Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Hún á afmæli í dag.

Þessi elska hún Dóra mín á afmæli í dag, hún er mitt elsta barn og fæddist 1961. Þó ég hafi nú þurft að vaka yfir henni fyrstu 5 mánuðina, hún var með slæman magakrampa, þá var hún fyrsta guðsgjöfin mín, síðan eignaðist ég 3 í viðbót og síðan eru þau búin að færa mér öll yndislegu barnabörnin sem ég á. Í dag er englarnir mínir eru búnar í skólanum þá mun afi sækja þær mæðgur fram í Lauga og Dóra mín ætlar að bjóða í mat hér heima, ég tala um hér heima því þær eiga sitt annað heimili hér hjá okkur afa.

Ég talaði við litla ljósið í síma í gærkvöldi og það komst ekkert annað að en að Dóra frænka væri að koma, kærleikurinn er mikill á milli þeirra allra. Þær mæðgur verða hér alla helgina, reyndar ætlum við að skreppa á Eyrina á morgun þær ætla að hjálpa ömmu að versla, síðan á sunnudaginn fara þær á Tónleika með frostrósum á Akureyri, en þær gáfu mömmu sinni það í afmælisgjöf, það verður yndislegt hjá þeim.


100_9172_939341.jpg

Dóra mín með englana sína, og mínaToungeInLove

100_8666.jpg

Ingimar minn að spila við englana sína og ljósin mínToungeInLove
100_8237.jpg

Flott mynd af Millu minni og Ódu ömmu, hún er mamma Ingimars.

Ég þakka guði mínum á hverjum degi fyrir gjafirnar sem ég hef
fengið, einnig þakka ég fyrir að hafa fengið að ala þau upp í
kærleikanum, þrátt fyrir allt.
Elska ykkur meir en allt annað í lífinu


Kærleik á línuna
Milla
Heart


Það má nú deila um hundshausinn

Sporðdreki:

Þú þarft að gefa þér betri tíma til að sinna þeim hlutum sem
raunverulega skipta máli.
Settu því ekki upp hundshaus þótt þú mætir smá mótbyr.

Kannski er maður ekki að sinna alltaf, þeim hlutum sem skipta raunverulega miklu máli, og þó, hver ákveður hvað skiptir raunverulega miklu máli, mundi halda að það væri ég og eða hver fyrir sig. Kannski er dómgreindin ekki ætíð til staðar svo smá hinnt á mögulega rétt á sér, en þá kemur þetta með hundshausinn, er ég tilbúin að taka hinntinu, ef ekki set ég þá upp hundshaus, humm gæti alveg sætt mig við að viðurkenna það.

Mér finnst það afar merkilegt, verandi komin vel á sjötugsaldurinn ef það þarf að gefa mér hinnt ekki að ég sé að neita fyrir þörfina á því, Ó NEI, en eftir alla mína lífsreynslu tel ég bara að ég hafi leifi til að forgangsraða í hólfið mitt það sem mér finnst skipta raunverulega mestu máli og geri það án þess að nokkur vanvirði eða gefi mér hinnt, nema kannski í gríni og það virkar bara vel, fólk kemur frá sér það sem það þarf að létta af sér og ég held bara mínu striki.

Ég fæ nú oftast hinnt vegna minnar heilsu og það er náttúrlega að því að þessar elskur mínar, hafa áhyggjur af mömmu og ömmu, tengdasonurinn hefur einnig áhyggjur, enda er vandfundinn annar eins öðlingur og hann, allavega hef ég ekki kynnst neinum nema ef vera skildi hann pabbi minn, þessi elska sem var besti vinur minn, alla tíð.

