Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Aþena Marey.
18.7.2008 | 14:49

Þetta er litla ljósið hennar ömmu hún Aþena Marey.
Hún er næstyngst af mínum barnabörnum, fæddist 11/3 2005 ég var viðstödd
Og eins og ég hef sagt áður, þá er það undur veraldar að vera viðstödd
fæðingu barnabarna sinna, hef verið viðstödd hjá fimm af þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Skondnar spurningar hjá sumum.
18.7.2008 | 10:42
Var spurð fyrir nokkru, af hverju þessi áhugi svona allt í
einu á velferð fólks, sérstaklega börnum og ungmennum.
Búin að velta þessu fyrir mér nokkuð, ákvað að blogga
aðeins um þetta.
Auðvitað með til komu tölvunnar fá fleiri að vita hvað
maður hugsar og hvaða skoðanir maður hefur.
Fólk sem þekkir mig mjög vel mundi ekki spyrja svona,
ég hef alltaf haft áhuga fyrir réttlæti til handa öllum, og
ofbeldi hef ég aldrei þolað.
Mörg ykkar vita af hverju ég þoli ekki ofbeldi.
það hafði djúp áhrif á mig sem krakka og ungling, er ég
kynntist því að til voru heimili fyrir vandræðastúlkur,
eitt slíkt var rétt hjá þar sem foreldrar mínir áttu sumarhús,
sem sagt við Elliðaárvatn í Vatnsendalandi.
Ekkert vatn var í bústaðnum svo við fórum oft og náðum í vatn
í þetta stóra hús, sóttum það í þvottahúsið í kjallaranum.
Voru þá stelpurnar oft að tala við okkur krakkana, sko út um
gluggana.
Ég ólst upp við gott atlægi, en mikil var fátæktin á þeim áru eftir stríð
og man ég alla tíð er börn komu ekki með nesti í skólann, það var
ekki til matur á heimilunum. Mér þótti þetta sárt.
Nú það koma ár hjá öllum sem gera það að verkum að maður setur
þetta í geymslu, eins og við gerum við mailin okkar í dag.
Það er skólinn unglingaárin og svo margt skemmtilegt sem gerist í
lífi manns.
Síðan giftist ég átti Dóru mína, skildi og giftist aftur, eignaðist 3 börn
í viðbót, öll eru börnin mín yndisleg og get ég eigi kvartað undan því.
Ég var formaður barnaverndarnefndar Sandgerðis í átta ár,
og var það mikil reynsla.
Skildi svo við óvættina og þá byrjaði lífið upp á nýtt og er ég búin að
njóta þess síðan að rækta sjálfan mig og sættast við fortíðina.
þegar ég eignaðist tölvu opnaðist nýr heimur í því að láta gott af sér leiða
og finnst mér það alveg stórkostlegt hvað miklu er hægt að koma á framfæri.
Ég mun trúlega aldrei breytast hvað það snertir að berjast með mínum orðum
fyrir réttlæti til handa börnum og bara öllu fólki, en ef við byrjum ekki er
börnin eru lítil að vera vakandi yfir velferð þeirra, fáum við ekki eins
hamingjusama unglinga og þar af leiðandi alls ekki kærleiksríkt fólk.
Kveðjur til allra
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fyrir svefninn.
17.7.2008 | 20:33
Guðmundur Hannesson prófessor var að prófa
læknanema. ,,Nú eruð þér sóttur til konu í barnsnauð",
segir Guðmundur, hvað gerið þér þá fyrst?"
,, Ég athuga konuna til að sjá hvernig fæðingin muni ganga",
svarar læknaneminn.,, nei, ekki gerið þér það", segir Guðmundur.
,, Ég fer að sjóða verkfærin, ef ég held,að þurfi að taka barnið
með töngum", segir hinn.
,, Ónei, ekki gerði þér það", segir Guðmundur.
,, Þér heilsið fólkinu fyrst".
Ef þú spyrð.---
Ég því svara, ef þú spyrð,
hvað auðnu heimsins brjálar;
Þeir eru margir merðirnir,
en miklu færri Njálar.
-------------------------------------
Það er nú farið að ganga aftur og fram að manni, " hvað?"
Nú þetta veðurfar hér norðan heiða.
veit ég vel að í pirrurnar á mörgum fer, að tala um veðrið,
en öll gerum við það samt.
Gott var um miðbik dagsins, núna er komin skítakuldi,
sem hæfði betur haustinu.
Enda spáði ég þessu veðri, og vona ég úr því sem komið er
að hún gangi eftir hjá mér að engan snjó við fáum fyrr en eftir áramót.
Vona bara að fólk norðan heiða lesi ekki þessar línur.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Það sem maður ekki kann.
17.7.2008 | 14:08
Kæru vinir þið verðið að afsaka ljóskuna, sko lærði í gær
að færa og vista myndir, en núna veit ég ekki hvernig ég
læt margar myndir í röð og texta á milli, verð að hringja í
tvíburana mína fram í Lauga er vinnudegi þeirra líkur
og fá leiðbeiningar,
fyrst fæ ég ræðuna og svo leiðbeiningarnar,
en maður verður að taka ræðunni
er maður kann ekki meira en ég.
Þessar myndir voru sem sagt teknar í Njarðvíkunum er við
fórum suður um daginn, þær eru fleiri
og verða settar inn seinna þegar þær hafa tíma.
sko þær eiga nefnilega myndavélina tvíburarnir mínir.
Sem sagt þetta eru tvíburarnir gullmolarnir mínir
og mín fallegu barnabörn frá Fúsa mínum og Sollu minni.
Kveðjur Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það gerðist fyrir mörgum árum.
17.7.2008 | 08:44
Fyrir margt löngu síðan, að vetri til.
Veðrið var hreint út sagt frekar leiðinlegt, stórhríð og rok.
Yngri börnin mín, voru aldeilis ekki á því að vera heima
vildu fara í leikskólann, nú hann var nú bara rétt handan götunnar
svo ég klæddi þau og mig upp til að fara með þau.
Fór síðan heim til að dunda mér í verkum dagsins, sem ég var nú
að mestu búin með, þau fóru nefnilega bara eftir hádegi í skólann.
Um klukkan fjögur stoppar bíll með miklum ljósum fyrir utan hjá mér,
ég til dyra og inn kemur Óli lækur sem kallaður var,
björgunarsveitamaður, smiður og allt í öllu maður hjá okkur í
Sandgerði.
Hann segir: ,,Milla mín bara að segja þér að það er allt í lagi, en við erum að
koma með hana Millu litlu hún meiddi sig," þá hafði hún klemmt sig á hurð
og það þurfti að fara með hana inn á sjúkrahús í keflavík.
Jórunn leikskólastýra hringdi bara í Óla sinn, hann er maðurinn hennar,
Hann kom á björgunarsveitarbílnum og þau brunuðu í allri ófærðinni
til keflavíkur.
Það sem ég vill segja með þessari sönnu sögu er hvað kærleikurinn og
hugulsemin var og er rík í þessu fólki, í marga daga á eftir voru að koma
kveðjur frá leikskólanum, og á Milla mín enn þá kort sem Jórunn teiknaði
og kom með til hennar frá öllum á leikskólanum.
Allir voru eitthvað sérstakt er þetta gerðist.
Það er svo gott að rifja upp svona minningar, það gleður hjarta manns.
Kveðjur inn í yndislegan dag.
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fyrir svefninn.
16.7.2008 | 20:42
Tendra þetta kerti að tilstuðlan hennar
Röggu bloggvinu minnar.
Ég tendra þetta kerti til stuðnings öllum þeim sem eiga um sárt að binda.
Guð veri með og hjálpi okkur öllum til að hafa skilning á sárindum annarra
og gera eitthvað í þeim málum.
Látum ekki eins og ekkert skipti okkur máli.
Látum okkur varða um það sem gerist í kringum okkur.
Ég ætlaði margt og mikið að gera,
en allt mitt starf finnst mér ónýtt vera.
Ég braut vildi ryðja og bræða ísa
og öðrum til hamingju veginn vísa.
Já, flytja sólskin í sérhvert hjarta,
er hrekti í burtu húmið svarta.
Ég ætlaði líka að yrkja og skrifa
heiminum bæði til heilla og þrifa.
Mér burðarás oft ég um herðar reisi
svo líf mitt er eintómt eirðarleysi.
Kæru vinir snúum því við sem neikvætt er, látum störfin okkar
eigi til ónýtis verða.
Látum eigi eirðarleysið ná tökum á okkur.
Stöndum vörð um hvort annað og gleymum því aldrei.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)