Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Sagan um fríið

Fór að heiman á miðvikudegi, fyrir rúmri viku þær sóttu mig Vallý vinkona mín og englarnir mínir á Keili, sko ég þurfti alveg nauðsynlega að skreppa aðeins í kringluna og var mér ekið í hjólastól, Dóru fannst nú gaman að fara aðeins í rallý svo við vorum í því að róa hana niður, jæja við fórum í nokkrar búðir svo að fá okkur kaffi og brauð ég þurfti náttúrlega að lenda á gömlu brauði, ég sem var orðin svöng í roste beef smörebröd, skilaði því, en fékk ekki einu sinni svei þér fyrir að voga mér að kvarta, svona er þetta víst orðið.

Komum á Keili undir kvöldmat pöntuðum pitssu og spjölluðum saman síðan á fimmtudeginum kom Vallý í kaffi og svo hjartaknúsararnir á Kópa í kvöldmat, það eru sko Fúsi, Solla og börn við áttum yndislega kvöldstund saman.

Jæja um nóttina fór ég á WC sem er nú ekki í frásögu færandi nema er ég lagðist á koddann leið bara yfir mig rankaði við með tilheyrandi ljósahringjum og ekki leið þetta svo vel frá sofnaði reyndar undir morgun og vaknaði engu betri með húrrandi svima nú þar sem hjartalæknirinn minn var búin að segja mér að hafa samband ef ég fengi svona yfirliða tendisa þá ætti ég að hafa samband, ég hringdi eins og góðum sjúkling sæmir inn á hjartagátt Lansans og átti að koma strax, Dóra hringdi á sjúkrabíl og að sjálfsögðu fékk ég unga sæta stráka sem skutluðu mér í bæinn.

Nú ég var á bráða smá dagpart síðan lögð inn, en planið var að ég kæmi í undirbúning á mánudeginum síðan í gangráðaskiptinguna á þriðjudeginum, en mikið var ég fegin að vera komin suður var síðan í rúminu reyndar með WC leifi, síðan reyndist þetta vera stöðusvimi, sem betur fer, ekkert tengt hjartanu fékk þá að fara aðeins á rölt, en þægilegt var það ekki.

Fór svo í aðgerðina á þriðjudeginum og gekk það bara vel þó tárapokarnir mínir væru eitthvað bilaðir svo tárin hrundu í stríðum straumi, en yndisleg hjúkka strauk mér um enni og gagnaugu og þá róaðist sálartetrið, en ég var ekki hrædd bara eitthvað meir. Takk fyrir mig.

Má til að segja ykkur frá því yndislega starfsfólki sem vinnur í kringum okkur þarna á hjartadeildinni, þessar elskur allar eru með eindæmum fórnfúsar og góðar, vona ég svo sannarlega að ekkert verði af niðurskurði í heilbrigðiskerfinu hvorki þarna né á öðrum stöðum nó er álagið á öllum þessum stöðum þó eigi sé af því klipið frekar.

Ég fór síðan á boggan til háls nef og eyrna á miðvikudeginum, auðvitað kom elskuleg hjúkka með mér, fékk staðfest að um stöðusvima væri að ræða, eigi var auðvellt að laga hann vegna eymsla í skurðinum svo ég á tíma í það næsta miðvikudag og einnig í gangráða eftirlit.

Var útskrifuð eftir heimsóknina á Boggann fór heim til elsku mágkonu hennar Ingu síðan óku þau mér á Keili og Dóra að vanda var með æðislega góðan kjúkklingarétt sem við nutum vel af. Það er alltaf jafn yndislegt að vera með þeim bróðir mínum og mágkonu, takk fyrir mig elskurnar.

Hér verð ég í afslöppun um hríð og er það bara yndislegt að vera með þeim sem ég á hér sunnan heiða, kem svo heim og þá knúsast maður með þeim sem maður á þar.

