Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
Hún passar nú sjaldnast þessi stjörnuspá.
30.4.2010 | 17:07
Sporðdreki:
Dagurinn verður annasamur, ekki síst fyrir hádegi.
Með réttu lagi tekst þér að sigla milli skers og báru.
Morguninn hjá mér var afar rólegur, svaf til 8 eftir bara nokkuð draumlausa nótt, enda bað ég um frið fyrir draumum, naut þess að kúra í mínu fleti á meðan Gísli minn var í sjæningunni, drattaðist svo í morgunmatinn og að vanda í tölvuna eftir hann, fer aldrei í sjæningu fyrr en meðölin eru farin að virka, gott að tengja sig á meðan.
Gísli kom inn og spurði hvort ég væri ekki alveg stabil, hann ætlaði í göngutúr, varð næstum ekki stabíl við þá tjáningu, en hann hefur ekki farið út að labba í 2 ár, batnandi mönnum er best að lifa. Hann fór í sinn göngutúr, sem eigi var mjög langur það er heldur ekki gott svona í fyrsta skipti.
Við fengum okkur te og brauð um 11 leitið og síðan ryksugaði hann allt húsið, ætlum ekki að gera meira fyrir þessa helgi erum búin að vera svo dugleg.
Ég á að geta silgt á milli skers og báru, sem sagt vegna anna, en sannleikurinn er að eftir hádegið skrapp ég í búðina, síðan í bakaríið til að kaupa eitthvað fyrir ljósin mín með kaffinu, en eldra ljósið er veikt heima. Siðan fór ég heim og skreið upp í rúm og svaf til fjögur, erum búin að fá okkur kaffibollann og hafraheilsukökur með, en síðan verður kjúklingur í kvöldmatinn, með salati og sýrðum rjóma.
Þetta eru nú allar annirnar
En það er nú í lagi þó eigi séu miklar annir, get þá safnað kröftum ekki veitir af um hvítasunnuna að hafa kraftinn.
Kærleik á línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Að laga til og hreinsa út.
29.4.2010 | 06:55
Sporðdreki: Tilfinningarnar ólga hjá þér og þú mátt hafa þig alla/n
við að svo þær beri þig ekki ofurliði. Þú ert fædd/ur leiðtogi.
Það tekur víst á að hreinsa út og laga til hjá sér, en auðvitað ef maður er nógu duglegur með rekuna þá tekst það að lokum. Tilfinningarnar hjá mér ólga svo að ég sef bara endalaust að þeirri þreytu sem skapast af því, það er samt bara gott og nauðsynlegt að vinna vinnuna sína vel, annars tekst vinnan ekki eins og skildi.
Fæddur leiðtogi, já það er trúlega alveg rétt, en ég er nú sem betur fer hætt mikið til að stjórna í öðrum en sjálfum mér, enda afhendi ég ekki svo glatt öðrum þá stjórn, þá væri ég alveg búin að vera.
Tel það vera ærin starfa að laga til í mínu lífi, hreinsa út svo mér geti liðið vel í ellinni, en það er nú langt í það dúllurnar mínar.
Knús í daginn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Flottir dagar
25.4.2010 | 09:30
Gilla, Leszik og krakkarnir komu til okkar á miðvikudaginn var, það var æði að hitta þau, en þau voru að fara til Breiðdalsvíkur að skoða aðstæður, eru nefnilega að flytja þangað. Þau komu svo aftur á föstudeginum og fóru í gærmorgun.
Ég fór með ljósin mín fram í Lauga á sumardaginn fyrsta, en þar var opið hús og unga fólkið sem þar er voru með sýningar á því sem þeim fannst vera mikilvægt fyrir lönd heimsins, englarnir mínir voru með kynningu á Japan, tungumáli þeirra og menningu enda telja þær það eitt það mikilvægasta fyrir hverja þjóð að varðveita. Þessi kynning var stórkostleg hjá þeim, stóð hún yfir í 45 mín.
