Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Allir verða atvinnulausir.
21.6.2009 | 14:13
Það gerðist, sem ég sagði hér fyrir margt löngu að aldrei yrði
af þessum útboðum sem þeir voru að tala um.
Hvað á að koma til, svo fólk geti lifað af sinni vinnu?
Hef spurt mig þessara spurninga lengi, svarið sem kemur upp
í hugann er: ,,Þeir ætla ekki að gera neitt."
Sættum okkur við það og byrjum að vinna eftir því, þá meina ég
sko þeir sem ekki hafa vinnu,
tökum Pollýönnu leikinn á málið, er ekki hægt að fá húsnæði þar
sem allir geta komið saman og unnið að sínum hugðarefnum,
það má elda naglasúpu í hádeginu og hella verður á könnuna,
börnin verða bara að drekka vatn og við gætum platað einhvern
bónda til að gefa okkur mjólk svo þau fengju smá af vítamínum.
Það hlýtur að vera til fullt af ónotuðu húsnæði um land allt
örugglega sem ríkið á, tökum þau bara og hefjumst handa.
Þeir sem ekkert húsnæði eiga geta einnig búið á staðnum,
flott þá yrði eftirlit með húsunum.
Allir verða á bótum þegar sjóðurinn er uppurinn tekur ríkið við
og þá fá þeir að finna fyrir því blessaðir.
Ekkert munu þeir fá út úr sykurskattinum, því engin kemur til með
að hafa efni á svoleiðis kaupum, hvað þá einhverjum öðrum.
Það er til alveg fullt af fötum í landinu sem engin kaupir, hvernig
væri að nota þau bara.
Æ Æ, ég var víst að tala um að öllum útboðum á vegum
vegagerðarinnar yrði frestað og þá geta þessi fyrirtæki
bara lagt öllu draslinu og komið í okkar hóp.
Hætt við öll útboð í vegagerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjón er sögu ríkari --Eða hvað?
20.6.2009 | 20:39
Hitler
Adolf Hitler kenndi yfirburði hins há ljóshærða og
bláeygða manns. Sjálfur var hann lítill, dökkhærður
og brúneygður. Engu að síður féll gjörvöll Þýska þjóðin
fyrir áróðrinum um ágæti aríans og kærði sig kollótta um
þótt sjálfur áróðursmeistarinn væri fjarri því að vera
lifandi tákngerfingur hins fullkomna manns.
Jesús
Já, þessir þjóðverjar, hugsuðum við í forundran. Hvernig
mátti þetta eiginlega verða? En erum við nokkru betri?
Tökum dæmi sem stendur okkur nær.
Við velkjumst ekki í nokkrum vafa um að frelsari vor,
Jesú Kristur var á hérvistardögum sínum beinvaxinn
maður, ljós á hörund, ljóshærður og með himinblá augu.
Við erum líka sammála um að hann hafi fæðst í Betlehem.
En sjá;
Betlehemsbúar dagsins í dag minna lítið á þann hvíta mann
sem við ímyndum okkur að Jesú Kristur hafi verið, þeir eru
þvert á móti smávaxnir, dökkir yfirlitum og dökkeygðir.
Hvað hefur eiginlega komið fyrir íbúa þessa litla bæjar -- eða
hefur frelsarinn sjálfur tekið stökkbreytingum á þeim öldum
sem liðnar eru frá dauða hans?
Til að kóróna ímynd okkar þá segir Jesaja spámaður um hinn
væntanlega Messías:
,,Hann er hvorki fagur né glæsilegur, svo að oss gæti á að líta,
svo að oss fyndist til um hann. Hann var fyrirlitinn og vér
mátum hann einskis;"
En fyrir því eru dæmi að jafnvel innblásnustu spámenn hitta
ekki alltaf naglann á höfuðið.
Þetta er tekið úr bókinni Heimskipör og trúgirni.
Jón Hjaltason.
En hvað ætli Hitler hafi fundist um rauðhærða, ekki að það skipti
máli því hann var náttúrlega geðveikur maður.
Má til að birta ykkur aftur ljóðið um rétt hérans.
Ég elska Gustaf Fröding.
hann var mikill snillingur í heimi þeim sem menn
töldu vera geðveiki.
Þann rétt hver héri hefur,
að háma í sig kál í svanginn,
á meðan maginn krefur,
- það má hann litli anginn,
og liggja í leiðslu værri,
sé lágfóta ekki nærri.
Og vilji vondur refur
sér veiða héra í soðið,
þann rétt þá héri hefur
-og honum er það boðið-
að hlaupa á harðasprett, til
að hættu hann undan beri,
-en að heita annað en héri
á hérinn engan rétt til.
Gústaf Fröding.
Það er nú málið, við erum óttalegir hérar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er þetta hótel Borg?
20.6.2009 | 17:20
Sjáið bara þetta glæsilega hótel, það minnir mig svo afar
á hótel Borg, sjáið gluggana hér í enda, gæti hafa verið sami
arkitektinn, nei varla.
Reyndu að selja Ritz hótelið
Þrír Bretar hafa verið ákærðir fyrir að reyna að svíkja fé út úr hrekklausum kaupsýslumönnum með því að selja þeim Ritz hótelið í Lundúnum.
Að sögn lögreglu hafa mennirnir þrír verið ákærðir fyrir að reyna að svíkja út 200 milljónir punda, jafnvirði um 40 milljarða króna, með þessum hætti.
Mennirnir eru á fimmtugs- til sjötugsaldri.
Bjartsýnir hafa þeir verið, en væntanlegir kaupendur með
afbrygðum heimskir.
Reyndu að selja Ritz hótelið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tilneyddur.
20.6.2009 | 08:27
Sigrún Pálína var í dag heiðruð af Femínistafélaginu. mbl.is/Heiðar
Nær sáttum við Þjóðkirkjuna
Eftir Halldóru ÞórsdótturÞetta er stór dagur, mér finnst ég hafa fengið vissa úrlausn mála," segir Sigrún Pálína Ingvarsdóttir.
Sigrún átti fund með Kirkjuráði í dag, ásamt fjölskyldu sinni, til að greina frá sárri reynslu sinni sem hún varð fyrir af hálfu sr. Ólafs Skúlasonar er hún leitaði til hans sem sóknarprests.
Kirkjuráð hefur beðist afsökunar og biskup, og þetta er góður liður í því að ég nái sáttum, ekki síst við Þjóðkirkjuna," segir Sigrún Pálína.
Tel að þarna hafi biskup verið tilneyddur, kirkjan hefði
aldrei komist upp með annað en þetta miðað við þær
opnu umræður sem verið hafa um kynferðisafbrot bæði
innan kirkjunnar og utan.
Vonandi stíga nú fram allar þær konur sem en eru í sorgum
eins og Sigrún Pálína kemst að orði.
Þetta er einnig hvatning fyrir allar konur sem eru með svona
glæp innibyrgðan, það er í lagi að stíga fram.
Hvernig komið var fram við þessa konu á sínum tíma var
ótrúleg vanvirðing, henni var hótað og hún flúði land.
Ég man vel eftir málinu og hvernig fólk talaði bæði um hann
og hana, hefði bloggið verið til þá, já akkúrat hvað hefði þá
gerst í málinu, allavega hefði Sigrún Pálína ekki þurft að flýja
land.
Ég finn nú fyrir breyttu viðhorfi hjá kirkjunni og mér er trúað. Fyrir þessum þrettán árum þótti óhugsandi að sitjandi biskup væri kynferðisafbrotamaður en nú hafa ýmis gögn komið fram í málinu."
Elsku kona ég óska þér svo sannarlega til hamingju með
þennan áfanga og ég veit að þér hlýtur að líða betur,
en það er langt í land með breytt hugarfar, í raun, hjá
þjóðkirkjunni, en vonandi er þetta byrjunin.
Eitt enn, Ólafur Skúlason á eftirlifandi fjölskyldu, sómafólk,
sem örugglega finnur til vegna þessa máls og þá sér í lagi
börnin, sýnum þann þroska að leifa þessu fólki að vera í friði,
þá meina ég ekki bara í blöðum eða bloggi, heldur í hinu
daglega lífi.
Verum kærleiksríkari en þjóðkirkjan.
Gefum okkur það að vera hamingjusöm.
Milla
Nær sáttum við Þjóðkirkjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Við afburða konur, hér og nú.
19.6.2009 | 09:24
Til hamingju með daginn.
19 júní er dagurinn okkar, við fengum kosningarétt 1915
eftir blóð svita og tár sem þó aldrei sáust, eigi voru þau
borin á borð fyrir fólk, sumar grétu örugglega í koddann
er heim kom.
1922 fór fyrsta konan á þing, mikið vatn hefur runnið til
sjávar síðan, en betur má ef duga skal.
Nú er að fara í hönd tími erfiðleika, sem engin getur höndlað
betur en konan því hún veit og kann hvernig á að spara, ef
hin unga kona ekki kann þá er það okkar eldri að kenna og
miðla visku okkar.
Við verðum að standa saman og vilja taka þátt og þiggja
ráðleggingar frá þeim sem kunna að gefa þær.
Ekki að segja: ,,Hvernig á ég að spara af engu?" Jú það er hægt,
en erfitt.
