Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Dagur að kveldi kominn

Í morgun vaknaði ég um sjö leitið eftir góðan nætursvefn, ég fann á hitastiginu í húsinu að ekki var kuldanum fyrir að fara utanhúss, eins og ævilega byrjaði ég eftir smá wc-ferð að fá mér morgunmat, hjartalyfin og svo var haldið inn í tölvuverW00t gerist varla nokkurn tímann, datt inn í hitt og þetta fór síðan í sjæningu, talaði við Vallý vinkonu mína og er eg var búin að ljúka þessu öllu var kominn tími á hádegismat sem var súpa og brauð afgangur síðan í gær. Milla hringdi og bauð okkur í kvöldmat, hún ætlaði að hafa læri.Happy

Datt í hug að fara í verkefnið sem ég er búin að plana að gera í vetur ásamt Millu minni, það er að búa til fjölskyldualbúm, en nokkrar góðar myndir eru til frá mömmu, svo ég byrjaði að skanna inn, síðan tekur Milla þær og lagar þær til, kannski verður fyrsta albúmið til fyrir jól, en ég lofa engu.Whistling

Veit ekkert notalegra en að vera að dútla eitthvað í veðri eins og þessu, úrhellis-rigning og rokið ágerðist með deginum, maður hefur bara kveikt á kertum og öllum rómóljósum.InLove

Fórum síðan í mat og var hann yndislegur, mátulega steikt læri með öllu tilheyrandi, ég borðaði bara  mátulega svo núna líður mér afar vel ætla að fara snemma að sofa, halda svo áfram á morgun að skanna inn myndir.

img_0007_new_923521.jpg

Hér kemur fjölskyldumynd, tekin er bræður mínir Gilsi og Nonni
voru fermdir. allar myndir verða skírar og fínar er Milla verður búin
að meðhöndla þær.

img_0001_new_0002.jpg

Þetta eru þau Þorgils afi og Ágústína amma, tekið er þau áttu
silfurbrúðkaupsafmæli.

img_0002_new_0002.jpg

Og þarna eru Jón afi og Jórunn amma, einnig tekið er þau áttu
silfurbrúðkaupsafmæli. Ég elska þessar myndir.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


Þvílík hamingja

Að allt skildi fara vel hjá litla drengnum sem er eins árs í dag, þetta eru fréttir sem maður vill heyra.
Bara óska þeim til hamingju með hann.

Það er samt ekki alltaf hamingja ég á litla vinkonu, Auðbjörgu Jönu í Boston sem er þar með Völu mömmu sinni og Didda pabba, hún  er búin að fara í margar aðgerðir, en er samt ofsa dugleg ég er búin að biðja fyrir henni í marga mánuði, þið munduð kannski bætast í þann hóp mér þætti afar vænt um það.

Hún Vala Björk Svans er á facebokk og er á hverjum degi í highlights, þar er hægt að fylgjast með litlu Auðbjörgu Jönu.

Annars er ég bara fín, ég lagði mig um 10 leitið í morgun, svaf til 13.30 Gísli minn fór í búðina fengum okkur svo smá kaffi og hrökk og svo lagði minn sig, en það gerir hann aldrei vona að hann sé ekki að verða veikur.

Litla ljósið kom og var hjá okkur fram yfir kvöldmat, en hún vildi ekki svona chillý súpu eins og við borðuðum svo hún fór bara heim að borða með mömmu sinni og pabba.

Vinkona mín missti hundinn sinn í dag og það er aldrei gott, ég vorkenni henni og hennar börnum þann missir.

 Kærleik til ykkar allra
Milla
Heart


Hélt að um skrípamynd væri að ræða

Einn daginn í vikunni hélt ég að ég væri komin inn í skrípa mynd af lélegustu gerð, svei mér þá, vaknaði við síman, beit hausinn að einhverjum aumingjans ritara sem átti sér einskis ills von, var bara að gefa mér tíma hjá sérfræðing, en tíminn var pantaður í janúar á þessu ári hvað með það þó ég hafi verið búin að gleyma þessu þá átti ég ekki að vera svona neikvæð. Nú þegar ég var komin á fætur umræddan morgun hringdi ég í ritarann og baðst afsökunar á neikvæðni minni og dónaskap, en henni fannst þetta allt í lagi og ég fékk tímann, sem veitir nú sjálfsagt ekki af þar sem ég er komin með hækjuna aftur, ekki ætla ég að vera með  hana í vetur það er á tæru.

