Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Það er ekkert að garast

Það er ekkert að gerast í þessu landi, sagt er að þetta og hitt sé komið á koppinn og aðrar framkvæmdir séu tilbúnar til útboðs, en fjandinn hafi það ekkert er verið að gera haldbært fyrir fólkið í landinu.

Eins og ævilega þykjast menn ekki vita  hversu ástandið er alvarlegt, hugsun þeirra syndir fram hjá almúganum án þess svo mikið sem að líta til okkar, við erum skömmin í þjóðfélaginu, en þeir vita ekki blessaðir ráðamennirnir að skömmin er þeirra. Þeir segja nú svo margt sem einu sinni þjóðin trúði, en ekki lengur við trúum ekki einu einasta orði sem þeir segja þessir yfirborðs-kjaftaskar.

Þeir sem þurfa að leita sér hjálpar og fá mat gefins eiga ekki að þurfa að skammast sín, þeir eru bara að bjarga börnunum og sjálfum sér frá svelti, eitt er samt víst að þetta á ekki að þurfa að vera svona. Verið stolt af ykkar þori að leita eftir hjálpinni munið að þið eigið hvort annað.

Kærleik ég sendi á línuna
.Heart


mbl.is Fjallað um íslenska fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það besta kemur frá okkur sjálfum

Sporðdreki:
Einhver sem vill þér allt hið besta er að verða dálítið þreytandi.

Góðir straumar verða allsráðandi fram á nótt.

Stundum eru þeir sem vilja manni allt hið besta , svolítið þreytandi, hver veit hvað er manni fyrir bestu nema maður sjálfur," Oftast". Tel annars að þeir sem eru að gera manni allt það besta meini vel, en er ekki svo lítil eigingirni í gjörðum þeirra, það kemur nefnilega fyrir að fólk hefur ekki tæra samvisku og þá þarf það að reyna að bæta fyrir það, en vitið að oftast tekst það ekki gagnvart mér.

  Það eru samt persónur sem vilja mér allt það besta og er ég þá að tala um fólkið mitt nánasta, ég veit að það er að meina það sem það gerir og segir og ég elska þau öll.

Það er nú eins gott að góðir straumar verði allsráðandi fram á nótt því ég er að jafna mig eftir ÆLUPESTINA, hef nú ekki vitað annað eins sit hér eins og slitti og pára þetta niður, svona rétt til að þið haldið ekki að ég sé dauð, eða þannig.

Kærleik á línuna og njótið helgarinnar.
InLove


Gleymi nú eigi oft

En bara gleymdi að segja frá og setja inn myndir af Páska-kvöldverðinum hjá Millu og Ingimar, en maturinn var að vanda æði, lambalærið var kriddað með rósamarín og sítrónu, svo var sósan einnig og salatið var bara gott. Ingimar minn sem eldaði matinn er listakokkur, fengum súkkulaðitertu á eftir með ís og rjóma.

100_9640_979495.jpg

Viktoría Ósk falleg eins og alltaf

100_9642_979496.jpg

Aþena Marey mín, litla ljósið mitt

100_9643.jpg

Dóra mín að sneiða læri no. eitt Gísli horfir á með vatn í munninum
Englarnir mínir við endan og rétt sér í Millu mína.

100_9644_979499.jpg

Held að allir séu búnir að fá sér, allavega eru allir voða uppteknir

100_9645_979501.jpg

Ingimar virðist vera að halda ræðu.

100_9646_979502.jpg

Sjáið þetta salat, er svo sannarlega girnilegt, Milla gerði það.

Kærleik á línuna
InLove

 


Á enga samstarfsmenn

Sporðdreki:
Samstarfsmenn þínir eru hvorki hjálplegir né koma með

uppbyggilegar hugmyndir.
Þú ert ein/n á báti í bili, það þarf ekki að vera slæmt


Ég á nú enga samstarfsmenn þar sem ég er ekki að vinna neitt, nema að sjálfsögðu að heimilinu mínu og þar þarf auðvitað að vera samvinna, en nú er það þannig að ég hef ákveðið að gera eins mikið af þessu öllu eins og ég get, nenni nefnilega ekki að biðja stöðugt um samvinnuna það sem mér finnst nauðsynlegt að gera finnst samvinnumanninum ekki. Er búin að tala um það lengi að fá húshjálp, ég á sko rétt á henni, það finnst samvinnumanninum alveg ótækt, Hann getur þetta svo vel sjálfur, Æ,æ, en sú mæða að eiga svona börn.

Uppbyggilegar hugmyndir fæ ég með og í samtölum við ungviðið mitt, þær eru fullar af hugmyndum og visku sem ég svo gjarnan fer eftir og þær fá að vera með, yndislegar stundir.

Það er ekki slæmt að vera einn og það getur maður verið þó samvinnumaður sé í spilinu, kannski fremur fátæklegt á stundum. Mér finnst yndislegt að vera ein með mínum hugsunum og gjörðum, svo fæ ég alla englana mína og ljósin í heimsókn og þá er sko gaman.

Kærleik til ykkar allraHeart


Bara einn af mörgum þessi biskup

Maður fyllist sorg er maður les um svona lagað, þetta er hræðilegur glæpur að beita börn kynferðislegu ofbeldi, tel að þessi perri hafi beitt fleiri drengi ofbeldi, varla hefur óeðlið hrunið af honum eftir þennan dreng. Versta við þetta er að  í öllum löndum og út um allt viðgengst viðbjóðurinn, nú ekkert skrítið þolandinn þorir ekki að segja frá.

Eftir að Adresseavisen hafði ítrekað spurst fyrir um málið kom staðfesting í gær um raunverulega ástæðu þess að biskupinn var látinn víkja. Nefnd í Vatíkaninu, sem lýtur stjórn Joseph Levada, ákvað þá að svipta hulunni af málinu

Tími til komin að Vatíkanið fari að taka ábyrgð á sínum mönnum, en ekki ávalt reyna að fela ósómann.

Bætur laga ekki neitt, en sjálfsagt að borga fólki bætur, en mikið hrikalega eru þær skammarlegar.

Kærleik á línuna
Heart
mbl.is Norskur biskup beitti ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldgosið í okkur sjálfum

Mér kom í hug í morgun er ég borðaði AB mjólkina mína, þetta með eldgosið í okkur sjálfum, tengdi það  öðrum eldgosum sem er eðlilegt, því þetta er næstum eins, nema að hjá okkur eru engir hjálparsveitamenn, lögregla eða aðrir sem hjálpa eða stjórna, nema að við viljum og skiljum þá hjálp sem við frá okkar æðra mætti fáum, ef við biðjum um hjálpina.

Eldgosið í mér er þannig að það kraumar og kraumar, getur kraumað í mörg ár áður en það springur út með tilheyrandi tilburðum, hjá mér getur það verið allt frá því að ég bara hætti að tala við þann sem olli krauminu, þurrka þá persónu út, þekki hana ekki meir, þetta er mér afar auðvelt, eða að ég truflast úr reiði, en reiðin hækkar ekki tóninn í röddinni heldur verð ég sykursæt, ákveðin og ofar öllu diplómatísk, en hættuleg verða orð mín, svo að eins gott er fyrir þann sem situr á móti mér að segja ekki orð, enda búið að krauma í mörg ár, "Jafnvel"

En svo merkilegt sem það er þá verður aldrei gos út í þá sem ég þekki  lítið sem ekki neitt þó þeir geri mér eitthvað, það fólk er bara eitthvað veikt og getur ekkert að þessu gert, kannski er óttinn mikill í þessu fólki tek fram að ég er ekki að meina neinn sérstakan, það eru svo margir í þessari stöðu.

Nú svo eru það snöggu gosin, þá breytist ég í könguló sem bíð eftir tækifæri á að hremma bráðina setja hana niður á stól og hún skal hlusta og svara fyrir sig, en svo merkilegt hvað minnið hverfur hjá sumum og ekkert verður úr að játa ranglætið, eða að sökudólgurinn er bara minnislaus, siðlaus, sjálfselskur fram úr hófi, kann ekki tillitsemi sambúðar og lengi mætti telja, verst er að allt er öðrum að kenna, aldrei hægt að vera hreinskilinn.

Svona lagað er náttúrlega bara í mínum höndum að laga og varla verður það gert með öðru en aðgerðum, en verst er að þær skiljast ekki heldur.

Þá kem ég að hjálparsveitamönnunum, þessum yndislegu strákum, en mínir eru af öðrum heimi
og koma mér til hjálpar er karma mitt  er tilbúið að sleppa eða ég er laus við óttann, óttann sem við öll höfum og merkilegt hvað við vinnum seint úr honum, það er nefnilega hægt.

Lífið er yndislegt og ég er ástfangin í því.InLove


Ferðalok

Búin að plana allt í gær fyrir ferðina, en þurfti nú endilega að líta rangt á klukkuna, taldi hana vera 7 er hún var sex, jæja var svo sem ekkert að pæla í henni meir hafði mig bara til Gísli setti allt dótið út í bíl, síðan vöknuðu þær mæðgur, við spjölluðum smá og amma knúsaði þær þessar yndislegu snúllur sem ég á þarna í Njarðvíkunum, feðgar komu fram að kveðja og lagt var af stað með miklum trega, þau eru öll svo yndisleg og ég elska ykkur öll.InLove

Er á Freyjugötuna kom voru þær ekki einu sinni vaknaðar, englarnir og ljósin, ekki von, amma var klukkutíma á undan áætlun, fékk sko að heyra það. Nú við fórum náttúrlega að kveðja í krosshömrunum, en þar býr Ingó bróðir knúsí knús og haldið í Borgarnes, fengum okkur hádegismat þar, veðrið var ágætt svo við komum við hjá Nonna bróðir og Svöfu Árni Ingvar sonur þeirra var þar með sína yndislegu konu og lítin sætabrauðsdreng með krullur eins og geislabaug og augu sem dáleiddu mann, en ég mátti nú samt ekki borða hann, Daníel var einnig í heimsókn, yndislegt að hitta þau, takk fyrir mig ljúflingarnir mínir.

Þegar við komum út þaðan var allt orðið hvítt, fljótt að breytast veðrið, frá Blönduósi í Varmahlíð var ekið á 60 km, sjúkrabíllinn þeystist fram úr okkur, en sem betur fer voru ekki alvarleg slys á mönnum, tveir bílar voru út af. Milla hringdi og við hittumst í Varmahlíð vorum í samfloti þaðan, en Öxnadalsheiðin var bara auð og allt autt þar til á Akureyri, Vikurskarðið  og leiðin öll sem eftir var alveg horor, svo ófært var á Húsavík og nágrenni að Ingimar minn sem var kominn á undan okkur heim fékk Alla bróðir sinn með sér til að lóðsa okkur gamla settið heim, það var allt orðið snarófært og urðu karlmennirnir að moka frá húsinu svo bíllinn kæmist upp að hann var svo losaður af mönnum og farangri Gísli fór svo með hann upp á stæði hér fyrir ofan, svona ef kannski væri hægt að komast í búð í dag, nú ef ekki hringi ég bara í jeppamanninn, minn kæra tengdason, hef oft hugsað að það sé yndislegt að eiga góða að er maður gerist eldri. takk fyrir mig elskurnar mínar.

Fengum okkur brauðsneið og drifum okkur í rúmið, meira að segja englarnir mínir, en að sjálfsögðu var Neró sóttur í pössunina til Gullu og Bjarts, en þar hafði hann það eins og blóm í eggi, það var svo gott að knúsa hann og eigi vissi hann hvernig hann átti að vera svo glaður var hann að sjá okkur öll.

100_9592.jpg

Lísbet Lóa ánægð hjá ömmu sinn

100_9616_977727.jpg

Séra Sigfús að útskíra fyrir börnum hvað gerðist á páskum og um
skírnina.

100_9619.jpg

Þarna er verið að ausa hana vatni og hún var svo góð allan tímann.

100_9634.jpg

Við ömmurnar og Milla var að segja okkur að líta upp, eins og maður
geti nokkuð annað en horft á þessa dýrð sem hún er.

100_9636.jpg

Amma með hana, hún brosir bara af þessu öllu saman.

100_9628.jpg

Læt þessa vera með þó hún sé óskír, kem með betri seinna.

100_9611.jpg

Fyrst fengum við dýrðlega franska Gullassúpu með brauði og svo
þessa flottu tertu á eftir með jarðaberjum og rjóma.

100_9587_977739.jpg

Þau taka sig ætíð vel út Dóra mín sem er elst og Fúsi minn sem
er yngstur, tekið er við borðuðum saman á laugardeginum.

100_9598.jpg

mágkonurnar alltaf jafn fallegar, Milla mín og Solla mín.

100_9600.jpg

Viktoría Ósk mín með litlu frænku, alsæl.

100_9601_977745.jpg

Aþena Marey mín með litlu frænku, yndislegar.

 100_9613.jpg

Fúsi minn og Solla með litla yndið sitt.

Þessi ferð var yndisleg, hefði ekki viljað missa af henni þó ég væri
vel stressuð á heimleið.

Kærleik til ykkar allra og njótið páskana vel
.InLove


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.