Má svo fara að lifta hendinni og gera eitthvað eftir 3 vikur það passar fínnt því desember verður yndislegur með öllum sínum uppákomum, verð að passa ljósin mín yndislegu í byrjun des ( sko eða þær mig) svo verða allir komnir heim um 12 des. og þá verður nú kátt í höllinni.

Kærleik til ykkar allra
Milla


Er farin í bloggfrí

Sko ef frí skyldi kalla, nú er ég að fara suður í smá dekur með skrokkinn læt þeim það eftir á hjartadeild lansans við Hringbraut ekki dónalegt að liggja þar og tala nú ekki um að komast á borðið hjá öllum sætu strákunum og yndislegu hjúkkunum sem dekra við mann í kjallaranum á lansanum.

Við eigum ennþá alveg úrvals lið lækna og hjúkrunarfólks bæði þar og á öllum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðum í kringum landið, ég segi ennþá því þetta fólk er að hugsa sér til hreyfings til frambúðar því í áraraðir er þetta fólk búið að vinna við óöryggi sem óhafandi er, mun ég aldrei skilja stjórn þessa lands, en ekki að marka það.


Jæja ég ætla að fljúga suður á miðvikudaginn, (ekki má maður aka sjálfurShocking) og þær ætla að sækja mig elskurnar Dóra og Vallý vinkona mín ætli við sækjum ekki englana mína í Háskólann, svo ætla ég að vera í góðu yfirlæti í Reykjanesbæ þar til ég fer á lansann eftir helgi.

Hlakka til að sjá dúllusnúllukrúttin mín á Kópa, englana mína á Keili og auðvitað allt fullorðna fólkið líka.

Hafið það æðislegt og ekki láta þjóðmálin espa ykkur um of, það bara skemmir.

Knús í öll hús
Milla
Heart


Velkominn, velkominn.

Lalit Modi.

Lalit Modi.

Sagður vilja fara til Íslands

Indverskir fjölmiðlar segja í dag, að orðrómur sé á kreiki um að Lalit Modi, fyrrum framkvæmdastjóri indversku úrvalsdeildarinnar í krikket, sem sakaður er um lagabrot í tengslum við viðskipti, muni reyna að fá hæli á Íslandi.

Tökum við honum, já auðvitað okkur vantar fjárglæframenn, okkar eru nefnilega flúnir land.

Ef marka má fréttavefinn India Today má rekja þennan orðróm til þess að   eiginkona Modi sé góð vinkona íslensku forsetafrúarinnar, Dorritar Moussaieff. 

Ég tala nú ekki um, en ætli Dorit hætti nú ekki að vera vinkona hennar núna er komið er í loftið að Lalit sé ekki alveg heiðarlegur

Indversk stjórnvöld hafa innkallað vegabréf Modi á þeim grundvelli að hann hafi ekki sinnt fimm dómkvaðningum í rannsókn á máli sem snýr að viðskiptum hans á alþjóðamarkaði. 

Lögmaður Modi segir, í samtali við India Today, að Modi sé í lífshættu á Indlandi og geti því ekki sinnt kvaðningunni

 

Er það svo slæmt, okkar útrásarvíkingar eru nú ekki í lífshættu eða eru þeir það kannski ?





mbl.is Sagður vilja fara til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljós í daginn

Já ef þessi frétt gefur ekki ljós í daginn þá veit ég ekki hvað, ég er eins og allir búin að fylgjast með síðan fyrsti maður kom upp, gleðin var mikil, en samt var ég svolítið kvíðin, hvað ef eitthvað gerist það gerðist ekki neitt og allir eru þeir komnir upp.

Megi góður guð hjálpa þessum mönnum og fólkinu þeirra til að ná sér eftir þennan ótta sem grípur alla sem í þessu lenda.

Til hamingju Síle


mbl.is Öllum bjargað upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segi nú ekki annað, en guð blessi þetta fólk.

Já ég meina sko Jóhönnu og Steingrím, get nú eigi orða bundist, lagði mig aðeins og er ég vaknaði fór ég fram í eldhús, en í leiðinni var mér litið að tölvunni, blasti þá ekki við þessi frétt sem bar yfirskriftina Okkur hefur ekki mistekist.

Svo hrapalega hefur þeim mistekist að ég verð að biðja góðan guð að hjálpa þeim, það eru ár og dagar síðan átti að gera róttækar aðgerðir fyrir heimilin, ekkert hefur gerst, það átti einnig að hjálpa þeim sem minna mega sín, ekkert hefur gerst, á meðan hefur tíminn liðið og skuldirnar orðnar það miklar að fólk sér ekki fram á að geta nokkurn tímann borgað öðruvísi en að lifa sultarlífi og ekki hef ég orðið vör við að þau gerðu neitt fyrir þá sem minna mega sín, sultarólina herða þau á lífeyrisþegum með hækkunum á öllu sem við þurfum á að halda og eigi hækka bæturnar neitt.

Ætla nú ekki að fara að tala um atvinnuvegina sem hefði verið nauðsynlegt að hrinda í framkvæmd, en var ekki gert, hefðum við verið ver stödd ef allt hefði verið sett á fullt, nei ekki aldeilis.

Svo sitja þau og eru óbangin við að lepja í okkur fjandans vitleysuna og þessu fólki verður guð að hjálpa því við erum hætt að taka við sorpi.


mbl.is Okkur hefur ekki mistekist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonbrigði

 Já ég hef orðið fyrir vonbrigðum og það svo oft að ég er alveg búin að fá upp í kok af ógeði, fólk kemur fram eins og ég veit ekki hvað, jú auðvitað veit ég það, það er talað um jafnrétti á Íslandi hvar í fjandanum er það, maður er kúgaður niður í skítinn í það óendanlega, maður getur tekið á hinum ýmsu málum, en í nær hring á maður að geta treyst, það er hrunið traustið sem ég taldi að mundi halda.

Ég geri mér fulla grein fyrir því hvaða væntingar ég geri til annarra og hef ákveðið að ef þær ekki standast þá bara þurrka ég út þá sem halda að þeir geti leikið sér með traust mitt í það
óendanlega, nú orðið á ég afar auðvelt með að þurka út þá sem hanga á öxlunum á mér og halda að ég trúi endalaust.

Ég er svo lánsöm að eiga heilsteypta fjölskyldu sem talar við mig af hreinskilni og takk fyrir það elskurnar mínar, nær og fjær.

 Þetta er frábær setning: " Láttu þér standa á sama um fáfræði annarra"
Svo sannarlega ætla ég að reina það, oft nær þessi fáfræði tökum á manni og maður fer að ræða það sem fáfræðin er að segja við mann í staðinn fyrir að hlusta ekki og svara ekki.

Þeir sem eru fáfróðir halda að aðrir séu það líka og þess vegna sé þeim óhætt að mjaka til sannleikanum svo vel fari í eyrum annarra.

Stjörnuspáin mín í dag passar afar vel

 Sporðdreki: Þú hefur orðið fyrir vonbrigðum og þarft því að gera þér grein fyrir hvaða væntingar þú gerir til annarra. Láttu þér standa á sama um fáfræði annarra.

Kærleik og visku til ykkar allra.


Smá samantekt

Það er víst ekki til neins að vera óánægður með þó maður komist ekki allt sem maður vill, ekki komst ég í skjaldborgina í kringum sjúkrahúsið okkar í dag, var nefnilega hálf slöpp, svaf til 10 í morgun sofnaði svo aftur um 2 leitið og svaf til 5 svo ekki er nú orkan mikil, en það eru margir sem bíða eftir að komast á sjúkrahús veikari en ég.

