Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
Hvað nær villidýrið langt í manninum?
11.5.2009 | 07:40
Pygmýum nauðgað í Kongó.
Hermenn ríkisstjórnarinnar í Austur-Kongó hafa orðið uppvísir að ofbeldi gegn pygmýum (smávöxnum kynþætti) í þorpinu Kisa í Walikale. Meðal annars var þorpshöfðinginn afklæddur og brotið á honum kynferðislega fyrir framan fjölskyldu hans. Börnum höfðingjans var jafnframt nauðgað fyrir framan hann.
Annar eins viðbjóður er ekki til, að nauðga fólki og börnum
undir hervaldi, engin getur björg sér veitt.
Er ekkert siðferði til í þessu landi, hvar er kærleikurinn hann,
kannski tilheyrir hann ekki þeirra trú eins og okkar.
Þegar maður les svona fréttir verður maður sorgmæddur og
ofsa reiður, jafnvel mest reiður vegna sinnar eigin vanmáts.
Maður getur ekkert gert.
Hermennirnir telja sig fá ofurkrafta og vernd guðanna með athæfi sínu. Mannréttindasamtök hafa lengi barist gegn ofbeldi á pygmýum. Um er að ræða smávaxinn kynþátt af ættbálki Mò-Áka - frumstætt veiðimannasamfélag - sem býr í skógum á Austur-Kongós við miðbaug. Ættbálkurinn hefur lengi átt undir högg að sækja vegna fordóma og ofbeldis.
Ja hérna þvílík ofurtrú, að halda að þeir fái ofurkraft og
vernd guðanna við að fremja slík ódæði, nei þessum mönnum
er bara ekkert heilagt, þeir gera bara það sem þeir vilja
og svífast eigi neins.
Hvenær hættir allur viðbjóður heims?
Fáum við nokkur svör við því?
Eigið góðan dag.
![]() |
Pygmýum nauðgað í Kongó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Fyrir svefninn
10.5.2009 | 21:17
Jæja elskurnar mínar allar saman, það er komin ný stjórn,
er þá ekki þjóðráð að gefa henni tækifæri og vinnufrið til
að standa við loforðin, en ég fyrir mitt leiti vill endilega að
eitthvað sem hrífur fyrir alla verði gert strax.
Fólkið okkar er að fara á límingunum.
******************
Góður dagur í dag að vanda, fórum á Eyrina gagngert til að versla,
Dóra og stelpurnar voru með.
Er búið var að fylla bílinn vörum, brunuðum við í Lauga, Dóra var
nefnilega búin að bjóða í mat og komu Milla og Hennar ljós líka
mikil hrifning var er þær komu, þær höfðu nefnilega ekki séð
frænkurnar sínar í þó nokkra daga og það er eigi gott.
Við fengum kjúkling, grjón, franskar, kartöflusalat, hrásalat og
kaldar sósur rosa gott, ætla ekkert að tala um eftirmatinn.
*******************
Vegna þess að það er hálfgerður vetur enn þá, kemur eitt
sem heitir Vetrarkvöld eftir Lilju Gísladóttir frá Kýrholti ( 1898-1970)
Viltu með mér horfa hljóð
í himinsgeimsins undraveldi?
Ekki gefur lítið ljóð
lýst því bjarta stjörnukveldi.
Dalinn hjúpar hljóðlaust kyrrð,
hátt við fjallsbrún máninn bendir.
Líkt og útþrá innibyrgð
okkar mætast duldar kenndir.
Duldar kenndir, kyrrlát þrá,
hvíld í lífsins öfugstreymi.
kveiki ljósin hvelfing blá
kærleiksljós í myrkum heimi.
Góða nótt kæru vinir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvernig manni er stjórnað
10.5.2009 | 10:11
Eins og allir vita þá elska ég pælingar, já um svona hvernig
manni er stjórnað alveg frá blautu barnsbeini.