Kannski er verið að benda mér einmitt á að huga betur að heilsunni, það er jú hún sem skiptir mestu máli og ég set nú oft upp hundshaus ef verið er að skipta sér of mikið af því sem ég er að gera, sem jafnvel gerir mig verri, held að það sé aðallega matarræðið, eða hvað haldið þið?
Þá kem ég að því, mánaðarleg vigtun var í gær, síðast var ég 113 kg nú er ég ##%&$/= 113 sem sagt staðið í stað hef enga afsökun fyrir því aðra en þá að detta í sjálfsvorkunnarástandið í veikindum mínum undafarnar 3 vikur.  Það er nefnilega þannig að ef  ég/allir borða of lítið, óreglulega, og gleyma sér smá á kvöldin þá fer ekki vel.

Á þessu mun ég taka, því ég er að borða mér til betri heilsu en ekki til að verða einhver mjóna, þau kíló sem detta eru tær bónus.

Er búin að ná hinntinu í stjörnuspánni.

Kærleik á línuna
Milla
Heart


Smá klausa

Jæja elskurnar þá er desember runninn upp með allri sinni ljósadýrð, sem ég elska, ljósið er mér afar kært. það getur aldrei gert neitt nema gott, en við þurfum náttúrlega að sjá það, sumir sjá það ekki fyrir innra svartnætti, sem er eitt af því versta sem fólk hefur.

Svartnættið getur komið af svo mörgu að eigi er hægt að telja það allt upp hér, ekki er heldur fyrir mig eða ykkur að lækna það, en við getum verið til staðar ef á þarf að halda, ef einhver spyr eða kannski við getum bara spurt sjálf svo ef því er illa tekið þá verður bara að hafa það, maður er jú ekki fullkomin.

Hef svo sem lent í því að fólk misskilur og hreytir í mann, það sama hefur komið fyrir mig, ég skoðaði það, og er það yfirleitt vegna einhvers sem hefur gerst og maður er argur út í, en það er engin afsökun fyrir því að bíta hausinn af fólki.

Ég vildi óska að ég gæti og væri í stakk búin til að hjálpa fólki, það eru svo margir sem eiga um sárt að binda, en ég næ ekki til þess hóps, en hef samt þá trú að ef við biðjum fyrir öllu fólki þá hafi það áhrif.

Í gær var yndislegur dagur sem hófst á þjálfun kl 8 þegar það var afstaðið þá fórum við gamla settið, eins og vanalega um mánaðarmót og sýsluðum smá, en áður en það gerðist allt þá var ég búin að sinna því sem þurfti í heimabankanum, annars erum við með allt í þjónustu í mínum banka, en það er alltaf eitthvað sem droppar upp.

Um hádegið fórum við í Kaskó og versluðum heilmikið, aðallega hreinlætisvöru sem dugar fram yfir jól, nenni ekki alltaf að vera að kaupa sömu vöruna það er í mér gamli góði siðurinn að kaupa vel inn og það er sparnaður í því, þá er maður ekki alltaf í búð. Gísla langaði í bjúgu svo ég lét tilleiðast og bauð Millu og c/o í mat þær elska bjúgu ljósin mín, með jafning, kartöflum, gr. baunum og rauðkáli.

Jæja við Milla urðum báðar veikar í lengri tíma á eftir, skil ekki af hverju maður er að þessu er maður veit að ekki þolir maður svona reyktan mat, ég borða helst ekki unnar kjötvörur, saltkjöt eða hangikjöt, en viðurkenni að ég fæ mér nokkrar tægjur af hangikjötinu góða úr sveitinni og laufabrauð með, jú það hefur tilheyrt mínu heimili allar götur að elda skötu á Þorláksmessu, sjóða hangikjötið og steikja rjúpurnar og innmatinn vel svo soðið sé tilbúið í sósuna daginn eftir, en siðurinn er að fá sér hangikjöt og laufabrauð á Þorláksmessukvöld þá er ilmurinn úr eldhúsinu yndislegur, keimur af skötulykt, rjúpnalykt og svo hangikjötslyktin.

Er að fara í klippingu í dag, hef ekki farið á stofu í tvö ár, en splæsi því á mig núna.

Kærleik í loftið og munið brosið það gefur fólki ljós.
Milla
Heart



« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.