Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Skemmtilegur dagur

Fór í þjálfun í morgun síðan heim að sjæna mig fyrir Akureyrarferð, fórum Fram í Lauga til að ná í englana mína, þær voru að koma úr síðasta prófinu og jólafríið byrjað, fengum kaffi og yndislegt spjall  við Valgerði skólastýru, Kristjáni súperkokk og Siggu sem vinnur í eldhúsinu, frábært að hitta þau að vanda. Brunuðum beint með Neró upp á dýraspítala til  Elvu, skildum hann eftir og ókum niður í Vanabyggð til Erlu frænku, þar fengum við kaffi og smákökur, takk fyrir samveruna Erla mín.

Fórum að ná í Neró, hann var þá komin með eyrnabólgu og var settur á einhverja dropa fékk einnig pensillín, eins gott að ég fór með hann þessa elsku annars hefði hann kvalist aftur í nótt.

Fórum svo í Stillingu, keyptum þurrkur á bílinn síðan í Húsasmiðjuna, þær þurftu nú aðeins að kíkja á dýrin svo í Brimborg, sjáum hvernig það fer.

Nú Glerártorg varð næst fyrir valinu, keyptum sitt af hverju þar, hittum Unni og Kristínu fengum okkur hressingu saman, svo í Hagkaup fékk þar það sem mig vantaði þó ekki allt, mun redda því síðar.

Ókum í Lauga, sóttum dótið þeirra sem varla komst í bílinn, það er ekkert smá sem fylgir þessum stelpum. Létum Dóru fá það sem þær keyptu fyrir mömmu sína svo kemur hún á föstudaginn og þá verðum við saman til 5/1 2010, bara frábært.

Þær eru búnar að koma fötunum sínum fyrir í skápum og skúffum, hér á allt sinn samastað.

Kærleik og gleði sendi ég ykkur.
Milla
Heart


Nýðst á börnum og ungmennum

Aftur og aftur er þrengt að ungviði þessa lands, þó svo að ráðamenn leggi það fyrir að eigi skuli 6-7 miljarða hagræðing bitna á börnunum, hvernig á hagræðing að gerast öðruvísi. Fjandinn hafi það, held þeir ættu að byrja á öðru en að lama niður menntunarstig barnanna, það er það sem gerist.

Börnin koma til með að fá lélegri mat, þar af leiðandi minni orku, sumir foreldrar hafa ekki mikil peningaráð og eru ekki að gefa börnunum morgunmat áður en þau fara í leikskólann, í skólanum fá þau hádegismat það er að segja ef foreldrar hafa ráð á að kaupa hann fyrir þau, eða þau kannski vilja hann ekki vegna þess að hann er vondur og það er engin þörf á því, hægt er að gera góðan mat úr litlu.


Viðmælandi hefur áhyggjur af fæði og þrifum á leikskólunum, segir að matseðillinn ráðist að miklu leyti af tilboðum í lágverðsverslunum hverju sinni, handþurrkur víki fyrir handklæðum og klósettpappír sé skammtaður. „Við höfum áhyggjur af öryggi barnanna."


Er nú ekki hissa á áhyggjum viðmælanda.
Ef það gengur eftir sem hann (viðmælandinn) hefur áhyggjur af þá býð ég ekki í það, bakteríurnar verða vaðandi um allt því ekki verður til starfsfólk, að fylgja þessum litlu eftir.

Og hvað svo með matinn, allir vita að engin
á að borða unnar kjötvörur.

Fróðlegt verður að heyra námsskránna fyrir HI á næsta ári, nú ef unga fólkið okkar sem ætlar sér eitthvað visst, fær ekki vegna sparnaðar að nema það þá verður bara landflótti í aðra Háskóla,
Kannski er það það sem þeir vilja, sko þessir sem þykjast hafa allt vit sem til er.


mbl.is Skólar spari 6-7 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var búin að lofa mér, en

Það er ekki hægt að þegja og segja eigi sína skoðun á málum, sumum. veit ég vel að þessi blessaða ríkisstjórn er að fara á límingunum, þegar það gerist hjá heilli ríkisstjórn eða bara mér almúganum, þá á maður það til að tjasla í götin þar til tjaslið brestur, akkúrat það sem mun gerast hér.