Mótunin sem á sér stað hjá foreldrum okkar, sem vilja ráða
alveg fram í rauðan dauðann.
Eins og til dæmis mamma er enn þá að reyna að koma mér í
sæta köflótta, ermalausa, hnepptan upp í háls kjólinn sem
var í tísku 1960 eða eitthvað.
Hún þessi elska hringdi um daginn sem oftar og sagði að það væri
svo æðisleg verslun í Glæsibæ sem þessir kjólar fengust í, Já
en mamma mín ég fer aldrei í kjól, jú elskan þú mundir alveg
falla fyrir þessum TRÚLEGA. Hún hringdi svo litlu síðar til
að segja mér að þeir væru uppseldir. þvílíkur léttir þar til hún
finnur upp á einhverju til að stjórnast í.
En ég elska hana nú samt
Hef lengi verið að pæla í svona stjórnunarsetningum og eiginlega
spurningum um leið, eins og:
,, Af hverju er myndavélin þarna?
Hvar á þetta eiginlega að vera?
því ert þú ekki búin að???
þú ert sein? Þó það sé hálftími í brottför.
Áttum við ekki að vera mætt?
Hvenær veistu hvað við ætlum að hafa í matinn?
Ég get svarið það, ertu ekki búin að?
Ætlar þú að vera í þessu?
Eru börnin ekki tilbúin?
Mér finnst það lágmark er ég kem þreyttur heim úr vinnunni að?"
Svona gæti maður endalaust talið upp og er ég afar hógvær í orðum
sko að því að það er sunnudagur, en hvað finnst ykkur um svona
stjórnsemi og er þetta ekki innifalið í pakkanum,andlegt ofbeldi?
Segi eina góða: ,, Við vorum á leið frá Ísafirði til Akureyrar/Húsavíkur
einn bróðir minn á leið frá Reykjavík til Akureyrar svo við ákváðum að
hittast á Brú og borða saman hádegismat þar, þau fóru bara seinna
af stað en við.
Hringir ekki mamma, hún elskaði að fylgjast með okkur er við vorum
á ferðalögum, og segir; jæja elskan eruð þið þá öll komin í Brú, já
mamma mín Ingó og Inga eru rétt ókomin, en Nonni og Svava? Ha
ætluðu þau að koma? Já voruð þið ekki búin að ákveða að hittast öll
á Brú og hafa svona systkina brunch? Sko það er nú reyndar löngu
hætt að detta af mér andlitið þegar hún þessi elska byrjar að stjórnast
bæði í huga og gjörðum, en sko.
Nei mamma mín, nú, en einhver sagði það.
Nonni bróðir minn sem býr við Vesturhópsvatn var náttúrlega komin
langleiðina til Akureyrar, það hefði tekið hann klukkutíma að koma á
Brú og hitta okkur, en öll vorum við að fara í fermingu til Akureyrar.
Jæja verð að drífa mig í sjæningu, Dóra var að hringja og ætlum við
á eyrina að versla.
Kærleik í daginn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fyrir svefninn
9.5.2009 | 20:15
Í morgun vaknaði ég um sex, fór fram fékk mér smá snarl, svo
meðulin, var ekki í stuði í neitt annað en að fara upp í rúm aftur,
sofnaði hjá elskunum mínum sem sagt Neró til fóta Aþenu Marey
á milli og Gísli út á brún sín megin, þetta er sko king size rúm.
Vaknaði við smá kel á kinn og ein lítil sagði amma! já hvað elskan,
Hann afi er löngu farin fram, nú þá förum við líka fram, fórum beint
í skrípói, ég síðan svolítið í tölvuna, afi gaf henni morgunmat.
Klukkan 13.30 þurfti hún að mæta upp í Íþróttahús þar var lokasýning
á vegum fimleikana, var það æðislegt bæði að sjá þessi litlu sem voru
að byrja í vetur, síðan hin sem maður er búin að fylgjast með í 4 ár
það er svo gaman að sjá framförin.