Á föstudeginum var ég að undirbúa kvöldverðin, versla það sem vantaði upp á, aðallega einhvern óþarfa, þið vitið nú hvernig maður er, en ég var með purusteik, brúnaðar kart, rauðkál, gr. baunir, súrt og sætt nú má ekki gleyma Waldorfsalatinu, það var borðað vel, ís á eftir fyrir þá sem höfðu list.
Nú á Laugardagsmorguninn vorum við Gilla vaknaðar kl 6 hún er nefnilega eins og ég, vaknar snemma við spjölluðum þar til fólkið fór að drattast fram, höfðum til morgunmat og spjölluðum ætluðum aldrei að geta hætt, en þau áttu eftir að keyra alla leið til Ísafjarðar. Ég sé þau fljótlega aftur, þau flytja í júní.
Um kvöldið vorum við boðin í gamaldags og gott lambalæri hjá Ingimar, en hann á afmæli í dag þessi elska, til hamingju með afmælið kæri tengdasonur.
Hér koma svo nokkrar myndir af heimsókn Gillu og c/o
Gilla og Leszik
Sigurlaug Brynja, hún er yngst
Gunnar Smári og Halldór Örn, flottir strákar
Gísli með hundana sér við hlið, Neró kúrir í sófanum,
en Perla vil láta klóra sér, Gilla að lesa Bændablaðið.
Perla vildi fá Neró til að leika við sig, en Neró nennir ekkert að leika
við svona fjörkálf eins og Perlu, hún er bara 9 mán.
Takk fyrir komuna dúllurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hugurinn reikar, en fyrst þetta.
22.4.2010 | 17:26
Gleðilegt sumar kæru vinir
Og takk fyrir veturinn.
Já merkilegt hvað hugurinn reikar svona á merkisdögum eins og sumardagurinn fyrsti er, varla man ég eftir honum öðruvísi en í snjó og látum, en í dag er reyndar snjór en sólin skín og allir vegir auðir. Veturinn er búin að vera mér og mínum góður, ég átti yndisleg jól og mikinn gæðatíma með mínum, veiktist í janúar og er búin að vera lassarus síðan, fór nú samt suður fyrir Páska kvaddi kæran frænda, hitti næstum alla ættingjana mína í fermingarveislum, Lísbet Lóa mín, yngsti engillinn í fjölskyldunni fékk nafnið sitt í kirkjubækurnar og ferðin var bara æði.
Merkilegt, finnst sumum, að er eitthvað fjarar út í lífi manns þá kemur eitthvað annað í staðinn, en mér finnst það ekki neitt merkilegt heldur bara eðlilegt, sko það fjarar eitthvað út eða gerist eitthvað og maður þarf að takast á við mál í sambandi við það, en það er eitthvað sem kemur inn í staðinn og það finnst mér svo eðlilegt og gott. Maður verður að vera sveigjanlegur og aðlaga sig að þeim aðstæðum sem koma upp, tilgangslaust er að velta sér upp úr eymd þó svo að?
Ég fór fram í Lauga í morgun og tók ljósin mín með, það var þemadagur í skólanum byrjuðum á að vera viðstaddar kynningu um Japan sem englarnir mínir unnu og kynntu og það var alveg frábært hjá þeim, skoðuðum síðan sitthvað annað og enduðum þar sem krakkar voru að prjóna fígúrur til handa börnunum hamfarasvæðum og þau eru mörg sem hafa komið til á örfáum mánuðum.
Fengum okkur léttar veitingar í matsal skólans sem að sjálfsögðu Kristján kokkur stóð fyrir og það er aldrei neitt af verri endanum sem hann bíður upp á. Fórum svo aðeins upp til Dóru horfðum á eina mynd, skoðuðum nýju fötin sem þær voru að fá að utan, þau voru æði.
Er alveg skemmtilega þreytt eftir daginn vaknaði 7 í morgun þá voru Gilla og hennar komin á fætur við drifum morgunmat á borðið síðan fóru þau austur á Breiðdalsvík, en koma aftur á morgun og þá verður sko svínasteik á borðum.