Dagurinn hélt reyndar áfram að vera eitt skrípaleikrit, ég sagði mína meiningu í bankanum hans Gísla sem var reyndar einnig minn banki þar til ég skipti yfir í annan fyrir 3 árum, en hélt samt reikningnum opnum og notaði stundum, en eftir bráðum 67 ára viðskipti við þennan banka lét ég loka depit kortinu mínu þar þennan dag og klippti mitt og henti því í ruslið, ég fékk nefnilega mína fyrstu bankabók er ég fæddist og það er að koma að því að ég verði 67 ára, en skítt og lagó þetta er hvort sem er ekki banki eins og hann var hér áður.

Nú ég hélt áfram að tala við þá sem þurfti að tala við um allt milli himins og jarðar, en fékk sömu svörin og alltaf svo ég verð að gera eitthvað róttækt í þeim málum, segi ykkur frá því síðar.
Er alveg komin út úr skrípamyndinni allavega í bili, en eitt er það sem ég þoli ekki og það er óheiðarleiki og það sé ekki staðið við sagðan hlut.

Að öðru skemmtilegra, þær komu frá Laugum í dag, englarnir mínir þurftu að versla, Dóra keypti í matinn og bauð öllum til hamborgaraveislu, allir hjálpuðust að við að hafa til grænmeti, steikja, hita og leggja á borð þetta var æðislega gaman að vanda.

Gísli ók þeim svo heim og er nýkominn tilbaka, en áður en hann fór var hann búin að setja í vélina og ganga frá öllu svo ég færi nú ekki að vesenast neitt eins og ég er víst vön að gera, sko að hans mati.

Ég er búin að ákveða kvöldmatinn á morgun það verður silungur úr Westmannsvatni þurrkryddaður með íslensu kryddi, grænmeti og kartöflur allt úr heimabyggð.

Góðar stundir
Heart


Hefur þú upplifað, eða hefur þú trú á?

Vona að ég hafi vit til að halda rétt á spilunum.

SporðdrekiSporðdreki: Það eru miklir umbreytingatímar og þú færð tækifæri til að öðlast mikla reynslu ef þú heldur rétt á spilunum. Láttu neikvæðni annarra ekki draga úr þér.

Í nótt vaknaði ég alveg glaðvaknaði, fór fram á wc-ið taldi að ég væri búin að sofa eina átta tíma svo hress var ég, en nei hún var bara þrjú, fór upp í aftur, en að ég sofnaði, nei af og frá, ekki var ég óróleg eða neitt slíkt heldur lá bara og hugsaði um af hverju það væri svona mikill þrístingur alveg frá höfði og niður í tær er svo sem ekki óvön honum, en alveg síðan fyrir helgi hefur hann verið, en mikill friður fylgir þessu, merkilegt að er mesta óveðrið var þá var ég ekkert hrædd eins og ég er vön að vera bara sallaróleg, og er ég leit út þá fannst mér allt vera svo tært.

þegar svona er og ég ligg í rúminu mínu og hugsanirnar um hugann þjóta, læðast, eða bara eru engar, horfi yfir herbergið og fram á gang allsstaðar kemur skíma frá útiljósum, saltkristalnum og seríum sem ég er með inni í stofu, en einnig skuggar sem hreyfast eins og þeir séu að leysa eitthvert verkefni og mér líður vel.

Þurfti að fara fram á C-ið þá var klukkan fimm sofnaði fljótlega eftir það, en vaknaði hálf sjö ekki mikill svefn það en ef ég verð syfjuð í dag þá fæ ég mér bara lúr.

Hitti Gísla minn áðan frammi á c-inu og ég sagði góðan daginn Gísli minnGrin hann sagði góðan daginnAngry ég spurði er ekki allt í lagi? (vissi alveg hvað var að hrjá hann) Svaraði Angry svaf illa í nótt, ég sagði að það hefði nú enga þýðingu að vera með fílu út í það, svo þið sjáið ég mætti neikvæðninni  strax í morgunsárið, en hlæ bara að henni, en hann kann heldur ekki að biðja um hjálpina eins og ég.