Við vorum að enda við að borða pasta með ostasósu og steiktum pulsum
óskamatur hjá Viktoríu Ósk, höfum ekki keypt pulsur í heilt ár eða meira.
Þar sem ég er ekki búin að fá myndir af mótinu þá tók ég nokkrar
hér heima. Hún er upprennandi drottning.
Þarna er hún með peninginn sem allir fengu fyrir að taka þátt.
Hún er bara flott.
Þær eru yndislegar systur, og það er mikill kærleikur á milli
þeirra þó litla drolan fái nú oftast að ráða.
Ljósálfurinn minn mátti nú varla vera að því að líta upp frá tölvunni.
Jæja nú er víst að byrja partý sem þær eru að bjóða ömmu og afa upp á
svo ég er bara hææt í kvöld.
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað er í gangi?
9.5.2009 | 09:18
þennan mann sem ætti að koma skikk á kattar og hundamál
Húsavíkur, en er búin að henda skránni sem þetta kom í.
Ég man nefnilega að mér fannst hún eitthvað miður skemmtilega
orðuð, ef einhver hefur hana þá endilega að birta hana.

Úr myndasafni. mbl.is/Ómar
// Innlent | mbl.is | 8.5.2009 | 18:06Skaut heimiliskött á Húsavík
Meindýraeyðir skaut merktan heimiliskött með haglabyssu innanbæjar á Húsavík og kveðst í umboði sveitarfélagsins. Tryggvi Jóhannsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúi bæjarins, segir hann hafa gengið of langt. Þetta kom í kvöldfréttum RÚV.
Þar segir að sveitarfélagið hafi ekki gefið meindýraeyðinum leyfi til að farga dýrum með þessum hætti. Honum hafi verið uppálagt að handsama ketti til aðgreiningar og koma heimilisdýrum til síns heima
Þessi háttur sem lýst er hér að ofan er yfirleitt vinnureglan
sem farið er eftir í bæjum landsins.
Hélt svo að það væri bannað að hleypa af skotvopni innan
marka bæjarfélaga, en ef honum hefur verið upp á lagt að
vinna svona sem er náttúrlega algjörlega óviðunandi.
Ætla nú bara að vona að það útskýrist hvað þarna bjó að
baki.
Ég er sjálf með hund, hann er aldrei laus, en maður veit
aldrei hvenær blessuð dýrin taka á rás og þá sér í lagi kettir.
Ég bý á Húsavík og bara skammaðist mín er ég las þessa frétt,
þetta gæti ekki verið að gerast.
Vitið þið ekki hvaða tilfinningaböndum við tengjumst okkar
gæludýrum?
Kærleik í daginn
Milla.
![]() |
Skaut heimiliskött á Húsavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Fyrir svefninn
8.5.2009 | 21:09
Það er búið að vera ljúft í dag, byrjuðum á því að gera þessi
venjulegu morgunverk eins og að sjænast borða morgunmat,
aðeins að tölvast síðan í yfirreið í búðirnar, fórum fyrst í bakaríið
síðan í kjötbúðina Viðbót besta kjötbúð sem ég hef kynnst, svo í
Kaskó smá spjall í Esar blómabúðinni síðan heim í langþráðan
kaffisopa.
Gísli minn fór svo að ná í Viktoríu Ósk í skólann, en hún vildi fara
heim með vinkonu sinni og var það nú í lagi.
Um eitt leitið fór ég í fataleit, fékk heilmikið lánað heim sem ég get
hugsað um fram yfir helgi sóttum Aþenu Marey á leikskólann og
vorum að leika okkur í allan dag.
Hún skrapp aðeins heim að hitta mömmu sína, en kom strax aftur
með fatatöskuna því hún verður hér í tvær nætur.