Knús í ykkar hús og megið þið eiga yndislegt sumar.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hrææta, þær geta einnig verið í mannslíki
21.4.2010 | 07:17
Hvort sem þér líkar betur eða verr verður leitað til þín um
forystu fyrir vandasömu verkefni.
Stökktu á verkefni líkt og hrææta.
Skemmtilegt eða hitt þó heldur, nenni nú ekki að fara að taka að mér eitthvert verkefni komin á þennan aldur, vil bara hafa það gott og gaman, en auðvitað kemur það fyrir að taka þarf á málum, en þá bara mínum, ekki að ég trúi að það eigi að biðja mig um forystuhlutverk af einhverju tagi það er bara stjörnuspáin sem segir það og að sumra mati lýgur hún eigi. Sjáum til hvað verður úr henni og ég mun svo sannarlega segja frá ef úr verður.
Ég á samkvæmt spánni að stökkva á verkefnið líkt og hrææta, en ég bara kann það ekki, veit svo sem um marga í mannslíki, sem eru eins og hræætur þá aðallega á peninga annarra og sér í lagi þeirra sem minna mega sín, það er vita mál að alla tíð, eins langt aftur og við finnum bækur og munnmælasögur um hafa hræætur etið upp allt sem láglaunafólkið hefur sem er ekki einu sinni til að lifa af.
Hrææturnar sem um er talað lifa sko ekki á hræjum, Ó nei! þeir lifa á öllum þeim lúxusmat sem hægt er að kaupa fyrir peningana okkar.
Hætt þessu fári, kemur mér bara í vont skap.
Kærleik á línuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er svo gaman að lifa
19.4.2010 | 08:32
Í gær ók ég englunum mínum fram í Lauga eftir að þær voru búnar að gleðja mig með sinni nærveru í löngu helgarfríi, ljósin mín komu, einnig Milla og Ingimar og borðuðum við saman á föstudagskvöldið.
Í matinn hafði ég pestó steiktar kjúklingabringur (pestó með sólþurrkuðum tómötum) kartöflubáta bæði úr sætum og venjulegum kryddað vel með salti, svörtum pipar, dilli síðan dassað með olíu yfir, blandað vel saman og sett í ofn, sósan var úr grískum yogurt krydduðum með ítölsku hvítlaukskryddi frá Pottagöldrum, salti ,svörtum pipar og oregano, salatið var með camenberts-neiðum, rúsínum og hnetum út í það salat sem hver velur sér að hafa, einfalt heilsusamlegt og afar gott.
Ég endaði svo gærdaginn á því að fara á fund til Akureyrar, frábær og gefandi fundur, skal tekið fram að ég fór ein og það gekk bara með afbrygðum vel, skil ekki hvað fólk er að hafa áhyggjur af mér, sko ef ég get keyrt dögum saman í Reykjavík og engin til að leysa mig af, þá er nú ekki mikið mál að aka hér á milli staða, kom við hjá Millu minni og c/o og hún spurði hvort ég væri ekki með úlpu í bílnum, kom nefnilega inn til hennar í stutterma hettupeysu, nei gleymdi reyndar að setja hana í bílinn ég sagði bara að ef eitthvað kæmi fyrir þá mundi ég bara stoppa bílinn setja á hættuljós og bíða þess að prinsinn kæmi á hvíta hestinum að bjarga drollunni, hugsið ykkur hvað það væri nú rómó.
Seinnipart viku ætla þau að koma Gilla og hennar fólk frá Ísafirði svo það þarf að huga að því laga til hafa gestarúmin tilbúin kaupa í matinn og eitthvað gúmmilade fyrir börnin, hlakka til að sjá þau, en Gilla er dóttir Gísla og höfum við ekki séð þau lengi.
Á fimmtudaginn er opið hús í framhaldsskólanum að Laugum og ætla ég mér þangað og tek ljósin mín með, þetta eru afar skemmtilegar uppákomur og árvissar, gaman að hitta fólkið sem kemur ár eftir ár, það heldur tryggð við skólann sinn.