Sölvi Steinn litli vinnumanninn minn á Kópab. varð 3 ára 6/10 og var haldið upp á það í dag, hér kemur mynd af honum.

vinnumann

Hann er sko vinnumann

Nú eins og allir vita þá var ég að flytja í aðra íbúð, og það hefur verið smá höfuðverkur að finna réttar gardínur fyrir eldhúsið, datt allt í einu í hug í fyrradag að hafa þetta svona sveitalegt og hér koma myndir af fyrstu tveim gluggunum, en þeir eru fjórir í röð.

100_9902.jpg

Smá haustlitir í leiðinni


100_9903.jpg

100_9904.jpg

100_9894.jpg

Litla ljósið mitt og Neró

Það koma svo fleiri myndir eftir því sem ég geri fínt hjá mér.

Knús og aftur knús til allra minna vina


Tilfinningalaus ómenni

Datt mér ekki í hug, það kom að því að þeir mundu koma öldruðum fyrir bara einhversstaðar hola þeim niður eins og einhverjum þurfalingum sem engin kærir sig um.

Hvernig væri að þið þessir tilfinningalausu ómenni á  alþingi Íslendinga mynduð koma öllum sem þurfa á legurími að halda, ja bara í einhverja skemmu eða annað stórhýsi sem engin notar lengur þá væru þið lausir við þetta fólk innan tíðar. MUNDI ALVEG TRÚA YKKUR TIL ÞESS.

Þessir skollar vita ekki hvað tilfinningar eru og hvaða áhrif svona flutningar hafa á gamalt fólk og þau fá ekki einu sinni að vera saman, en skollum er alveg sama: - þetta eru bara þroskahamlaðar kennitölur -

Ekki þýðir að segja skollum að skammast sín
þeir skilja það ekki




mbl.is Hættu við eftir mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það má fara að taka grafir

Ég var í sorg í gær, fyrradag og marga daga þar á undan, þetta er að keyra um þverbak, allt landið á að vera án aðhlynningar í heilbrigðismálum, er ekkert í hausnum á þessum ráðamönnum, þeir heita það víst, en elskurnar mínar sem hafið heilsuna og kraftinn til, ruslið þessum lýð út af Alþingi.

Rétt að spyrja: " Hvernig í ósköpunum eiga sjúkrahúsin í Reykjavík og Akureyri að sinna þessu öllu, þau eru þegar orðin yfirfull og undirmönnuð .

mbl.is „Lífsspursmál fyrir Selfoss“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VAR SVO SORGMÆDD Í GÆR

Jú vegna alls þessa sem er að gerast ekki að aðdragandinn hafi ekki verið til staðar, en einhvernvegin er það svo að þegar punkturinn yfir i-ið kemur  þá brestur múrinn, var samt afar stolt yfir því að búa á Húsavík því þar er kraftmikið og gott fólk, komst reyndar ekki á fundinn fann samt fyrir samstöðunni og frétti af hvað okkar fólk stóð sig með afbrygðum vel eigi kom það mér á óvart ég þekki vinnubrögð og hæfileika þessa vina minna.

Það voru haldnir fundir víðar til dæmis í Reykjanesbæ, ég bjó í Sandgerði í 27 ár svo mér er ekki sama um þetta bæjarfélag. Þar hótuðu menn aðgerðum ef ekkert yrði að gert innan þriggja vikna, hugnast mér það afar vel og það væri alveg frábært ef við hér norðan heiða mundum gera það einnig, en hvernig verða þeir að ákveða sem vit hafa á.

Mér hefur aldrei hugnast óheiðarleiki, ef menn segja eitt þá eiga þeir að standa við það, en það vantar svo óendanlega mikið upp á að þeir sem lofuðu þessu og hinu hafi staðið við það.


Þó ég sé sorgmædd þá ætla ég ekki að láta  sorgina ná yfirhöndinni, ekki gera neinum það til þægðar, endilega kæru vinir, verið glöð og brosið.


mbl.is 85% niðurskurður á sjúkrasviði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband