Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Blómastelpa 2
16.7.2008 | 19:45
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Blómastelpa.
16.7.2008 | 14:54
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Að dæma fólk, ja fyrir hvað?
16.7.2008 | 06:52
Skondið til umhugsunar, fólk er að tala saman, allt í lagi,
en ekki er sama í hvaða tón er talað.
Sumir eru ætíð með svoddan dómaratón, eins og það
sé að upphefja sjálfan sig á kostnað annars fólks.
Frekar smáborgaralegt, eins og sagt er.
En er það ekki bara kallað lágt sjálfsmat, held það.
Sumir eru ætíð með sínar skoðanir í hávegum og getur engin
annar haft skoðun og að það sé borin virðing fyrir henni.
Algengt er að línufólkið dæmi aðra hástöfum fyrir sínar skoðanir
og vilja ekki umgangast það fólk,
vegna þess að það hefur sínar skoðanir.
Hvað kallast það? Er það kannski frekja á háu stigi, heimska,
mannfyrirlitning, eða jafnvel geðveila á vissu stigi.
Hvað segi þið um yfirmenn, sem níðast á fólki með sínum skrítnu
skoðunum, sem það hefur á því, hvernig hlutirnir eiga að gerast,
þrátt fyrir að það séu til vissar reglur fyrir því og allir vita það
nema yfirmaðurinn sem vill breyta með sinni drottnunargirni bara
til að kúga fólk og dæma.
Að mínu mati á að reka svona yfirmenn, og aðra þá sem nota þessa
vanvirðingu við fólk.
Hugsið þið ykkur unga fólkið okkar, sem er að byrja á vinnumarkaðnum
margir þurfa að þola svona framkomu, og það er ekki gott.
Annars svaf ég eins og engill í alla nótt, er búin að borða morgunmat,
heyri að engillinn er að taka út úr uppþvottavélinni,
þá er hann búinn að fara í sturtu og gera sig fínan og sætan, fyrir, "mig"
nei bara fyrir daginn, síðan býr hann um rúmið og opnar alla glugga,
gengur hann síðan frá þvottinum sem hann þvoði í gær,
mín föt fara sko ekki í þurrkara, öll hengd upp á herðatré.
kröfuhörð kerla hér á bæ.
Og nú er ég að fara í sturtu og gera mig fína og sæta,
er að fara í sjúkraþjálfun.
Knús kveðjur til ykkar allra.
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Fyrir svefninn.
15.7.2008 | 21:16
Í dag vorum við gamla settið að versla í Kaskó, sé ég hvar
minn maður tekur upp hnoðra sem kom hlaupandi í fangið
á honum, er hún sá mig teygði hún sig í ömmu og sagði
amma mín, er nokkuð til yndislegra? Við hittum hana nefnilega
ekki í gær er við komum heim.
Hún hjálpaði svo ömmu og afa að versla, sem var að sjálfsögðu
mjög svo þarft, Hún var með mömmu, pabba og stóru og fórum
við síðan öll heim til okkar á eftir í kaffi.
Litla ljósið mitt þarf ætíð að setja í könnuna, og gerir það með sóma,
settumst síðan inn í stofu og fengum okkur kaffi og brauð.
Systur fóru í skólaleik og við spjölluðum.
Bára Dísin mín hringdi í morgunn, hún er hjá pabba sínum í
Hafnarfirði, svo við höfum ekki séð hana í hálfan mánuð.
Við spjölluðum saman í langan tíma hún þurfti að segja ömmu
allt sem á daga hennar hafði borið, hún kemur heim eftir viku.
Smá eftir hana Ósk.
Sléttubönd.
Nýtur lífsins aldrei einn
ávallt hlaðin störfum
hlýtur gleði sjaldan seinn
sinnir allra þörfum.
Grönnum bjóða þýðlegt þel
þjóðar gjafir sínar.
Mönnum heilsa vinir vel
vonir glæðast mínar.
Skíru gulli líkist lítt
leiðar vísur metur.
Hýru brosi eðlis ýtt
undir sitthvað getur.
Geymir artin dýra dáð
dyggðum skartar lundin.
Dreymir hjartað ríka ráð
rætist bjarta stundin.
Gleymið þjóðar arfi öll
aldrei vísur gjörið.
Geymið snilli hvergi köll
kvæða lífga fjörið.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Komin heim, heim, heim.
15.7.2008 | 08:25
Komum heim í gærkveldi, lögðum af stað suður suður til Reykjavíkur á
fimmtudagsmorguninn, vorum komin í Grafarvoginn til Ingólfs bróðir
og Ingu um kaffileitið, Ásta frænka var komin frá Danmörku með litla
manninn og Dagbjörtu sína elstu það var æði að hitta þau, eins og alla
í Krosshömrunum.