Hvernig væri að taka þessu sem skólaverkefni, til dæmis konur
í hverfum bæjanna sammælast um hvað skuli gera, taka börnin
með í dæmið, ég er viss um að það er bara skemmtilegt, þó að
elskurnar mínar, tár drjúpi í kodda á kvöldin.
Kærleikskveðjur til allra kvenna.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Virðingarleysi í mörgu fólki
18.6.2009 | 21:15
Aðeins að segja frá deginum.
Hér er búið að vera tiltekt í dag, byrjaði reyndar í gær
að snurfusa smá, en í morgun skipti Gísli á rúmunum
þvoði og þurrkaði, ég þvoði úr gluggum og þurrkaði af,
Gísli ryksugaði sófana var ég búin að taka buffið mitt í
gær, nú endirinn var að láta róbótinn um gólfin og það
er nú ekki dónalegt, ég fór í tölvuna á meðan og Gísli
minn endaði á að þvo yfir gólfin.
Mikið var það yndislegt síðan að setjast niður með
kaffibollann og kveikja á kertum og smáljósum, því
það er ekki mikil birta er rigning er og þokan smýgur
yfir allt.
Við vorum með steiktan fisk í kvöldmatinn og komu
þau að borða Milla og Ingimar með ljósin mín.
Dóra hringdi og ætla þær að koma á morgun til að versla.
það verður yndislegt að fá þær þó stutt verði stoppið.
**************************
Langar aðeins að koma inn á vanlíðan fólks, sem kemur vel
fram í stjórnsemi, illgirni, virðingaleysi, trúgirni og að elta ólar
við það sem það þekkir ekki neitt.
Allt þetta og meira til hlýtur að vera vegna þess að fólki líður
ekki vel.
Hvernig væri nú kæru bloggarar að fara að taka meira tillit til
skoðana annarra, láta sínar í ljós án þess að setja út á
annarra.
Það er einnig annað sem er afar stórt í sniðum á blogginu og
þykir mér það miður, það eru útásetningar, eftirhermur og
illt tal um fólk sem það þekkir ekki neitt, hefur aldrei séð eða
heyrt, hvernig í ósköpunum er þetta hægt, nema að fólki líði
eitthvað illa og fái útrás á þessu sviði.
Hættið þessu kæru vinir, þetta er ekki inn, núna eigum við að
standa saman og vinna gott starf í því að hjálpa hvort öðru.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Svona gerir maður ekki stelpa.
18.6.2009 | 15:33
nauðsynlegir og svo verður þú að vera góð fyrirmynd fyrir
blessuð börnin.
Góðan bata Svandís.
Umhverfisráðherra hlaut höfuðhögg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17 júní í dag.
17.6.2009 | 09:07
Það er að sjálfsögðu rigning í dag eins og alla aðra 17 júní
sem ég man eftir undanfarin ár, en er ekki samt alltaf jafn gaman
bara ef krakkarnir komast í sem flest leiktæki og fá sykurfrauð eða
hvað þetta heitir.
þegar dagurinn er svo á enda og spennufallið verður eftir allt þetta
sem ekkert var í raun, þá er gott að skríða bara upp í rúm og horfa á
eina rólega og góða barnamynd.
Þegar ég var að alast upp var mikill spenningur, ekki man ég nú eftir
vondu veðri, hehehe ekið var niður að Arnarhól, trítlað upp á hann
allt var fánum prítt og einhver skemmtiatriði voru eins og Baldur og
Konni og síðan man ég ekki meir, en auðvitað man ég eftir því að farið
var í kaffi einhversstaðar í bænum og maður var í sínu fínasta pússi,
vei manni ef maður setti blett á hvítu skóna eða restina af out fittinu
áður en maður fór í kaffið allt átti að lúkka svo flott þegar gengið var
í kaffisalinn sko í þá daga þekktu allir alla, Reykjavík var nú ekki stærri
en það þá.
Set hér inn einu myndina sem ég finn í mínum fórum, tekinn 17 júní
1950. Á þessari mynd er frá vinstri Ellen sem var vinnukona hjá
mömmu og pabba, en var okkur systkinunum afar kær, hún var dönsk,
mamma, með elsku bróðir minn Ingó í fanginu tæpra eins árs, Pabbi minn
besti, vinnukonan hjá Fanney og Reinhart sem næst koma þau voru
afar góð vinahjón mömmu og pabba, Reinhart heldur á yngstu dóttir
þeirra fyrir framan koma Nonni og Gilsi bræður mínir elskulegir þeir
mestu villingar sem fyrirfundust, ekki skil ég hvernig þeir gátu haldist
hvítir í þessum hvítu seilor fötum, síðan sonur og dóttir Fanneyjar og
Reinharts, hún heitir Anna, en get ekki með nokkru móti munað nafnið á
honum og væri nú gaman ef að þau myndu lesa þetta að koma inn með
komment.
Ég er ekki á þessari mynd, hef sjálfsagt bara ekki viljað það og þá fékk
drollan bara að ráða því.
Eigið yndislegan 17 júní, allavega ætla ég að eiga góðan dag í leti
hér heima.
Faðm á alla sem koma hér inn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Að kvöldi dags segir maður frá.
16.6.2009 | 21:54
Vaknaði að vanda snemma og var nú ekki par ánægð með
það, var nefnilega þreytt og fór bara upp í aftur um níu leitið
og steinsvaf til 11.00, var nú smá tíma að jafna mig, en dreif
mig í sjæningu, þurfti að fara í búðir og sækja Aþenu Marey
klukkan 14.00.
Fórum fyrst í ríkið að kaupa bjór fyrir Gísla, næstum leið yfir mig
tæpar 600.00 kr tveir gull, jæja það er svona að fara kannski
tvísvar á ári í ríkið þá hrekkur maður við.
Næst í Heimabakarí til að kaupa það sem þeir kalla pítubrauð, en
ég nota fyrir hamborgarabrauð síðan í Kaskó og endað á Viðbót
því ekki borðar maður annað en stóra hreindýrahamborgara
þessi pappír sem fæst í búðunum er ekki ætur.
Við vorum sem sagt að fara í grill í götunni okkar, þær komu með
okkur Viktoría Ósk og Aþena Marey, en sú litla entist ekki lengi
fékk smá mömmusíki og fór með henni á fund.
Allir komu með það sem hver og einn þurfti, en ég var bara sniðug
og útbjó allt heima og fór með í körfu, það sem ég var
með voru borgararnir, brauðsneiðar með hreindýra paté og smá
lauksultu sem ég útbjó, steikta laukhringi og svo samlokur með
mysing.
Með þessu fékk Gísli bjór og við stelpurnar pepsí max.
Það var æðislega gaman hjá okkur, en varði stutt mér var orðið
kalt um níu leitið og fleirum svo við drifum okkur heim.
Eigið góðan dag á morgun með fjölskyldum ykkar.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
40 ára laun mín.
16.6.2009 | 08:26
// Líkir láni bankastjóra við almenn lífeyrissjóðslán
Hef ekki heyrt það andstyggilegra, get ég fengið svona
lífeyrissjóðslán, það er, ef ég ætti eignir til að setja í veð og
séreignarlífeyrissjóð? Nei ég gæti það ekki.
Manni verður nú ekkert smá flökurt við þennan lestur, hvað á
eiginlega maðurinn mikinn séreignarlífeyrissparnað.
þetta er út í hróa, honum vantaði peninga.
ÆI, hann sér nú fyrir mömmu, systur og stjúpföður og nýbúin að
kaupa sér nýtt hús og endurbyggja það, örugglega ekkert slor það.
Þannig að þessi næstum þurfalingur tók bara lán úr eigin sjóði
upp á 70 miljónir, það eru eins og launin mín í 40 ár, en hvað
var hann með í laun á ári, hefði nú getað átt svona leynihólf
einhvers-staðar, meira að segja ég á slíkt í því er oftast fimm þúsund
krónur og þykir mér það gott.
Ég er að hugsa um að sækja um að þurfa ekki að borga vexti af mínum
lánum fyrr en eftir 20 ár, ég hlýt að fá það eins og Sigurjón.
Eins og allir vita er verið að skammta út séreignarlífeyrissjóð til fólks og
það fær um 70.000 á mánuði og borgar skatta af því, fólkið ræður ekki
yfir sínum eigin sjóð, á þá þessi gaur að gera það?
Það er ekki hægt að líkja saman þeim kjörum sem hinn almenni borgari
fær í sambandi við lífeyrismál og þetta mál Sigurjóns, drottinn minn dýri
er ekki siðferðið í lagi hjá þér Sigurður að láta þetta út úr þér?
Tekjuskattskyld ef þau bera merki lífeyrissparnaðar, þá þarf að spyrja
stórt, eru þau það? ekki segist það afdráttarlaust í pistlinum, og
ríkisskattstjóri tjáir sig ekki um málið: "Skrítið"
Maður les um svona andstyggð, þarf svo liggur við að knékrjúpa fyrir
bankanum til að fá fyrirgreiðslu, að því að maður er ekki vanskilafólk,
en að lifa eigum við ekki að gera.
Ég er ekki ein um að segja þetta.
Líkir láni bankastjóra við almenn lífeyrissjóðslán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)