Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Fyrir svefninn.
1.3.2009 | 20:42
Það er bara búið að vera gaman í dag, var að kenna
englunum mínum að baka bollur, það gekk nú bara vel,
reyndar varð síðasta hræran svolítið þunn, en ég sagði
þeim bara að baka bollur úr þessari soppu, en út komu
flatbökur bara mjúkar og góðar þannig að við notuðum tvær
saman ekkert síðra og hver er að huga að því þegar rjóminn,
súkkulaðið, kremið og sultan vella út.
Það sem var boðið upp á var rækjuréttur/ sósa/ ristað brauð.
snittubrauð og álegg að vild ofan á, sem var pepperonii,
salami, ostar, ananas,chilisulta, gráfíkjusulta og það átti að
vera grafinn ufsi en ég gleymdi honum.
Nú svo voru bollurnar, kaffi og gos.
Setið var lengi að snæðingi eins og vant er á okkar heimilum.
Ingimar minn fór svo með bílinn okkar á gryfju og setti kælireim
sem vantaði í bílinn, smíðaði einnig smá hlíf þar undir því hún var
fyrir löngu farin í einhvern snjóskafl.
Eins og allir vita þá eru þessir bílar ekki gerðir fyrir snjó og kramið
í þeim bara eitthvert plastdrasl.
Ráðlegg öllum sem ekki vita að kaupa aldrei varahluti í umboðunum
þvílíkur verðmunur, þar og annarsstaðar.
Á morgun verður byrjað að laga hjá mér baðið síðan verður það málað.
Dóra mín tók utan af sófunum í dag og er verið að þvo það, setur það
aftur utan um á morgunn, sko að setja áklæðið utan um þessa
yndislegu sófa mína er ekki fyrir okkur gamla settið, en þeir eru hvítir
svo það þarf að þvo þá ansi oft.
Eitt veit ég að börnin mín eru yndisleg og án þeirra hjálpar værum við
illa stödd. Takk englarnir mínir.
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Dómar fólks.
1.3.2009 | 09:40
Já og fólk sem hlustar aldrei á annað en sjálfan sig.
Var á hitting í gær eins og ég bloggaði um í fyrir svefninn.
Ég komst endanlega að því að góða vini eignast maður ekki
bara eftir áralanga kynningu, heldur finnur maður strax hvort
fólk er heilt í sér eður ei og þessi hópur okkar er góður og
vitið af hverju, jú vegna þess að hann er kröfulaus, sem þýðir
að engin er með kröfur á hvorn annan eins og svo algengt er
í vinahópum.
Við segjum öll okkar skoðanir og þær eru virtar af hinum.
Það er ekki sagt þú átt, heldur getur þú útskýrt, eða gaman væri
að vita.
Við erum tærir og góðir vinir takk fyrir mig.
Hef stundum orðið vör við í gegnum lífið að fólk er með þessar kröfur.
Það til dæmis móðgast ef vinurinn gerir ekki þetta eða hitt.
Annað sem ég hef reynt er taumhaldið sem sumir hafa á öðrum,
það er afar slæmt því þá er viðkomandi orðin undirlæga þess sem
krefur á kostað síns eigin sjálfs.
Hvar er þá vinskapurinn/ samheldnin/ kærleikurinn/ trúmennskan
og bara nefnið það.
Mín skoðun er sú að; þegar svona er þá enda vinirnir sem á að kalla
sem ekki vinir því báðir eru vansælir, annar yfir því að fá að stjórna
því það er leiðinlegt að vera á toppnum og hinn að því að hann
kemst að því að það að vera undirlægja er aldrei gott.
Þetta var nú bara svona smá íhugun í daginn.
Eigið hann góðan.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)