Alveg hissa á að þeir skulu ekki bara fara fram á að konur eigi börnin sín heima, sko mamma átti öll sín heima í sínu lága hjónarúmi, ljósan þurfti að krjúpa á gólfinu til að komast vel að mömmu, hún átti sitt síðasta árið 1958, ekki svo langt síðan, bara 50 ár,nú eða að flytja allar konur til Reykjavíkur, þær munu nú ekki allar ná þangað svo elskurnar á sjúkrabílunum munu verða í því að taka á móti, síðan snúa þeir bara við skutla móður og barni heim aftur, engin þörf á að heimsækja fæðingardeildina, foreldrarnir borga bara sjúkrabílinn, málið dautt.

Ef þeir hafa ekki gert sér grein fyrir alvörunni í þessum sparnaði sem er engin þá er þetta fólk ekki að vinna vinnuna sína heldur að tjasla upp í götin,þetta eru litlu börnin okkar sem um ræðir, veit ég vel að þau verða ekki mikið vör við hvað gerist, nema að þau lifi ekki svona fæðingu af, það hefur nú aldeilis gerst.

Þeir ættu að skammast sín ráðamenn, og hvað kosta allar þessar nefndir, sem svo ekki kunna að reikna út og hagræða, verða að fá hjálp sérfræðinga í öllum málum. Það er búið að skera svo niður í heilbrigðis geiranum, að hálfa væri nóg, en takið eftir ekki á réttum stöðum.

Ég vil þessa stjórn í burtu, þeir eru ekki að gera neitt
að viti fyrir okkur fólkið í landinu.


Hvað skildu þessir menn /konur hafa í desember-uppbót?
Ég sem ellilífeyrisþegi fékkum 13.000.
Svona er allt og þetta er til skammar.


mbl.is Spara má með lokun fæðingardeilda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífið er svo stórundarlegt á stundum

Eins og flestir vita þá er ég afar bjartsýn og glöð kona, á alveg yndislega fjölskyldu, sem verndar um mig og ég um þau, ekki hef ég verið að óskapast mikið um heilsuna mína þó ég hafi nú létt á mér með ýmislegt, gantast og haft gaman að öllu mögulegu, þá er það mitt mál og engin hefur leifi til að troða því niður í skítinn frekar en aðra þá vanvirðingu sem fólk leggur sig fram við.

Alltaf verð ég, jafn undrandi á hegðun fólks svo ég tali nú ekki um orðaforðann sem það notar, gagnvart öðrum bæði sannann og lognar eða afar ósmekklegan. Held að sumir trúi að þeir hafi rétt fyrir sér.

Í gær varð ég fyrir afar miklum vonbryggðum og mikilli sorg, yndisleg snúlla sem ég kynntist fyrir 12 árum og er búin að vera í neyslu í mörg ár, 19 ára í dag, fór úr meðferðinni sem hún var í og tilkynnti um leið að hún væri að fara að djamma, #$&%#$ ARGGGGGGGGGGGGGGG Er ekki möguleiki að koma því þannig til leiðar að ef þessi yndislegu börn okkar fara í svona langtímameðferð, þá séu þau svipt forræði og verða að vera eins lengi og nauðsyn krefur.

Nú er það ekki hægt.
Þá spyr ég af hverju ekki?
Það eru sett lög um allan fjandann, en eigi hægt að setja
lög um að bjarga lífi barnanna okkar.

Veit ég vel að það eru fleiri en börn sem eru í neyslu, en
þau byrja sem börn, staðna sem börn og eru þar af
leiðandi alltaf börnin okkar.

Eins og ég hef sagt svo oft þá er ráðamönnum þessa lands
bara alveg sama hvernig allt er bara ef þeir þurfa ekki augum
að líta þetta pakk, eins og þetta svokallaða fína fólk kallar börnin
okkar, það nefnilega lendir aldrei í neinu með sín börn, guð hjálpi
ykkur, hvernig dettur ykkur í hug að það geti gerst.

Ekki er ég vel að mér í þessum málum, hef bara lesið mikið um þau og hef áhuga á mannrækt og manngæsku svona yfirhöfuð. það sem ég veit með vissu er að það vantar úrlausnir, forvarnir á mannamáli og þetta þarf að byrja á leikskólaaldri.

Það er erfitt að tala um hvað veldur og dettur mér það bara ekki í hug. Margar kenningar eru á lofti hjá fólki sem er með fordóma og telur sig yfir allt hafið, það telur allt öðru eða öðrum að kenna, en svo er bara ekki.

Ég vildi getað veifað hendi og allt yrði gott, en svo er bara ekki, en elskurnar mínar verið á varðbergi, hugið að og umfram allt ekki vera með ásakanir.

Kærleik og ljós sendi ég öllum þeim sem
eiga um sárt að binda og öllum þeim sem
eiga engan samastað, bara götuna.

Milla
Heart


Verum þakklát fyrir það sem við finnum í hjarta okkar.


Svo sætt jólakveðja


I morgun athugaði ég veskið mitt !
Og viti menn það var tómt .
Þá gáði ég í vasana mína !
Og ég fann nokkrar krónur.
Þá gáði ég að hjarta mínu og fann þig ;o)
Þá varð mér ljóst hversu rík ég væri í raun og veru....



Takk fyrir að vera sannur vinur og e-mail félagi !
Megir þú verða eins rík/ríkur og ég er
Lífið á ekki að snúast um að storminn lægi,
heldur að njóta þess að dansa í rigningunni.

Yndislegt, fékk þetta sent frá góðri vinkonu í maili í morgun og
áframsendi ég þetta á fjöldann allan af vinum
Takk elsku Vala mín.

Kærleik og ljós til allar þarna úti
Milla
Heart


Samskiptaskoðun

Sporðdreki:
Það eru hlutir í næsta nágrenni, sem þig langar að skoða,
en þú gefur þér aldrei tíma til þess.
Nú er að hrökkva eða stökkva.

Það má kalla það næsta nágrenni, því samskipti er það sem mig langar til að skoða, varð svolítið undrandi á mánudaginn er ég þurfti að hringja á skrifstofu fyrirtækis eins í henni Stóru Reykjavík, nú er ég var búin að bera upp erindið sem var að koma skilaboðum til útibús þeirra, en símkerfið þar var bilað, notaði ég tækifærið og spurði þennan mann sem ég var að tala við hvort það væri nú ekki nauðsynlegt að afgreiðslufólkinu sem þeir hefðu í vinnu liði vel, ég útskýrði fyrir honum að ungar og yndislegar stúlkur sem ráðnar voru í vinnu hjá þeim viti lítið sem ekkert um tæknilegu hliðina á því sem selt er, það yrði nú að kenna þessu unga fólki svo að sjálfsmatið hjá því færi ekki niður úr öllu.
þegar ég kom inn í þessa verslun og þær gátu eiginlega ekki svarað mér þá sagðist ég bara hringja daginn eftir og þakkaði þeim fyrir elskulegheitin.

Maðurinn sem ég var að tala við fyrtist við orð mín og sagði: ,,heldur þú að ég sé einhver kennari, og þessir krakkar sem eru að ráða sig í vinnu eiga bara að kunna þetta." Hananú þar fékk ég einn gúmoren, var nú ekki á því að gefast upp á þessum skapillskufanti og upphóf mína ræðu á því að við þessi eldri þyrftum að kenna þessum yngri það væri bara okkar hlutverk, en hann sagði bara: ,,ég skal koma þessum skilaboðum frá þér Guðrún og meira get ég ekki gert, nú sagði ég þú ert milligöngumaður minn við þetta fyrirtæki, en ég þakka þér fyrir að afneita mér í þessu máli og læt þig vita að aldrei stíg ég fæti mínum inn í þessa verslun aftur."

Sjáið ég var í mínu mesta sakleysi að koma með tillögu því ég vorkenndi þessum elskum sem voru að reyna að svara mér, en samskipti kunna bara ekki allir því miður.

Hann sagði margt annað þessi maður sem er ekki hafandi eftir hér, en munið bara að láta koma fram við ykkur af kurteisi því þeir sem vinna í þjónustustörfum verða að sýna hana þó jafnvel að kúnninn sé leiðinlegur. Sjálf vann ég í þjónustustörfum frá því að ég var 15 ára, svo ég kann þetta.

Ég þekki einnig dæmi um ókurteisi afgreiðslufólks gagnvart ungu fólki og það á ekki að eiga sér stað, þau eiga sama rétt og við hinir fullorðnu og stundum þarf að sýna þeim meiri þolinmæði heldur en hinum.

Það er líka annað sem mér finnst ábóta vant hjá fólki, afar mörgum, er hvernig það setur fram skoðanir sínar og með hvaða orðum, við höfum ekki leifi til að nota niðrandi orð við fólk heldur ekki að troða skoðunum inn hjá fólki, allir hafa sínar skoðanir sem verða að vera settar fram með góðum orðum, það má svo ræða skoðana-ágreining, en á endanum höfum við öll val með að halda okkar skoðunum. Notið ekki dónaleg, meiðandi eða lítið hugsandi orð við annað fólk, hvort sem það eru vinir eður ei.

Málið er nefnilega það að öll eigum við erfitt einhvern tímann á lífsleiðinni svo engin er hafin yfir aðra í sínum skoðunum, verum góð við hvort annað, allir eiga það skilið, og endilega skoðið samskipti ykkar við allt fólk.