Á morgun er fimleikasýning sem hún tekur þátt í og amma fer að
sjálfsögðu að horfa á.
Hún vildi fara sturtu áðan og var það nú í lagi allt í einu kallar hún
amma það er allt fullt af vatni ég stökk upp af stólnum með öllum
mínum hraða, og viti menn það var alveg að fara yfir þröskuldinn
á baðinu og fram á gang, hún hafði þessi elska viljað fá vatn í
sturtubotninn og stíflað með þvottapokanum, jæja það er víst
ýmislegt sem gerist hjá þessum elskum, en á meðan þau ekki slasa
sig þá er þetta bara allt í lagi.
6 stór baðhandklæði hurfu ofan í vatnið á gólfinu áður en ég gat tekið
elskuna úr sturtunni nú svo reddaði afi þessu á meðan ég þurrkaði ljósinu
mínu.
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Áfengi að sjálfsögðu númer eitt.
8.5.2009 | 08:41
Stórfurðulegur hugsunarháttur vaknar hjá mönnum er það
kemur kreppa jú þá þurfa þeir að fá huggun í vökvanum því
þeir eiga svo bágt.
Þetta hefur alltaf verið svona frá ónauma tíð, ekki hef ég neitt á
móti víni, þó ég drekki það bara ekki eins og er, var samt búin
að ákveða að bæði reykja og drekka er ég kæmi á elliheimilið.
En í alvöru þá er þetta til skammar um leið og maður les um
aukningu kvenna með börnin sín í kvennaathvarfið, ja vegna þess
að bóndinn hefur lúskrað á þeim, þá les maður um aukningu á
vínkaupum. Eru menn virkilega svona veikir?
Ekki nóg með það heldur fara konurnar heim aftur, því það er
ekkert hægt að gera segja þær í þessu ástandi sem kallast kreppa.
Ég taldi nú að ef um venjulegt fólk er að ræða þá ættu hjón að
standa saman og leysa málin, en ekki að maðurinn kæmist upp með að
berja bara konuna sína og jafnvel börnin, ekki er kreppan þeim að kenna.
Afsakið útúrdúrinn frá fréttinni, en þetta bara tengist, og karlmenn
farið nú að þroskast.
![]() |
Stóraukin sala á áfengi í apríl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fyrir svefninn
7.5.2009 | 20:02
Svona dagar með snjókomu um mitt sumar eru náttúrlega bara
óþolandi, en ég lagði mig um hádegið er við Gísli minn vorum búin
að fá okkur afganginn af þorsknum sem ég steikti í gærkveldi, sko
hann var svo nýr og góður að maður varð bara svekktur er allt var
búið af diskinum þó bakksaddur væri, vaknaði síðan um þrjú leitið og
settist við tölvuna, fór inn á Evans og valdi mér föt síðan hringi ég
suður í fyrramálið og athuga hvað er til, læt svo senda mér.
Síðan var ég aðeins að skoða vísindin um heilsuna og hvernig er hægt
að bæta hana svona aðallega með hugsunarhætti og svo þetta, ditten
og datten, eins og allir vita þá þarf að muna eftir því eins og öðru.
Við Gamla settið fengum okkur kaffisopa og heimabakað brauð með osti
síðdegis og erum þar af leiðandi ekkert búin að borða fáum okkur eitthvað
smá innan tíðar.
Úr bókinni Heimskupör og Trúgirni.
Jörðin hreyfist ekki
,, Dýr sem hreyfa sig hafa útlimi og vöðva. Jörðin hefur hins vegar
hvorki útlimi né vöðva; þar af leiðandi hreyfist hún ekki."
Scipio Chiaramonti.
*****
Lincolm, verst ræðumaður í heimi
,, Við töldum það óhugsandi að jafnvel herra Lincolm sjálfur gæti
samið ræðu svo stílljóta, svo laustengda, svo barnalega, ekki
aðeins í uppbyggingu heldur einnig í hugmyndafræði, tilfinningum
og skilningi. Hannhefur slegið sjálfum sér við."
Chicado Timse um Gettysborgar-ávarp Lincolms forseta, sem hann
flutti hinn 19 nóvember 1863, og sem fræðingar 20. aldar höfðu í
hávegum og vísuðu til fyrirmyndar í ræðumennsku.
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Skrifað í morgunsárið
7.5.2009 | 07:03
Góðan daginn allir kátir og ekki kátir, sko ég er alveg kát
en þarf að fara út til að fara í þjálfun, ekki er nú veðrið til
að hrópa húrra yfir, rok og slagveðursrigning.
Aþena Marey mín sem svaf hjá okkur í nótt er ennþá í
draumaheiminum, hún sofnaði í gærkveldi í gestarúminu,
en svo vaknaði amma við einhvern bolta, sem nuddaðist
og snérist í hringi, sér við hlið, það er hennar vani að vera
helst þversum í rúminu er hún er búin að finna sér viðeigandi
holu, svo þegar hún er steinsofnuð aftur þá laga ég hana til
þannig að hún sé meira afa megin en mín megin.
Já það var nefnilega vegna anna sem ég bloggaði ekki fyrir
svefninn í gær, enda er ég að hugsa um að gefa því bara frí,
allavega fram á næsta haust.
Annirnar í gær voru að ég fékk að vanda vinkonur mínar í heimsókn
og Sigga Svavars bættist í hópinn og það var yndislegt að fá hana
við eigum örugglega eftir að hittast oftar svona til að spjalla um
okkar áhugamál.
Nú síðan voru ljósin mín í mat og einnig vinkona Viktoríu hún Birta.
Og það er ekki hægt að eiða tíma í tölvu er maður hefur svona
skemmtilegt ungt fólk að tala við.
Eigið góðan dag í dag
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þeir sem minna mega sín
6.5.2009 | 11:54
Þeir sem minna mega sín er fólk sem á minna en ekki neitt
eða eru (eins og einn maður sagði á þingi ) " Þurfalingar"
Að mínu mati er þetta bara fólk eins og allir aðrir og eiga
skilið alla þá virðingu sem þeir fá sem meira mega sín.
Ég spyr nú bara hvað þýðir þetta eiginlega, meira, minna?
Dettur svo eitt í hug, það eru ómálga börnin og upp úr, eru
þau kannski eitthvað fyrirbæri sem minna má sín.
Er þau eru lítil, er talað fyrir þau, svarað fyrir þau, og eftir því
sem þau eldast, held ég í sumum tilfellum að þetta haldi áfram.
Þau eru ekki hvött til að tala eða segja sína skoðun, og ef þau
segja eitthvað, þá er jafnvel sagt, hvaða vitleysa er þetta, þér
hlýtur að misminna eða þetta var eða er ekki svona.
Þau fá sem sagt aldrei að segja sína skoðun fyrir stjórnsemi
fullorðna fólksins.
Held samt að fullorðna fólkið sé ekki að meina neitt illt með
þessari stjórnsemi, þau bara vita ekki hvað þau eru að taka mikið
og eyðileggja fyrir börnunum, letja þau í stað hvetja og það er
mörg hegðunin sem kemur út úr.
Sum börn kunna ekki með góðu móti að brjótast út úr rammanum
sem þau eru búin að vera í frá blautu barnsbeini og fara þá út í
allskonar rugl og svo eru allir alveg hissa á hvað hafi gerst með
þæga barnið sem sagði aldrei orð og foreldrarnir yndislegir í
alla staði.
Það er bara því miður ekki málið, börnin þurfa að fá að þroskast
eðlilega í frjálsræði, en með aga.
Þau börn sem fengu að njóta sín koma bara vel út, en auðvitað
eru undantekningar á öllu.
Bara smá hugleiðing um hádegisbil.
Eigið góðan dag í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)