Ég hef upplifað og hef trú á að ég muni halda rétt á spilunum.

Njótið dagsins
Milla
Heart


Vonleysi

Vonleysi er hræðilegt orð og afar erfitt er fólk lendir í þeirri stöðu að verða vonlaust og gefast hreinlega upp, en áður en það gerist er mikið vatn runnið til sjávar. Hvenær byrjar grunnurinn af því að verða vonlaus, hann getur byrjað á ungaaldri, ég er nú svo oft búin að tala um þetta að þeir sem eru búnir að fá leið á því, bara lesa ekki, alveg eins og með allt annað ef þér leiðist það þá bara tekur þú ekki þátt, lokar augum og eyrum og þykist ekki vita neitt.

Eins og margir eru búnir að komast að þá trúi ég á kærleika og allt sem í honum felst, ég er friðarsinni og reyni alltaf að miðla málum, sko þar sem ég má, en ekki skuluð þið halda að það geti ekki gosið úr sporðdrekanum "Mér" Ó jú og það svo að fólk fer að skjálfa, samt afar sjaldgæft. Þær bækur sem ég er að lesa núna eru mannbætandi, ekki að ég hafi eigi vitað margt af þessu, en samt er það svo að maður þarf að minna sig á og hætta að vera í meðvirkni með sjálfum sér, viðurkenna bresti sína og framkvæma.

Þú getur verið allt þitt líf að áætla það sem þú ætlar að gera, en ef þú framkvæmir ekki þá gerist ekki neitt. Eins og ég eitt sumar fyrir margt löngu, var á heimleið úr sveitinni sá mann úti á túni í heyskap, Æ,Æ,Æ hafði ekki komið því við að heimsækja hann, geri það næsta sumar, en þá var maðurinn dáinn.

Kona sagði um daginn að hún væri lokksins búin að læra að meðvirkni leysti engan vanda, og það er rétt, meðvirkni viðheldur vandanum.

Það sem ég er búin að gera er að viðurkenna að mér er um megn að stjórna eigin lífi á vissum sviðum, tala meira um það seinna.

Auðvitað er ástæða fyrir öllu því sem maður lætur niður á blað, og svo er einnig nú. Fólk er svo hrikalega lokað í sínu eigin sjálfi að það sér ekki neitt annað, það hlustar og samþykkir, finnst þetta og hitt voða leiðinlegt, en er svo búið að gleyma því um leið, það er að  segja er það er búið að smjatta á því um stund. Ég er ekki að tala um neinn sérstakan mér bara finnst að fólk þurfi að vakna upp og skilja að við þurfum öll að taka þátt og styðja við hvort annað, því engin skal voga sér að segja: ,,Ég þarf enga hjálp, engin vandamál hjá mér."

Þó ég fari nú aldrei í kirkju þá trúi ég því að með hjálp æðri máttar takist okkur að snúa þessu við.
Verum ekki feimin við að leitast eftir hjálpinni, það er engin skömm að vera fíkill, ég er matarfíkill.

Mikið var gott að skrifa þetta
takk fyrir mig.
Heart


Sérkennilegir dagar.

Það var farið frekar seint að sofa í gærkveldi, eða um hálf ellefu, Hún svaf hjá okkur litla ljósið og sofnaði ég með henni í gestarúminu, vaknaði svo um tvö og skreið inn í mitt rúm hún þessi elska svaf í alla nótt inni í gestaherbergi, en það er yfirleitt þannig er hún sefur að hún hertekur alveg afa rúm svo er Neró þarna einhversstaðar og afi liggur út á ystu brún, en hann um það, ég ýti bara smá í hana og þá færir hún sig, en hann lætur undan.

Jæja ég vaknaði eldsnemma og hún trítlaði fram um 8 leitið það var nú farið að horfa á skrípó, borðaður morgunmatur og spjallað.
Pabbi hennar kom svo undir hádegi og fengum við okkur hádegissnarl saman. Milla var að vinna til tvö, en svo var verið að fara í smá vinnu niður í verbúð, Aþena Marey fékk að fara til Hjalta Karls frænda síns og vera þar á meðan.

En vitið, mér finnst svona óveðursdagar svolítið  öðruvísi, í dag hef ég til dæmis verið að horfa á kertaljósin sem voru kveikt hér, hugsaði um þá sem eiga um sárt að binda og hvað ég er vanmáttug, það er svo lítið sem ekki neitt hægt að gera, nema að biðja, og biðja, fyrir öllum sem eiga um sárt að binda, þeir eru svo margir sem hafa misst og einnig sem eru með mikið veik börn og önnur skyldmenni.

Mér verður einnig hugsað til þess hvað það er ekki sjálfgefið að ég sé glöð, eigi góða að, að ég elski fólkið mitt og það mig.

Auðvitað bjátar eitthvað að hjá mér eins og öðrum, en ég trúi því að það bjargist allt saman og að þeir sem eru veikir nái sér á strik.

Guð veri með okkur öllum
InLove


Sumir dagar smella bara.

Og það gerðist í dag.

SporðdrekiSporðdreki: Þú munt eiga heillandi samskipti við aðra í dag. Vertu óhræddur við að kanna hluti og draga síðan af þeim lærdóm sem þú getur nýtt þér til framtíðarinnar.

Í morgun fór ég í þjálfun, síðan heim, lagði mig því ég vaknaði klukkan fimm í morgun svaf alveg yndislega vel til 12, borðuðum síðan. Aþena Marey var sótt á leikskólann hún var hjá okkur í dag og er enn því hún ætlar sko að sofa hjá ömmu og afa, enda er hún ein um alla athyglina hér á þessum bæ.

Svo um fjögur leitið rættist stjörnuspáin, til mín kom vinkona sem ég var eiginlega að kynnast og þakka ég guði og þeirri konu sem kynnti okkur fyrir það, við smullum saman eins og flís í rass.
Ég veit að framtíðin verður björt með henni sem vinkonu.

100_8716.jpg

Fallega stelpan hennar ömmu, sem ætlar að sofa hjá okkur í nótt.

100_8770.jpg

Prinsarnir hennar ömmu í Njarðvík eru nýbúnir að eiga afmæli.

Þessi þrjú eru yngstu barnabörnin, en svo kemur stelpa í janúarlok
mikið er ég rík.

Jæja held að ég fari að vinna í því að koma litla ljósinu í rúmið og
svo sofna ég bara sjálf á eftir.


Yoko Ono þú ert frábær.

Yoko Ono safnar fé fyrir íslenskar fjölskyldur.

Yoko Ono safnar fé fyrir íslenskar fjölskyldur. mbl.is/Árni Sæberg

// Innlent | Morgunblaðið | 9.10.2009 | 05:30

Yoko Ono safnar fyrir fjölskyldur

Listakonan og friðarsinninn Yoko Ono býður Rauða krossi Íslands að vera með fjársöfnun í tengslum við tendrun Friðarsúlunnar í Viðey og minningartónleikana um John Lennon í Hafnarhúsinu í dag, föstudaginn 9. október.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins munu selja pakka með friðarnælum sem hannaðar eru af Yoko Ono í Hafnarhúsinu í kvöld og úti í Viðey á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, auk þess að taka við frjálsum framlögum frá fólki. Þá verður söfnunarsími Rauða krossins, 9041500, opinn næstu daga, en 1.500 kr. gjaldfærast af næsta símreikningi þegar hringt er í hann.

Ég elska svona hjálpsemi, heyr heyr fyrir þér flotta kona.
Nú eiga allir sem geta að styrkja, kaupa næluna, og
vonandi verður hún einnig seld úti á landi.

Njótið dagsins með frið í hjarta.


mbl.is Yoko Ono safnar fyrir fjölskyldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og ég sem elska þetta blað

Get ekki verið án þess, eða hitt þó heldur.  En vitið að ég hef ekki geð í mér þó að ég hefði ráð, sem ég hef ekki til að borga fyrir blaðið. það er alltaf verið að nýðast á  okkur landsbyggðarfólkinu.
Það er svo sem auðvitað að stóru staðirnir fá áfram blaðið heim að dyrum, en við höfum alltaf þurft að sækja það niður í búð.

