innreið sína á vort háa alþingi,
og haldi að þeir séu, konungsbornir, nei ekki aldeilis,
komið nú niður á jörðina og farið sjálfir að spara.
Einkaflugvél á Nato fund, gengur ekki vel í peðin það er á hreynu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Það er svo margt sem er hættulegt almenningi.
2.4.2008 | 14:40
Þar sem ég er algjörlega hlynnt þessum mótmælaaðgerðum
sé ég ekki að þær skapi hættu-ástand fyrir almenning,
Þeir væru ekki að stuðla að því þessir flottu strákar
sem eru að berjast fyrir okkur sem ekki geta tekið þátt
og að sjálfsögðu einnig fyrir sjálfan sig og sín fyrirtæki,
það er okkur í hag líka
Hvað er almannahætta? eru það ekki einnig allar þær
vegaþrengingar út um allt land, sem við þurfum að þola
svo ég tali nú ekki um Reykjanesbrautina frægu, hún
hlýtur nú að fara að komast í heimsmetabókina
vegna óhappa á henni, sem er of sorglegt að fara út í.
Góðar stundir.
Klárlega almannahætta" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Maður með húmor.
2.4.2008 | 10:09
Já kemur bara brosandi inn í flugstöðina á þórshöfn á Langanesi.
Hefði viljað vera í þessari för.
Hugsið þið ykkur þessi Russel var á leið til Færeyja,
stígur upp í Twin Otter vél Flugfélagsins og lendir síðan
á Þórshöfn á Íslandi, þar sem ekkert er að sjá í margra kílómetra
fjarlægð, ekki að það sé mikið öðruvísi þar sem maður lendir
í Færeyjum.
Nú hann fékk þó sárabætur, að fljúga til Grímseyjar og ekki er það
nú dónalegt, og mistökin urðu til þess að hann ákvað að sleppa
Færeyjaferð og vera bara á Íslandi í staðin.
Flottur maður þetta.
Lenti á rangri Þórshöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Við getum farið á skíði, Jeeeeeeeeeeee!.
2.4.2008 | 06:27
Ekkert skrítið að fólk héldi að um aprílgabb væri
að ræða þegar troðarinn hóf vinnu sína í gær.
Dóttir mín fór og spurði manninn á troðaranum,
ertu að grínast? Nei nei sagði hann,
Það verður opnað eftir smá.
Hún dreif sig heim og náði í skíði barnanna, sótti
þær frænkur svo í skólann, og þær alveg um leið,
það er hægt að fara á skíði og meira að segja mín litla
sem er 4 ára fékk aðeins að prófa.
Það voru sælar ömmustelpur sem komu í kvöldmat til okkar í
gærkveldi. Ég vona svo sannarlega að þetta haldist smá.
Gaman, gaman að leika saman.
Ekkert skíðagabb á Húsavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fyrir svefninn.
1.4.2008 | 21:36
sátu eitt sinn að sumbli.
greindir menn voru þeir báðir, en ertnir, einkum við öl.
Tómas var lengi búin að særa Þorvald með hinu og þessu,
en hann þegir. loks segir þorvaldur:
>>mikið heldur þú þjer annars vel, Tómas minn.
Ekkert fer þér aftur.<<
Tómasi þótti lofið gott, og spyr, hvað hann hafi
sjerstaklega til marks um það.
>>Til dæmis ertu nú alveg eins grobbinn, ef ekki
grobbnari, en þegar ég kyntist þjer fyrst,<<
svaraði Þorvaldur.
Neðan á bréf til Th. Thorsteinsens kaupmanns 1860.
Læt ég fylgja lítinn kút,
lýðir naumast sjá hann.
Í búðina, Steini, bröltu út,
blessaður, láttu á hann.
Vísa kveðin í Eyjafirði, þá er dóttir amtmanns
Stefáns Þórarinssonar, Anna, er síðar var gift P. Melsted,
átti barn með Möller búðarmanni á Akureyri.
Skrúða roki af skikkju sól
skráð er snart að linni.
Búðarlokan elti ól
hjá amtmannsdótturinni.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Á þetta að spara peninga?.
1.4.2008 | 16:14
Það er ótrúlegt að þessi ráðstöfun spari peninga,
þar sem ef þessu verður skipt upp í þrennt þá þarf
þrjá yfirmenn, hverjum skildi vanta yfirmannstöðu
í Reykjanesbæ?
Lögreglustjóraembættið á Suðurnesjum hefur haldið afar vel
utan um þessa málaflokka.
En Birgir þingmaður sjálfstæðismanna segir að það útiloki ekki
það góða og nána samstarf sem verið hafi milli þessara greina
ríkisvaldsins, en það náist betur utan um fjármuni, stjórnsýslu og
rekstrar.
Náist betur utan um, er það vandi að skilgreina útgjöld þó að
batteríið sé stærra?
Og svo er verið að hrófla við þessu góða og nána samstarfi með
þessum breytingum.
Það verður að stoppa þessa vitleysu, hvað á dómsmálaráðuneytið að
fá að komast upp með mikla vitleysu, á það að vera endalaust.?
Stoppum þetta rugl.
Ítrekar efasemdir um skipulagsbreytingar á Suðurnesjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Áfram með mótmælin.
1.4.2008 | 14:26
það má aldrei gefast upp í baráttunni fyrir bættum kjörum
okkar, nú er það bensín og olíuverð,
síðan ættu allar húsmæður að taka sig saman og neita
hækkun á matvörum.
Gangi okkur vel í baráttunni.
Búist við mörgum á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)