Kærleik og frið til ykkar allra
Milla
Heart


Tónleikar í Borgarholtsskóla

Á hverju ári síðan ég flutti hingað hef ég farið á jólatónleikana hjá Tónlistaskólanum og er það alveg yndislega gaman, og mest skemmtilegt er að sjá og heyra framförin hjá þessum elskum.

Var á einum slíkum í kvöld og svo fer ég líka annað kvöld, en þá verður barnakórinn með skemmtun.

hér koma nokkrar myndir frekar dökkar, en samt sést smá.


100_9223.jpg

Viktoría Ósk mín byrjaði  á þverflautuna sína, hún er upprennandi
þessi stelpa það er sama hvað hún grípur í.


100_9225.jpg

Tók eina af Ódu ömmu og henni, yndislegt að sjá hvað þær eru líkar.

100_9226.jpg

Litla ljósið mitt komið í fang pabba enda orðin þreytt.


100_9229.jpg

Fallegastarbestu vinkonur síðan þær voru smádúllur
Hafdís Dröfn og Viktoría Ósk
.

100_9224_941229.jpg

Þessi flotta stelpa er hún Margrét dóttir vinkonu minnar, hún
spilaði ásamt vini sínum jólalög á gítar.

kærleik á línuna
Milla
Heart


Hlátur, grátur, en aðallega hlátur.

Við fórum náttúrlega á Eyrina í morgun beint upp á Dýraspítala með Neró þar átti að taka hann í allsherjar sjæningu fyrir jólin, keypt var shampoo, næring, nammí og hundamatur, þaðan fórum við í morgunkaffi á bakaríið við brúnna.

Svo var haldið upp á sjúkrahús til fundar við Bjarka bæklunarlækni, hann bað mig að vippa mér upp á röntgenborðið, svo var byrjað að stinga í míó, míó, það var ekki gott, en fullt af sterum og deyfiefni fór þarna inn, ég verð víst að vera voða stilt næstu daga, en má fara á tónleikana annað kvöld í skólanum, en Viktoría mín er að spila einleik á þverflautu, syngja og spila með kórnum og svo það sem mér finnst svo skemmtileg, Marimba, þar syngja þau, dansa og tromma.

Hitti á biðstofunni Hönnu fyrrverandi mágkonu mína og Diddu dóttur hennar, það var ljúft að tala við þær smá stund.

Fórum aðeins á Glerártorg, keypti mér skó í Mörsubús, bol í Centro, Gísli skrapp og verslaði íbúfen í apótekinu, verð víst að eiga það næstu daga vegna verkja sem ég gæti fengið, slæma afar, segir hann sko Bjarki bæklunar. fórum svo að ná í Neró og var hann ennþá hálf sofandi svo hann var bara klæddur í lopapeysuna sína og settur undir teppi úti í bíl.

Nú kemur hlátursefnið, fórum með bílinn á verkstæði, þar var hann tengdur við tölvu í 20 mín. er Gísli kom inn þar sem ég sat og drakk kaffi með piparköku, spurði ég: ,,Hvað er að, hann, það er tölva ónýt í bílnum,( hún stjórnar hálkuvörninni og abs hemlakerfinu) nú og hvað kostar hún? 300,000, Ég skellti upp úr, hva er þetta eitthvert desember-djók, nei sagði sölumaður sem kom að, ég vildi að svo væri, en þeir eru að athuga möguleika á því að fá þetta ódýrara, humm humm, er það?"

Jæja ég stóð upp og borgaði reikninginn fyrir því að tengja bílinn minn við einhverja leitartölvu, og
viti menn er hann rétti mér nótuna og sagði  6,770 kr þá datt fyrst af mér andlitið og svo skellihló ég aftur, sko ég er á 3 ára gömlum bíl ekinn 53,000 km og ég þarf að fara að gera við einhverja tölvu sem kostar 300,000 og að athuga hvað væri að kostaði á 7 þúsund, er nú hægt annað en að hlæja að þessu, ég spurði hvort það væri ekki hægt að fá svona gamaldags tölvulausan bíl, nei
allavega ekki nýjan, sagði maðurinn, nú við ókum bara á Glerártorg og fengum okkur að borða síðbúinn hádegisverð eða Gísli fékk sér hangikjöt með öllu, en ég fékk mér heilsusamloku.

Skruppum í Rúmfó og keyptum körfur og eitthvað smádót,
síðan var ekið í Lauga til að leifa þeim að knúsa hann aðeins,
svo heim.