Hvað halda þessir menn að við séum, moldarkofa molbúar eða aumingjar með hor sem segja bara:,, Allt í lagi við borgum bara," þið eruð búnir að vera svo lengi góðir við okkur." Nei aldrei og ég mun heldur ekki borga fyrir Fréttablaðinu á netinu, hef reyndar aldrei lesið það þar.

Jæja mér er nú alveg sama um það.
birti ykkur eitt fallegt eftir
Magnús Ásgeirsson.

Mig var að dreyma.

Þögnin og ástin
eru systur ---
Mig var að dreyma
að ég væri kysstur.
Ég mætti í svefninum
mjúkum vörum,
---þú varst á förum.

Eg hefði kosið þér
kærsta óðinn.
En þögnin fjötraði
þrána og ljóðin.
hún oft mig vefur
í arma sína
og stingur svefnþorni
söngva mína.

En þögnin vægði
samt þessu ljóði.
---þú mátt ekki hneykslast
á heitu blóði.
Mig var að dreyma,
að eg væri kysstur.
Þögnin og ástin
eru systur.


mbl.is Fréttablaðið selt úti á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AGS: Byrjun á vítahring

Datt í hug er ég las það sem Ögmundur sagði að við þyrftum ekki á AGS að halda og bara út með hann og þar er ég sammála, því hann mun stefna okkur í glötun, verðum að ná tökum á vitrænni hugsun.

Notum hann sem agn í lífinu sjálfu, þegar ung við erum, kærulaus, áhyggjulaus og bara hamingjusöm nær engin vitræn hugsun í gegn og við tökum inn sjóð eins og AGS, fáum ekki inn í okkar ungu og galsafengnu hugsun að við séum nú að axla okkur byrgði um öxl, en það er akkúrat það sem við erum að gera.

Það er sama hvar við berum niður og af hvaða ástæðu við notum AGS. Tökum mig til dæmis, ég var ung að árum er ég fór að borða of mikið, eigi kom það að sök á meðan ég var í fimleikum á skautum, skíðum svo ég tali nú ekki um allan dansinn, leikina og húllumhæið.
Elskurnar mínar, fljótlega fóru nú kílóin að sallast og ég hugsaði, ræð við þetta ekkert mál, mikil ósköp rétt var það, að ég taldi, endalausa megrunarkúra fór ég í, en endalaust þurfti ég að borga vexti því kílóin komu margföld aftur, og eftir því sem árin liðu hækkuðu þeir bara þar til ég réði ekki neitt við líf mitt lengur, bara át og át þar til AGS byrjaði að taka sinn grunn og hann var rándýr, fyrsti hluti grunnsins hét heilsa, annar hluti hét heilsa, þriðji hluti hét heilsa, samt var ég búin að borga ofurvexti allt mitt líf

Ekki nóg með það elskurnar mínar, einnig tók hann, kæruleysið, áhyggjuleysið og hamingjuna og það var að sjálfsögðu gott, ég var nefnilega svo gjörsneydd þeirri hugsun að þetta væri mér að kenna, að ég gæti breytt þessu, að ég væri sjálf minn örlagavaldur og engin annar.

 Ég er á góðri leið núna, búin að losa mig að mestu við AGS, það tekur á að vera hreinskilin og opin við mig sjálfa, en til þess að öðlast hamingjuna á ný þá er það nauðsynlegt og ég hef valið.
Þetta á við um allt í lífinu. Takið eftir að þó ég hafi valdið og valið þá get ég þetta ekki sjálf, en sem betur fer á ég góða að og þakka Guði fyrir það.

Færslan mín í gær samtvinnast þessari: ,,Stjórnsemi, frekja, yfirgangur, ást, gleði, og margt fleira eru verkfæri sem þú heldur að geri þig hamingjusamari, "það er ef það er eftir þínu höfði."

Verum vitur saman áður en við seljum okkur til AGS, hugsum um þau sem eiga að erfa landið.

Takk fyrir mig
.InLove


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.