Gosið er í rénum, segja þeir, en ekki er ég nú viss um að það sé búið trúlega mun gjósa aftur, hvenær veit nú engin.
Kærleik á línuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvaðan koma öll orðskrípin
16.4.2010 | 12:03
Gígurinn í Eyjafjallajökli.. Myndin var tekin úr TF Sif í gær.
// Innlent | mbl.is | 16.4.2010 | 04:41Ófrýnileg ásýnd Eyjafjallajökuls
Starfsmenn Landhelgisgæslunnar náðu síðdegis í gær ratsjármyndum af gígunum í Eyjafjallajökli. Megingosopin eru þrjú og er hvert þeirra 200-500 metrar í þvermál.
Kl. 17:11 er þessi magnaða mynd tekin að djöflinum sjálfum. Var hann eitthvað að blása og mása á Eyjafjallajökli, skilaboðin bara ekki nágu skýr til að við föttuðum hann. Hann er kannski eitthvað fúll yfir ICESAVE og hrunskýrslunni..." segir í flugskýrslu TF-Sifjar, flugvélar Landhelgisgæslunnar.
Hef verið að flakka á milli bloggasíðna og orðalepparnir sem viðhafðir eru hjá sumum bæði í bloggi og í kommentum er bara hreint útsagt eigi sæmandi fullvita fólki, ekki nóg með það heldur eru hamfarirnar sem ganga yfir okkur þessa daganna notaðar til samlíkingar við Icesave og hrunaskýrsluna, finnst fólki þetta eitthvað fyndið?
Ég er eins og aðrir sár og reið yfir því sem er að bitna á okkur núna, en hef tekið þá ákvörðun sem er rétt í mínu tilfelli að vera ekki að eitra mína tilveru með viðurstyggilegum orðaleppum um allt og alla.Leiði þetta eins mikið hjá mér og hægt er og ekki er mikið talað um þessi mál á mínu heimili enda börnin ætíð hér og þau mega ekki verða óróleg yfir kjaftagangi og jafnvel röngum framsetningum af ástandi landsins okkar.
Hættum að ata sjálfum okkur auri með óviðeygandi orðaleppum.
Hugsum um sálartetrið okkar og annarra.
Ófrýnileg ásýnd Eyjafjallajökuls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hundruðir manna farast í jarðskjálfta
15.4.2010 | 07:55
Um fjögurhundruð manns fórust í öflugum jarðskjálfta í vesturhluta Kína á áttunda tímanum í morgun að staðartíma. Óttast er að þúsundir til viðbótar séu særðar, en skjálftinn nam 6.9 á richter skala. Skjálftinn varð í hinni afskekktu Yushu-sýslu í Qinghai héraði og er talið að upptök hans hafi verið á um 10 km dýpi. Verst úti varð bærinn Jiegu og eru flestar byggingar þar ónýtar auk þess sem skriður hafa gert vegi ófæra, líklegt er að tala látinna eigi eftir að hækka.
Svona fréttir erum við búin að fá margar á þessu ári sem og undanförnum árum, það eru jarðskjálftar hvirfilvindar svo og aðrar náttúruhamfarir, þessar fréttir vekja hjá mér sársauka, samúð og svo reiði yfir því að stundum hafa yfirvöld getað gert eitthvað í málunum áður en blessað fólkið varð fyrir þessum ósköpum. Margar þjóðir hafa orðið illa úti og misst marga, sem í raun skiptir ekki neinu því að missa einn er of mikið fyrir eina fjölskyldu, hvað þá heimili sitt og allt sem var í kring.
Margt á sér engin landamæri að mínu mati eins og kærleikurinn, hamfarafréttir, tilfinningasveiflur í sambandi við allt, meira að segja gosreykurinn frá Eyjafjallajökli hefur stór áhrif á flugsamgöngur, merkilegt hvað ég vissi lítið um það enda ekki verið mikið um eldgos af þessari stærðargráðu í minni tíð
Hvað þá að við höfum misst marga í þeim hamförum. Það eru snjóflóðin sem hafa tekið frá okkur fólkið okkar það er sárt og ógleymanlegt fyrir þá sem misstu og alla þjóðina því við tókum og tökum þátt.
Hugsið án landamæra um afleyðingar hamfara, missirinn, hungursneiðina, sem varir jafnvel í mörg ár því það tekur tíma að byggja upp og rækta, en við eigum þó fólkið okkar, mat og hvort annað.
Kærleik í helgina ykkar
Milla
400 farast í jarðskjálfta í Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Finnst ég vera á milli vita
14.4.2010 | 09:07
Er það nú eitthvað skrítið, í marga mánuði hef ég ekki hlustað á fréttir nema með öðru svona stöku sinnum og að sjálfsögðu hefur maður dottið í að lesa einstaka greinar, sem svo að loknum lestri hafa fengið mann til að snúa hausnum sitt á hvað og spyrja sjálfan sig, er ég eitthvað skrítin eða er ég að lesa reifara eða einhverja lýsingu á óraunveruleika, sem ég taldi aldrei geta verið raunveruleika, sko trúði því ekki lengi vel að til væri svona mikið siðleysi í okkur Íslendingum, en fjandinn hafi það, mörg okkar tóku þátt í þessari geðveiki sem var að lifa um efni fram er. Ég er að sjálfsögðu löngu búin að uppgötva sannleikann og hann var sár, ég kaus engan í síðustu kosningum hafði bara ekki geð í mér til þess, en nota bene hafði væntingar til þerra sem kosnir voru á þing varð á í messunni enn einu sinni, mun aldrei treysta þessu fólki neinu af því aftur.
Verst þykir mér ógeðslegi sleikjuskapurinn sem hefur verið ráðandi, þeir aumingjans menn sem eiga sama sem ekki neitt, viðhafa hann mest, ekki að hann sé að byrja í dag, Nei nei, hefur verið hér í tuga ára. hvenær skyldu menn muna að við erum best bara eins og við erum. Sumir eru spennufíklar græðgin verður þeim ætíð að falli og þeir eru öllum til vansa. Sumir eru ekki afar vel gefnir og auðvelt að teyma þá út í aðgerðir sem eru ólöglegar. Hvað skildi verða um peðin núna, þessir stóru sleppa nú örugglega flestir.
Mér hugnast nú eigi aðstæður þeirra sem ekkert eiga og hryllir við því ástandi sem koma skal, þar hef ég mestar áhyggjur af börnunum, þau verða alltaf verst úti.
Verðum við ekki öll að vera á varðbergi, hlú að þeim sem eiga um sárt að binda þó við eigum ekki peninga þá að sína hlýu, góð orð og um fram allt kærleika. Nú fer sumarið í garð og ég kallaði það um daginn sumarið sem allir verða heima, hvernig væri það að halda götugrill, kynnast nágrönnunum og rækta garðinn sinn, ekki dónalegt það.
Kærleik á línuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fengum skemmtilega heimsókn í dag
12.4.2010 | 18:16
Hann Bjartur, sem er hundur kom í heimsókn í dag eða eiginlega var hann í pössun, en hann passaði Neró fyrir okkur er við fórum suður um daginn. þeir eru svo yndislegir, svo ég set hér inn nokkrar myndir af þeim.
Ekki alveg viss hvort hann ætti að koma inn
Dúllurnar, Bjartur sá hvíti nýklipptur og fínn
Neró var í fyrstu í hálfgerðri ólund, en var fljótur að jafna sig
Amma lagðist aðeins upp í rúm, hann var fljótur að koma
Síðan kom Neró og ég þurfti náttúrlega að klóra þeim báðum, það
endaði með að við sofnuðum öll þrjú og fengum okkur góðan lúr.
Guðný kom síðan að sækja Bjart, en áður en hann fór heim þá gaf
ég þeim URR hundamat þeir elska það sælgæti.
Bjartur minn þú ert ætíð velkominn.
Kærleik á línuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)