Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Hvenær mönnum?

Mávar ógna hvölum við Argentínu

Mávar herja nú á hvali við strendur Argentínu og finnast nú æ fleiri hvalir dauðir.

Þetta kom fyrst fram fyrir 35 árum, en ekki fengustsvör við
rannsóknum þá.

Þetta er frekar óhugnanlegt því ef þetta gerist með hvalina
þessar stóru skepnur, hvað þá með börn og bara fullorðið fólk?

Til dæmis hér hjá okkur hefur komið andapar á hverju sumri
og höfum við gefið því brauð, þær eru mjög spakar og koma
alla leið að dyrunum út á pallinn og gagga á okkur.

Við urðum að hætta að gefa þeim vegna Mávana sem komu
ævilega og hirtu allt brauðið og alveg inn á pallinn komu þeir.
Dæmi eru um að fólk hafi verið með samloku í hendinni og snabb
allt í einu er hún horfin. Ekki gæfulegt.

Svo má ekki kála þessum fjandans fuglum.

Rannsóknir eru hafnar á hvernig er hægt að útríma þessari hættu,
Gaman að vita hvað kemur út úr því.

Vísindamenn telja að stóraukin losun úrgangs frá fiskvinnslum dragi að
Mávinn, en að honum hafi fundist hvalspikið girnilegra.

Tel þetta nú ekki góða skýringu, man nú þegar allar stíur voru fullar af fiski
bræðslan á fullu og þar var náttúrlega allt fullt af úrgangi, út um allt land
og ekki síst í Hvalfirði, þá var bara þessi fjandi þar í úrganginum, hann sótti
ekki í hvalina.

Annars hvað veit ég, þó ég hafi verið í nándinni alla tíð.
mbl.is Mávar ógna hvölum við Argentínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju unga stúlka.

 470077fjolthrautarstelpan.jpg

 Þetta er óneitanlega svekkelsi í himnaríki"

Sjöþrautarstúlkan Helga Margrét Þorsteinsdóttir er án efa „heitasta" íþróttakona landsins um þessar mundir. Hún varð Norðurlandameistari í fjölþraut fyrr í mánuðinum er hún setti Íslandsmet í sjöþraut. Í gær bætti hún enn Íslandsmetið sitt á móti í Tékklandi, um heil 157 stig, og er nú efst á heimslista unglinga en aðeins vantaði 22 stig uppá að hún næði lágmarkinu á heimsmeistaramót fullorðinna.

Helga, sem er aðeins 17 ára, sagði sigurtilfinninguna vera súrsæta. „Já, þetta er svolítið öfugsnúin og súrsæt tilfinning. Ég var að bæta mig mikið og allt var að ganga upp, en síðan eru það þessi 22 stig sem vantaði upp á sem hanga yfir manni. En þau koma bara seinna, ég er alveg sátt við mitt. En þetta er óneitanlega svolítið svekkelsi í himnaríki. En vonandi er þetta ekki búið spil, ég tel mig nú eiga eitthvað inni ennþá," sagði Helga Margrét í gær, er hún beið þess að vera kölluð upp í verðlaunaafhendingu en gaf sér þó tíma fyrir

Þú ert glæsileg stúlka og átt framtíðina fyrir þér í heimi
íþróttana, þú verður ekki lengi að ná þessum 22 stigum.
Vegni þér ætíð sem best og ég hlakka til að fá að horfa á
þig á mótum, það er ef það kemur í sjónvarpinu.


mbl.is „Þetta er óneitanlega svekkelsi í himnaríki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peðin á undan kóngunum?

Já er verið að taka peðin á undan kóngunum, eða er og eða
var þetta peð kannski kóngur í felum?

Auðvitað er gott að hann sé rannsakaður, en held að þeir
ættu að flýta sér að taka stóru kóngana áður en þeir eru
alveg búnir að koma ár sinni vel fyrir borð.

Það er vitað mál að í gegnum árin hafa peðin verið sett í fangelsi
á meðan kóngarnir sleppa, þar má nefna mörg mál, en ætla að
sleppa því að sinni.

Ég hef það einhvernvegin á tilfinningunni að heitu málin séu að
renna út í sandinn.

Hvenær fáum við eitthvað um bankahrunið og svínaríið í kringum
það og gaman þætti mér að vita af hverju stjórnin sem var tók
niður Glitni og síðan Landsbankann, hefði ekki verið betra að
fara öðruvísi í málin?

Margir eru búnir að spyrja að þessu, en aldrei hafa fengist svör
við því og þá meina ég samkvæmt sannleikanum og á
mannamáli.



mbl.is Hannes segist ekki hafa brotið lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vægt til orða tekið, skollinn.

pastel_by_jinxywinxybanner_868840.jpg

Sko ég nenni nú ekki að telja upp tapið í þessu máli, en
hvað eru menn eiginlega að hugsa, einmitt skollans ekki
neitt.