Fórum síðan að hitta mömmu sem er á Skógarbæ, Æ hún er orðin ósköp
léleg, lá bara þarna á koddanum sínum, svo falleg með sitt silfurgráa
hár, hún hefur reyndar aldrei verið með hrukkur, en núna var hún svo
slétt og yndisleg.
Keyrðum síðan Dóru og snúllurnar mínar í kringluna, þær ætluðu að
versla smá sko þið vitið smá.
Komum í Njarðvíkurnar til Fúsa míns, Sollu og þar á ég einn ljósálf og
tvo prinsa þau eru bara yndisleg, mikið knúsað og kjassað.
Fengum Meksikanst að borða, seint að sofa, en alsæl.
Daginn eftir fórum við í Sandgerði að heimsækja vini okkar þar,
Hittum líka tvær dætur þeirra og litla englaskjóðu, barnabarn.
Þetta eru vinir mínir til tuga ára og ætíð vert að hitta þau.
Seinna um daginn fórum við að hitta Einar Bjarna, hann er barnabarn
Gísla, Söndru konu hans og litla 3 mán. dúllu sem þau gerðu Gísla af
langafa með, hann var reyndar langafi fyrir, en ég meina það sko,
að búa með tvöföldum langafaHafið þið prófað?
Á laugardeginum fórum við í skemmtilegt brúðkaup,
Þau voru að gifta sig Stefanía frænka mín og Kassam,
Þetta brúðkaup hafði djúp áhrif á mig, þarna sameinuðust tveir
menningar og trúarheimar, fólkið hans kom frá Marokkó,
allir voru eins og einn maður, dönsuðu saman og voru glaðir,
Stebba frænka og hennar tvær dætur, eru bara eins og ég ætti þær
Svo eru tengslin mikil á milli okkar, mín og minna og Ingólfs bróðir
og hans fólks.
Megi alheimskrafturinn fylgja þeim öllum lífið út.
Á sunnudeginum voru allir frekar latir, en fórum samt að heimsækja
barnabarn Gísla og nafna sem býr í Njarðvíkunum, og hans fjölskyldu,
Gísli Janus er 12 ára, hann á tvo frábæra bræður, og þeir bræður og
barnabörnin mín ganga í sama skóla.
Eins og ég sagði áður þá komum við heim í gær, ég er að drepast í
skrokknum og þreytt, en alsæl hvað þetta gekk vel hjá mér.
Held samt að Neró minn hafi verið fegnastur, hann sefur enn.
Knús á ykkur öll.
Milla.guys.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Jens Gud. beðin um að fjaflægja færslu.
10.7.2008 | 05:51
Er það eitthvert leyndarmál, er maður framkvæmir slíkan glæp?
Ef ég væri þolandinn mundi ég vilja láta birta mynd af manninum.
Að mínu mati er þetta það stór glæpur að við eigum heimtingu að
fá vitneskju um hver maðurinn er, ég tala nú ekki um, þar sem allt
Ísland veit það á bak við tjöldin nú þegar.
Fyrir mörgum vikum barst mér mail, með mynd og öllum
upplýsingum um þennan mann, sá sem sendi mér þetta mail
vildi senda mér þetta vegna þess sem ég tiltók hér á undan.
Ég setti þetta mail í geymslu til betri tíma, en líklegast eyði ég
því bara núna.
En ég segi nú bara ekki annað en það er ekki sama hvort það er
Jón eða sr. Jón sem á í hlut.
Eiga ekki allir aðstandendur jafn erfitt í svona málum?
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Fyrir svefninn.
9.7.2008 | 20:01
Eftir hana Ósk Þorkelsdóttur okkar frábæra hagyrðing
Norðurþings.
Laxveiðidraumur.
Eitt sinn stóð ég ána við
og ætlaði að veiða.
Ég halda vil þeim höfga sið
og helst þá stóru deyða.
Stund ég stóð þar einn
stöngina ég mundaði og leit til guðs.
Óljúfi herra leiddu til mín
lax, ég á þann greiða.
Eftir stund ég stakk við fótum
stór var á að bíta.
Upp þá leit ég augum skjótum
á var sjón að líta.
Risavaxinn lax
renna sér um ána svona silfurfagur.
Þetta get ég þakkað guði
þennan skal ég nýta.
Barðist ég nú bökkum í
bráðina vildi hreppa.
Mikill var sá móður því
að miklu var að keppa.
Togaði ég í
tekið var á móti fast og örugglega.
Skyndilega skeði eitthvað
skepnan var að sleppa.
Í örvæntingu óð ég bara
ána eins og sauður.
Ekki skal hann frá mér fara
fyrr en ligg ég dauður.