Sem sagt smá væl hjá Dokksa, og eftir það endalaus hlátur,
hvar endar þetta allt.

Kærleik á línuna
Milla.
Heart


Skemmtilegur sunnudagur

Fórum allar á fimleikasýninguna í morgun, hún var bara æðisleg það er svo gaman að sjá framförin hjá þessum krökkum, einn strákur er með og er það Hjalti Karl frændi Aþenu Marey.
Hér koma smá myndir, ég tók ekki margar þær koma örugglega frá Millu og stelpunum.


100_9220.jpg

Þetta eru ljósin Hjalti Karl og Aþena Marey, tekið eftir sýningu.
Þau eru yndisleg

100_9215.jpg

Þarna eru allar stelpur í jólakjólum sem stjórnin saumaði á þau
nema Hjalti Karl er ekki eins og þær enda eini strákurinn.

100_9218.jpg

Þær eru nú bara ekki nógu góðar þessar myndir, en sýna samt smá.


100_9211.jpg

Þarna eru englarnir mínir að horfa á og Ingimar og Dóra sitja fyrir
aftan, Milla var upptekin í vinnu því hún er í stjórninni.

Þegar þetta var afstaðið var ekið á Eyrina farið í búðir á göngugötu
Haldið ekki að frúin ég hafi ekki keypt eina stuttkápu, rosa flott.
Ókum þeim svo upp í Höll frá henni ókum við niður einhverja götu
sem mig minnti að alveg niður að kirkju eða þar, en nei lenti í blind bak
við skólann og sátum þar föst, hálkan var svo mikil að við komumst ekki
upp brekkuna aftur.
Ég hringdi bara í löggufólk og þau komu tvö, yndisleg ætluðu að kippa
í okkur upp, en það var engin krókur til að lykkja í svo löggumann
bakkaði bara bílnum upp, en það rétt hafðist, Gísli minn fékk að koma
með löggukonunni upp brekkuna og það var nú rétt svo að jeppinn
hefði það upp.
Takk æðislega fyrir hjálpina kæru löggur.

Þetta kostaði það að við rétt náðum á Glerártorg að kaupa okkur stól
við tölvuna, en allt í lagi förum bara aftur seinna.

Sóttum svo mæðgur eftir hljómleik, fengum okkur smá að borða og
svo var ekið heim, fyrst með þær að Laugum, komum svo aðeins við
hjá ljósunum okkar, nú erum við komin heim í hlýjuna okkar.

Kærleik á línuna
Milla
Heart


Hugleiðing inn í sunnudaginn

Sit hérna frekar slöpp, en afar ánægð með góðan dag í gær, fórum á Akureyri, beint á Glerártorg og versluðum svona sitt lítið af hvoru, fengum okkur kaffisopa á Kaffi Talíu, héldum áfram að versla, nú svo þurfti Dóra að skreppa og fá sér hjörtu á hálsinn, ég meina sko Tatto, nú á meðan fórum við í bakaríið við brúnna, þar versluðum við brauð og osta upp á jólin fengum okkur smá kaffi hressingu í
leiðinni og englarnir mínir fengu sér sætabrauð og kókómjólk síðan í blómabúðina býflugur og blóm, hafði nú aldrei komið þar inn og vissi ekkert um þessa flottu búð, þó hún væri búin að vera þar í 10 ár.

Sóttum svo Dóru og beint  í Bónus að versla matvörur og bækur. Fórum svo til Ernu, og Bjössa og eins og ævilega er ljúft að koma á það heimili, takk fyrir mig kæru vinir, guð veri með ykkur nú og alltaf.
Fórum svo í Hagkaup, kaupa kjúkling í kvöldmatinn, brunuðum heim á Húsavíkina, og það var mikið gott að koma heim.


Dagurinn í dag verður nú ekki síðri, erum að fara á hátíðarsýningu hjá fimleikafélaginu hér í bæ, hún Aþena Marey, litla ljósið mitt á að sýna, þau verða í búningum og alles set inn myndir síðar.

Þegar það er búið  förum við aftur á eyrina, ég þarf að klára að versla allavega jólagjafirnar að mestu, Þær mæðgur eru að fara á Frostrósartónleikana þá dólum við okkur bara á meðan, verðum nú ekki í vandræðum með það við gamla settið.

Keyrum þær svo heim í bakaleiðinni, Dóra á að fara að vinna og þær í skólann. Svo þetta verður bara flottur dagur og helgin er búin að vera yndisleg.

Kærleik á línuna
Milla
Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband