Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Hvað eru vandamál?

Það eru snúin svör við þeirri spurningu, enda eru það ekki svörin heldur hvernig þú vinnur úr og leysir vandamálin.

SporðdrekiSporðdreki: Þú efast um getu þína til að kljást við snúin vandamál þessa dagana, alveg sama hversu mikla reynslu þú hefur að baki. Gefðu þér tíma til þess að undirbúa þig.

það er svo satt að ég hef mikla reynslu að baki, enda rétt að verða 67 ára fékk þennan líka póstinn um það allt í gær, nenni ekki að lesa hann því ekkert sem þar stendur mun standast í framtíðinni, læt ykkur vita ef það gerist.

Vandamálin mín í gegnum lífið er að hafa verið afburða stjórnsöm, þá meina ég að ég bæði stjórnsöm og að ég hafi stjórnunarhæfileika, en ekki alltaf er það metið eða sú reynsla sem ég hef talin sú rétta, en það er ekki mitt mál, eða er það.

Það er nefnilega þannig að hvorki ég eða aðrir hafa rétt til að stjórna eða að segja til um hvernig aðrir eiga að vera, ekki rétt til að fara fram á að fólkið sem er í kringum þig sé eins og þú vilt. Ég get gefið ráð ef ef ég er beðin ekki annars, og þá segir maður: ,, Ég mundi hafa þetta svona og svona, ekki, þú átt að hafa þetta svona og svona."

Fullkomnunaráráttan mín hefur einnig verið vandamál og það stórt, er aðeins að slaka á með það núna, en á afar bágt með að þola óreiðu, þá meina ég ekki þó að það sé drasl og dót eftir mig og fleiri, heldur bara óábyrgt tal og lygi sem er svo algengt í hinu daglega lífi fólks, af hverju er bara ekki hægt að segja sannleikann eða bara þegja.

Eitt stórt vandamál á ég, það er trúgirni og að vorkenna fólki sem vælir utan í mér, en mikil ósköp það hefur nú slípast í gegnum árin hæfileikin til að sjá út þá sem virkilega þurfa og þá sem setja á laggirnar drama fyrir mann.

Nenni nú ekki að tala um karlamálin ég segi:
,,Karlmenn eru undantekningarlítið vandamál,
í flestum tilfellum eiga þeir svo bágt að við verðum
að strjúka þeim klappa eða að þeir fara bara í fýlu."

Nú svo eru það þjóðfélagsvandamálin og ætla ég ekki að fara út í þau núna, enda að fara í þjálfun,
á eftir að fara í sjæningu og þið vitið dúlla mig upp svo ég líti betur út en ég geri nývöknuð.

Hvað eru vandamál og hvað eru
tilbúin dramastykki?

Knús knús

MillaHeart


Hugleiðingar

Verðugar hugleiðingar, að sjálfsögðu verðskuldar
einkalíf mitt athygli, hvað annað.
Stjörnuspáin mín í dag er þessi.

SporðdrekiSporðdreki: Einkalíf þitt verðskuldar jafn mikla
athygli og lífið í vinnunni. Taktu þetta með í reikninginn
og reyndu að líta sem best út.

Eins og ég líti ekki alltaf vel út, vaknar náttúrlega á hverjum
morgni með úfið hár og stírur í augunum, en samt svo sæt,
sætari verð ég samt eftir sjæningu, og fer hún fram svona eftir
nennu og getu.

þetta er nú samt ekki bara mitt einkalíf, ég á mína friðhelgi og mitt yndislega fjölskyldulíf, en einkalífið blandast því sem er að gerast í heiminum í dag og þá sérstaklega í landi voru og er það nú ýmislegt að mínu mati. Lítið verður nú um sjæningu ef maður á ekki fyrir make draslinu, en auðvitað fer í ver þegar ég þarf að velja á milli að kaupa lyf eða mat. Ef ég kaupi lyfin þá svelti ég og drepst á endanum, það sama er um matinn ef ég kaupi hann þá drepst ég því ég get ekki lifað án lyfjanna.

En elskurnar mínar skítt með mig ég er orðin svo gömul, læt bara leggja mig inn á stofnun sko svona elliheimili, þið vitið með einhverjum í herbergi, mun sko velja að hafa það karlmann þær eru svo fjandi leiðinlegar margar þessar kerlingar.

En hrikalega er ég orðin tuðsöm, mætti halda að ég væri komin á elliheimilið, en ég er búin að segja stelpunum mínum að ef ég verði eins og hún mamma á elliheimilinu þá er bara að taka af mér símann hætta að koma í heimsókn, en í öllum bænum að skaffa mér nóg af léttu, sígarettum og glansblöðum, ætla nefnilega að byrja að reykja og drekka á elliheimilinu, það er að segja ef vasapeningarnir "Duga" Kannski verða þeir ekki orðnir neinir er ég fer á slíka stofnun.

Góðar stundir


Bara að láta vita af mér.

Skrítið, eða hvað, nei kannski ekki, en ég er búin að vera hálf löt við þetta blogg. Í heilt ár er þetta búið að vera sama tuggan, ekkert breytist, púðrið farið úr öllum landsmönnum, sem er í sjálfu sér ekkert skrítið.
Ég sakna Jennýjar Önnu frænku minnar, en les hana bara á Eyjunni.
Langbrókin mín má alveg fara að koma inn aftur, en kannski hættum við bara, það eru til fleiri staðir ef maður vill.

Merkilegt að ég sakna bloggsins ekki neitt, allavega ekki eins og er, en ég ætla að sjá til hvað gerist er líða tekur á veturinn og mun að sjálfsögðu setja inn línur ef eitthvað pirrar mig eða gleður.

Ég hef að sjálfsögðu samband við mína vini og ættingja á facebokk, það er skemmtilegur miðill þó öðruvísi sé.

Hjá okkur verður fjör og fullt hús um helgina, ég elska svona helgar.

Knús knús og kærleik
Milla
Heart


« Fyrri síða