Stökk ég flatur fram
fálmaði með höndunum og náði þarna
taki miklu traustu og góðu
titrandi og rauður.
Upp ég hrökk er öskur skar
mín eyru, þú mátt trúa.
Ég konu mína kreisti þar
hvítur vel um hnúa.
Leit hún ill mig á,
ertu nú að veiða einhvern stóran lax.
Ég heppin var þú hann varst ekki
úr hálsliðnum að snúa.
Fannst upplagt að færa ykkur þessar vísur,
það er nú einu sinni laxveiðitíminn núna.
heyrumst aftur á þriðjudaginn.
Góða nótt kæru vinir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Er að fara í frí, leggjum af stað snemma í fyrramálið.
9.7.2008 | 16:01
happi of fljótt, losnið ekki við mig svo mjög lengi,
kem aftur að tölvunni á þriðjudagsmorgunn.
Við erum semsagt að fara suður í brúðkaup, bróðurdóttir mín
er að fara að gifta sig með pompi og prakt á laugardaginn.
Við munum koma við hjá Ingó bróðir og hans fjölskyldu, að vanda,
um leið og við komum í bæinn, hann er í Grafarvoginum,
þar fáum við okkur kaffi og spjöllum.
Förum síðan í Skógarbæinn til mömmu.
Síðan rúllum við til Suðurnesja, nánar til tekið í Njarðvíkurnar.
Við munum gista hjá Fúsa, Sollu og englunum mínum sem ég á þar.
Ég hlakka svo til að sjá þau.
Nú við ætlum bara að dúlla okkur á Suðurnesjunum, fara í Sandgerði
og hitta vini og ættingja, þeir eru þarna út um allt.
Í brúðkaupið á laugardeginum, dúllu snúll á sunnudegi,
Heim á mánudegi, snemma því við ætlum að koma við í Vesturhópinu
hjá Nonna bróðir og Svövu, ekki dónalegt að koma þangað,
toppmóttökur alla tíð.
Dóra mín verður með okkur, hún er nefnilega besta frænkan,
sko fyrir utan mig svo henni og Millu minni var boðið í brúðkaup,
en Milla og Ingimar komast ekki.
Vonandi verður þetta bara í lagi með mig, nú annars verð ég bara
sett á hæli.

Kærleikskveðjur til ykkar allra, og passið nú vel upp á ykkur
þar til ég tek við aftur



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Eiga íbúar þá aldrei að ráða neinu.
9.7.2008 | 06:35
Mér finnst það sjálfsögð krafa að íbúarnir fái að kjósa um þetta mál,
Hitt er svo aftur anað mál að til hvers að kosta til kosninga um
málið, það á að vera svo sjálfsagt að leggja allar raflínur í jörð
þar sem þær koma nálægt byggð.
Mikil sjónmengun er af þessum möstrum og línum, síðan er það
mín skoðun að þær valda heilsubresti hjá fólki.
Menn verða bara að taka því þó lagning í jörðu sé dýrari
þannig á það bara að vera í framtíðinni, og engin spurning
um það.
![]() |
Íbúakosningar krafist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fyrir svefninn.
8.7.2008 | 21:05
Á síðasta sumri bar svo við, að flokkur reiðmanna,
sem voru í skemmtiferð, kom við á bæ einum norðan lands.
eftir nokkra viðstöðu fóru þeir að tygja sig til brottferðar á ný
og voru komnir út á hlað.
Einn af ferðamönnunum kallaði til sín 11 ára strák,
sem var þar á bænum, rétti honum vasapela og sagði honum að
fylla hann að vatni.
Pelinn var framt að því hálfur af vatnstærum vökva,
og var það spíritus. Strákurinn fór inn með pelann, þefaði úr honum,
fannst vera fýla af því sem í honum var, og hellti því í vaskinn.
Síðan skolaði hann pelann rækilega og fyllti hann af vatni.
Hann fékk manninum pelann, og með það riðu ferðamennirnir úr hlaði.
En ef að líkum lætur, hefur eitthvað verið sagt óþvegið í næsta áningastað.
Eftir hana Ósk.
Góðir Húsvíkingar.
Hér á Húsavík hofum við lengi
borið höfuðið langt yfir menn,
þó að útgerðin falleinkunn fengi,
Þó að fiskiðjan kollvarpist senn.
Enga ferðamenn að okkur hænum
okkar list hér á brauðfótum er.
En það efast þó enginn í bænum
um að úrvalið búi samt hér.
Munu ráðamenn þjóða einhverntíma
vitkast nóg til að halda frið?
Fráleitt sé það fyrir mér
að friðinn megi kenna.
fyrr en harður heimur er
í höndum góðra kvenna.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)