Annað upp í hvaða hæðum voru hugsanir þessara manna
68 lúxusíbúðir í turni í Macau, ekki að ég hefði ekki viljað svona
ef ég væri miljarðamæringur vera í svona íbúð í smá tíma á
meðan ég væri að skoða mig um á þessu svæði, á einmitt eftir
að skoða það, sleppti því síðast er ég skrapp til Hong Kong.

Nei ég meina það að þeir skulu ekki skammast sín, engin furða
að tryggingarnar séu svona háar, ekki það að ég sé hjá þeim
kannski verður mitt næst til að leysa frá skjóðunni með smá
hneyksli.? Hver veit.

Veit bara það að siðleysi og skýjakljúfa-hugsanahátturinn hefur
verið með eindæmum ruglaður og tel ég að þeir ásamt svo mörgum
öðrum þyrftu að fara í afruglun.

Hvað finnst ykkur.?


mbl.is Sjóvá tapar 3,2 milljörðum í Hong Kong
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvöldrugl í orðsins fyllstu.

Þeir sem ekki skilja svona rugl, lesa bara ekki það sem
ég er að tala um, en vitið ég er svo glöð að hann þessi
elska skuli nú ætla að hjálpa Íslensku atvinnulífi upp til
himna, svo ég tali nú ekki um að borga vonandi, kannski
Icesave skuldir Landsbankans/okkar þær eru alssekki
hans skuldir eða það sem hann stofnaði til, nei nei
hvernig dettur nokkrum manni í hug að segja það, en hvar
er þessi bjáni, er hann bara út um allan heim að útvega sér
peninga eða sko okkur, honum vantar enga peninga, því
hann kom þeim öllum undan.

Ekki vogar hann sér heim til að standa fyrir framan fólkið
og viðurkenna sín mistök, nei það er ekki honum að kenna.

Svo vorum við bara að dandalast í dag ræða við bankann
fá einhverju ráðið um hvernig við borgum niður skuldir annarra
nei ekki útrásarvíkingana, alls ekki við vitum að við þurfum að
borga þær, heldur innanríkis áfallnar, þið vitið svona er maður
skrifar upp á.

Útrásarvíkingarnir eru ekki þeir einu sem kunna að fara illa með
fólk.
Vona að það fólk sem um ræðir sofi rótt og dreymi ljúfa drauma.


Hvenær kemur næsta hindrun.

Tel að hindranir séu bara á færiböndum svona úr öllum
áttum, hvenær kemur sú næsta og svo næsta?
verður nokkuð hægt með einhverju viti að koma á
stöðuleikasáttmála?
Held að menn séu bara ekki að ráða við þetta.

Fundað verður í allan dag á öllum vígstöðum, en ekki talið
tímabært að segja hvort samkomulag náist í dag.

Þetta segir í fréttinni:

,,Í gærkvöldi fengum við til dæmis nýjar upplýsingar um ríkisfjármálin sem komu okkur kannski svolítið á óvart. Þær settu upp nýjar hindranir á veginn sem við þurfum að vinna í að yfirstíga," segir Vilhjálmur. Hann segir að í gærkvöldi hafi verið búið að komast yfir flestar hindranir þess að samkomulagið næðist en þá hafi þessar komið upp. Því sé ekki hægt að segja fyrir um hvort samkomulag náist í dag eða ekki.

Ég spyr, af hverju er aldrei bara hægt að koma með allt upp á
borðið, allir virðast vera að fela eitthvað fyrir hinum.


mbl.is Nýjar hindranir á veginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkomulag um eymdina.

Frá fundi aðila vinnumarkaðarins með fulltrúum ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi.

Frá fundi aðila vinnumarkaðarins með fulltrúum ríkisstjórnarinnar
í gærkvöldi.
Sjáið það er von að þeir séu kampakátir á svipinn, búið að ráða
málum og útkoman er að það verði friður til 1.nóv. já já friður
til að hækka allt, sem hækka getur, draga úr öllu sem mögulegt
og ómögulegt er,
segja sem flestum upp, svo vandræði verður að manna vaktir,
og svona mætti lengi telja.

Talað er um að tryggja fyrirtækjum fjármagn til að byggja sig upp
ráða fólk og ráðast í framkvæmdir, en hvaða framkvæmdir, það eru
allsstaðar veggir því engin hefur efni á að kaupa þessar framkvæmdir.
Af hverju tekur ekki ríkið að láni fjármagn svo hægt sé að framkvæma
og ráða menn í vinnu.

Halda menn endalaust að við séum asnar, hér segir:

,, Jafnframt voru aðilar vinnumarkaðarins ásáttir um þá tímaáætlun sem þurfi að vinna eftir frá 1. júlí nk. til 1. nóvember nk. til þess að ná vaxtastiginu niður í eins stafs tölu og styrkja gengi krónunnar. Það var m.a. það tímaplan sem fulltrúar vinnumarkaðarins hugðust kynna stjórnvöldum á fundinum"

Niður í hvaða eins stafs tölu, 9 eða 2? svo er bara sagt 1 nón.
að því miður þá hafi bara ekki tekist að............ eins og ég segi
það er talað við okkur á nótum sem við ekki skiljum, einfalt,
lygar og undanfærslur eru aldrei skiljanlegar.

Aðilar vinnumarkaðarins hafa aldrei, í tuga ára
unnið að hag fólksins, ef þeir hefðu gert það þá
væru hlutirnir eigi eins og þeir eru í dag.

Góðar stundir


mbl.is Samkomulag um launalið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki bara eitt heldur allt.

Maður hrekkur í kút í hvert skipti sem maður fer í búð
allt hækkar svo gíkantíst að engin heil brú er í því.

Ekki er það bara maturinn sem hækkar, því Nú er það bensínið,
en vonandi verður þeim ekki kápan úr því klæðinu því allir minka
að aka bílunum sínum, fólk verður bara heima. Engin hefur heldur
efni á leigubílum svo þeir hætta í umvörpum ekki nóg með það,
flutningabílarnir fara að hafa það þannig að aka bara er bíllinn er
orðin fullur af vörum, ekki er neitt vit í öðru, svo endar þetta með
því að farnar verða kannski 4 ferðir í mánuði úr á land því allir
hætta að kaupa, eiga engan pening.

Kom með tillögu um að stofnaðar verði kommúnur út um allt land
fólk gæti komið saman og föndrað og eldað sér naglasúpu í hádeginu.

Einn vinur minn kom þá með smá viðbót við þetta, það var að hafa
hænsni, kindur og kýr í garðinum. Snjöll hugmynd hjá honum.

Nei vitið, það sem er að gerast í dag er komið út í svo mikinn hróa
að  ég tel það óráð að vera að hlusta á það.
Hvað eru þeir sem stjórna þessu landi að hugsa svona yfirleitt?
Vita þeir ekki að við erum hér þurfalingarnir í landinu og það
heyrist sko í okkur ef við viljum það við hafa.

Legg bara til kommúnudæmið.


mbl.is Bensín hækkar um 12,50 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir eru góðir danirnir.

Það er synd að segja að þeir kunni ekki að hygge sig.
það hefur nú löngum verið talið gott að hafa samfarir
í bíl, en er hann þá ekki yfirleitt kyrrstæður, kannski
voru þau að herma eftir bíómynd?

Nei annars fell frá þeirri hugsun, því engin hugsun
kemst að þegar kynþörfin verður sterk, eða þannig.

Bíllinn endaði á tengikassa sem stýrir sjónvarpstengingum í bænum.

Flott lending, vonandi hafa þau haft eitthvað út úr
þessu brölti, því nú fá þau mikla sekt og bíllinn
ónýtur.
Grin


mbl.is Kynlífið endaði með ósköpum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá myndablogg.

Annars er ég búin að vera svolítið pirruð á tölvunni í dag,
frekar hægfara greyið, er það kannski hjá öllum eða bara
mér.
Við gamla settið erum búin að vera í letistuði í dag, þó við
höfum bakað einn ofn af brauði þá er það ekki neitt.
Fórum reyndar frekar seint að sofa og sváfum lengi í morgun
þá er allt miklu seinna í gjörðum, svo var nú handboltinn, en
ég horfði lítið á hann verð bara of æst, sko ekki bara við að horfa
á þessa sætu stráka okkar heldur yfir því að þeir tapi, og verði
fyrir óréttlæti, þoli það ekki.

Hér koma nokkrar myndir sem Milla mín tók og er búin að
photoshopera.

3647007470_66a65348e9fjaran_i_eyvik_867550.jpg

Þetta eru ljósin mín að leika sér í Eyvíkur-fjörunni, síðasta sumar.

3646161393_aa47ca91fbskari_sjoari.jpg

Þetta er hann Óskar um borð í dallinum sínum, en hann er
tengdafaðir Millu minnar og þá að sjálfsögðu afi ljósanna minna.

3643452495_a122d0b979kinnafjoll.jpg

Þessi mynd af Kinnafjöllunum, er bara tær snilld, enda snilli
hún Dóttir mín.

Læt fylgja með smá stökur.

Upp ég kreisti lítið ljóð,
læt þar freisting toga.
Lítill neisti og gömul glóð
getur breyst í loga.

Vísa smá fer vösk á stjá,
villt á gráu svæði.
Hanga fátæk orðin á
ansi bláum þræði.

Þessar eru úr ljóðabókinni Blíðsumars nætur.
Skagfirsk Úrvalsljóð og vísur.

Góðar stundir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband